Slæmar fréttir og góðar – mjög góðar

Erlendur veiðimaður rekur upp gleðiöskur eftir að landa þessum nýgengna …
Erlendur veiðimaður rekur upp gleðiöskur eftir að landa þessum nýgengna laxi. Hofsá er langt undir í veiðitölum samanborið við í fyrra. Það getur verið fljótt að breytast enda vatn verið með mesta móti þar eystra. Ljósmynd/SRI

Bæði slæmar og góðar fréttir má lesa út úr upplýsingum um laxveiðiárnar sem ekki eru í efstu sætunum á listanum yfir aflabrögð, sem angling.is birti í gær. Þannig blasa við miklar sveiflur í mörgum ám. Hér tökum við fyrir neðri hluta listans.

Byrjum á góðu fréttunum. Andakílsá er með miklu betri veiði en í fyrra. 128 laxar á móti 45 á sama tíma í fyrra. Þar kemur fram smálaxasveiflan sem Borgarfjörðurinn og Vesturlandið er að njóta í sumar. Svipaða stöðu má sjá í Haukadalsá, Straumunum, Brennunni, Skugga og raunar líka í Hrútafjarðará. Allt ár og svæði sem eru langt yfir veiðinni á sama tíma í fyrra. Allt þetta má lesa út úr listanum hér að neðan. 

Mýrarkvíslin er komin í 38 laxa samkvæmt angling.is. Hún er …
Mýrarkvíslin er komin í 38 laxa samkvæmt angling.is. Hún er ekta síðsumarsá og erfitt að meta stöðuna þar. Veiðin hefur verið góð síðustu daga. Ísak Matthíasson veiddi þennan í hyl 36 í kvíslinni. Ljósmynd/Matthías Þór Hákonarson

Það eru líka slæmar fréttir sem leynast innan um. Blanda átti lélegt ár í fyrra. Hún hefur skilað 72 löxum í sumar, en á sama tíma í fyrra var hún í 225 löxum. Ekki má afskrifa Blöndu því stóri straumurinn á miðvikudag getur breytt stöðunni. En byrjunin er áhyggjuefni.

Hafralónsá er spurningamerki. 35 laxar í sumar á móti 105 í fyrra. Nágrannar hennar, þær Sandá og Svalbarðsá eru á betra róli. Sandá reyndar enn undir í samanburði við 2023 en Svalbarðsá aðeins yfir.

Laxá í Aðaldal er á svipuðu róli og í fyrra þegar hún bætti sig verulega og virðist sem sú bæting staðfestist í ár. Það er samt enn frekar stutt liðið á sumarið þar á bæ og næsti straumur verður spennandi.

Laxi sleppt í Miðfjarðará í Bakkafirði. Veiðin þar er aðeins …
Laxi sleppt í Miðfjarðará í Bakkafirði. Veiðin þar er aðeins betri en í fyrra. Það getur þó verið fljótt að breytast í báðar áttir. Ljósmynd/SRI

Hofsá er töluvert undir miðað við 2023. Hins vegar berast góðar fréttir úr Vopnafirðinum og þær fréttir raungerast vonandi í veiðitölum innan skamms.

Hér er staðan í ánum sem ekki komust á topp tuttugu listann hjá okkur í gær.

Veiðitölurnar miðast við veiði að loknum veiðidegi 17. júlí. Dálkur tvö er veiði í þessum ám á sama tíma í fyrra. Raunar munar tveimur dögum því angling.is birtir alltaf tölur á fimmtudögum og það bar upp á 19. júlí í fyrra. Allar þessar ár eiga því tvo daga inni. Þriðji dálkurinn er svo fjöldi veiddra laxa vikuna 10. – 17. júlí.

Vatnasvæði         Veiddir laxar   2023      Vikuveiðin

Hofsá í Vopnafirði        141         232          51

Laxá í Aðaldal             128         125          54

Andakílsá                   128           47          53

Haukadalsá                125           91          49

Brennan                     123          82          12

Skjálfandafljót            108          --           14

Straumar                   101           39          24

Hítará                         96           134         23

Straumfjarðará            96            89          48

Miðfjarðará í Bakkaf.    82            77          50

Úlfarsá (Korpa)            76           69           26

Blanda                        72           225         23

Leirvogsá                    69           113         44

Svalbarðsá                  69            74          53

Sandá í Þistilfirði          69            58          42

Skuggi                        53            45            8

Hrútafjarðará              52             23          27

Miðá í Dölum               51             44          25

Hólsá Austurbakki*      40             25          --

Mýrarkvísl                   38             --           34

Hafralónsá                  35             105         12

Gljúfurá í Borgarf.        33              35          8

Flekkudalsá                 32             --           23

Laugardalsá                23              --            7

Fnjóská                      12               --           2

Fljótaá                         7               --           3

Svartá í Húnavatnss.     7                8           5

Þar með er tæmdur listinn sem angling.is birti í gær. Misjafnt er hvað er til af gögnum yfir þær ár sem neðarlega eru á listanum.

*Tölur frá 10. júlí og samanburðarárið er úr sömu viku.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert