Stærsta holl í tíu ár í Laxá á Ásum

Hann er á í veiðistaðnum Tuma í Laxá á Ásum. …
Hann er á í veiðistaðnum Tuma í Laxá á Ásum. Síðasta þriggja daga holl í Ásunum fór yfir hundrað laxa. Það hefur ekki gerst frá því sumarið 2015. Framhaldið ræðst á næstu viku. Hversu mikið kemur af laxi í næsta straum, þann 24. Ljósmynd/SB

Veiðin í Laxá á Ásum hefur verið mjög góð og stöðug síðustu daga. Þannig endaði síðasta þriggja daga holl með 102 laxa. Veitt er á fjórar stangir í Ásunum og verður þetta að teljast mokveiði.

Sturla Birgisson sem rekur Laxá á Ásum var að vonum kampakátur með þessa stöðu þegar Sporðaköst heyrðu í honum. „Já. Þetta er búið að vera mjög gott síðustu daga. Síðasta heila holl var með 102 laxa,“ upplýsti Sturla.

Hvenær varstu síðast með holl sem náði hundrað?

Hann þarf ekki að hugsa sig um. „Það hefur ekki gerst síðan 2015.“ 

Það ár er síðasta virkilega stóra laxveiðiárið á Íslandi. Þá fór veiðin langt yfir langtímameðaltalið en hefur ekki náð því síðan. Sumarið 2015 var veitt á einungis tvær stangir stærstan hluta sumars í Ásunum.

Meðaltalsveiði frá 1974. Punktalínan sýnir meðaltalsveiðina. Sumarið 2015 er síðasta …
Meðaltalsveiði frá 1974. Punktalínan sýnir meðaltalsveiðina. Sumarið 2015 er síðasta ár þar sem veiðin var vel yfir langtímameðaltali. Laxveiði í hafbeitarám er undanskilin og leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum veiða og sleppa. Mynd/Hafrannsóknastofnun

„Svo er eitt landaðir laxar og annað allt það sem er að gerast. Síðasta morgunin fór ég með einni stönginni á neðsta svæðið og hún setti í sjö laxa og missti alla áður en þeim fyrsta var landað. Þannig að það er búið að vera heljarinnar veiðistuð hérna,“ sagði Sturla í samtali við Sporðaköst.

Laxá á Ásum er farin yfir þrjú hundruð laxa og þar hafa verið að koma risastórir dagar. 18. júlí skilað til dæmis 42 löxum. Heildarveiðin í fyrra á sama tíma var 178 laxar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert