Víða er mun betri laxveiði en í fyrra. Þegar staðan er tekin saman sést að margar ár bæta sig um þrjátíu til hundrað prósent milli ára.
Síðasta ár var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en þetta er engu að síður ánægjulegt og ber merki um öflugar smálaxagöngur. Mögulega ná þær hámarki sínu á næstu dögum en stórstreymi er aðfaranótt miðvikudags. Þetta stórstreymi er straumurinn sem á að skila öflugustu göngunum norðan heiða og fyrir austan en auðvitað vonast menn á Vesturlandi einnig eftir gusu.
Svona lítur listinn út þegar horft til aukningar milli ára í prósentum. Fyrir neðan strik eru svo þær sem eru undir í prósentum. Með minni veiði en í fyrra. Tölurnar eru fengnar af rafrænu veiðibókinni angling iQ. Rétt er að taka fram að þessi staða var tekin í gærkvöldi áður en tölur af seinni vaktinni skiluðu sér í hús. Þetta getur verið fljótt að breytast.
Vatnasvæði Breyting í prósentum
Stóra-Laxá +271%
Hrútafjarðará +257%
Straumar +134%
Miðfjarðará +105%
Kjarrá +99%
Miðá í Dölum +63%
Brennan +56%
Haukadalsá +54%
Langá +52%
Laxá í Kjós +51%
Norðurá +40%
Þverá +40%
Jökla +31%
Elliðaár +29%
Laxá í Aðaldal +27%
Miðfjarðará í Bakkaf. +24%
Sandá í Þistilfirði +19%
Korpa +14%
Straumfjarðará +13%
--------------------------------------
Víðidalsá -5%
Selá -8%
Hofsá -18%
Hítará -32%
Leirvogsá -38%
Hafralónsá -42%
Blanda - 64%
Ekki eru allar laxveiðiár inni á angling iQ-veiðibókinni. Hér vantar til dæmis Laxá á Ásum, Vatnsdalsá, Grímsá, Laxá í Leirársveit og fleiri en þær yrðu sumar hverjar ofarlega á listanum og klárlega allar fjórar með umtalsverða aukningu frá árinu í fyrra. Þá er Andakílsá einnig með mikla aukningu milli ára.
Bæði Hofsá og Selá hafa verið að taka kipp og ef heldur fram sem horfir verða þær komnar í plús áður en langt um líður.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |