Þverá/Kjarrá er fyrsta ársvæðið sem fer yfir þúsund laxa i sumar. Norðurá er ekki langt undan og líklegt að hún komist í fjögurra stafa tölu á næstu dögum. Síðasta þriggja daga holl þar á bæ skilaði yfir hundrað löxum. Veiði í Borgarfjarðaránum er miklu betri en í fyrra og ljóst að lokatölur á svæðinu munu verða þær bestu í nokkur ár. Grímsá og Laxá í Dölum eru báðar með miklu meiri veiði en í fyrra. Grímsá nálægt tvöföldun en Dalirnir með þrefalt meiri veiði samanborið við 2023. Langá er einnig að sjá mun betra ár en í fyrra.
Austurlandið er að hressast og bæði Hofsá og Selá hafa bætt hressilega við sig frá síðustu viku. Vikuveiðin í Selá var 234 laxar og er hún á flugi eftir fremur rólega byrjun. Smálaxagöngur virðast vera góðar í þessum landshluta.
Norðurlandið byrjaði mjög rólega eins og vill gerast þegar stórlaxinn er af skornum skammti. En þar eins og í öðrum landshlutum er góðar smálaxagöngur að gleðja veiðimenn og auka veiðina. Miðfjarðará er þar í fararbroddi með tvöföldun á veiði miðað við í fyrra. Hrútafjarðará er að eiga langþráð betra ár en sést hefur í nokkurn tíma. Veiðin þar er upp um hvorki meira né minna en 220 prósent, þó að hún komist ekki inn á listann yfir tuttugu hæstu árnar. Þá er Vatnsdalsá mun betri en í fyrra og sama má segja um Laxá á Ásum. Víðidalsá er rétt komin yfir veiði fyrra árs en Blanda er ekki að ná sér á strik.
Syðsti hluti landsins er einnig betri en í fyrra. Laxá í Leirársveit er með ríflega tvöföldun milli ára. Kjósin er líka að eiga betra ár og borgarperlan er í ágætu stuði. Ef við horfum til Suðurlandsins þá er ljóst að Finnur Harðarson getur brosað sínu breiðasta. Gott vatn er í Stóru Laxá og veiðin upp um 291 prósent milli ára.
Rangárnar eiga misjöfnu gengi að fagna. Eystri Rangá var með vikuveiði upp á 218 laxa. Hún er nokkuð undir í samanburði við 2023 en Ytri er með góðan og mikinn stíganda. Þannig skilaði hún mestri vikuveiði allra vatnasvæða í síðustu viku. Hvorki meira né minna en 328 löxum. Ljóst er að hún hirðir toppsæti listans fljótlega verði framhald þar á.
Að þessu sinni birtum við tuttugu efstu árnar. Nú er farið að færast fjör í leikinn og veiðin víðast hvar betri en á sama tíma í fyrra. Í nokkrum ám er hún mun betri. Fyrsti dálkurinn er talan í viðkomandi á í lok dags í gærkvöldi, 24. júlí. Dálkur tvö, veiðin í fyrra segir til um hver talan var í loks dags 26. júlí í fyrra. Þriðji dálkurinn er svo veiðin síðustu sjö daga, samkvæmt tölum frá angling.is sem er vefur Landssambands veiðifélaga. Fjórði og síðasti dálkurinn er viðbót og segir til um prósentubreytingu miðað við sömu dagsetningu 2023 þar sem þær upplýsingar eru fáanlegar. Aukningin eða samdrátturinn miðast við seinnipartinn í dag og því gæti verið ofurlítið ósamræmi milli talna gærdagsins og prósentuaukningu.
Vatnasvæði Veiddir laxar Veiðin 2023 Vikuveiðin Breyting í %
Þverá/Kjarrá 1049 668 202 72%*
Norðurá 910 588 217 58%
Ytri–Rangá 776 618 328 --
Miðfjarðará 721 409 245 104%
Urriðafoss 668* 563 -- --
Eystri–Rangá 526 583 218 --
Langá á Mýrum 503 351 199 55%
Elliðaár 439 343 116 33%
Selá í Vopnafirði 434 438 234 12%
Laxá á Ásum 403 265 158 --
Grímsá 391 202 107 --
Laxá í Leirársveit 355 145 95 --
Laxá í Kjós 351 189 86 66%
Haffjarðará 348 447 92 --
Jökla 325 325 105 15%
Hofsá 286 383 145 -14%
Stóra Laxá 274 129 38 291%
Laxá í Aðaldal 268 229 140 21%
Víðidalsá 263 256 101 11%
Laxá i Dölum 244 78 93 --
*Þverá er upp um 39% frá í fyrra en Kjarrá upp um 106%. Einhverra hluta vegna eru þessar tvær ár taldar saman á vef Landssambands veiðifélaga en sitt í hvoru lagi á angling iQ sem er eðlilegra þar sem þær eru seldar sitt í hvoru lagi.
**Ekki komnar nýjar tölur í Urriðafossi.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |