Stærsti til þessa líklega endurkomulax

Tim Racie með hrygnuna. Hún er býsna frábrugðin þeim silfurgljáandi …
Tim Racie með hrygnuna. Hún er býsna frábrugðin þeim silfurgljáandi löxum sem við höfum verið að birta myndir af síðustu vikurnar. Hrygna af þessari stærðargráðu er dýrmæta fyrir hvaða á sem er. Ljósmynd/Hafsteinn Már Sigurðsson

Stærsti laxinn til þessa í Mýrarkvísl í sumar er hundrað sentímetra hrygna sem veiddist á Höfðaflúð fyrir tveimur dögum. Þetta er merkilegur fiskur fyrir þær sakir að líklegast er þetta endurkomulax. Sem sagt hrygna sem hrygndi síðastliðið haust og gekk til sjávar og dvaldi þar einhverja mánuði og gekk svo í ána að nýju.

„Þetta var æsispennandi. Þetta er fyrsti veiðistaðurinn fyrir ofan laxastiga og hefur ekki verið að gefa mikið upp á síðkastið. En ég var með tvær stangir í leiðsögn þarna og sendi aðra niður í Höfðaflúð. Tim Racie heitir veiðimaðurinn og hann var með Green but hitch. Þessi fiskur tók og upphófst magnaður bardagi. Fiskurinn fór niður í hylnum og nánast niður á fossbrún. Þá hefði þetta verið tapaður leikur,“ sagði Hafsteinn Már Sigurðsson, leiðsögumaður sem var að aðstoða Tim og félaga hans.

Endurkomulaxar eru með öðruvísi doppur á hausnum og auðþekkjanlegir í samanburði við nýgengna laxa. Þessi stórlax er líka með græna slikju á sér sem bendir til þess að hann kunni að hafa verið nokkurn tíma í þara.

Alvöru blaðka á þessari stóru hrygnu. Litlu mátti muna að …
Alvöru blaðka á þessari stóru hrygnu. Litlu mátti muna að hún færi niður fossinn, eins og Hafsteinn Már lýsir. Þá hefði þetta verið töpuð viðureign. Ljósmynd/Hafsteinn Már Sigurðsson

„Já. Við erum allir sammála um að þetta er endurkomulax. Ég mældi hann fimm sinnum. Fyrsta mæling í háfnum sagi 105 sentímetrar og ég bara vó. Ég átti alls ekki von á að hann væri svona stór. Ég mældi hann aftur í háfnum og þá var hann 99. Við tókum hann þá úr háfnum og mældum hann og sléttir hundrað sentímetrar var niðurstaðan í þríendurtekinni mælingu. Ég átti ekki á von á þessari lengd því að ég náði utan um stirtluna á henni með herkjum.“ upplýsti Hafsteinn í samtali við Sporðaköst.

Endurkomu hrygna af þessari stærð er gríðarlega verðmæt fyrir ána. Þessar allra stærstu láta frá sér stór hrogn sem eiga nýtast ánni vel. Ef hún hrygnir aftur í haust eins og hún virðist stefna að þá er hún ein og sér búin að leggja til tvo árganga af seiðum sem eiga góða afkomumöguleika.

Ein listræn mynd í lokin. Þetta er alvöru belja eins …
Ein listræn mynd í lokin. Þetta er alvöru belja eins og góður maður sagði einhverju sinni. Ljósmynd/Hafsteinn Már Sigurðsson

Þeir veiðast ekki margir svona stórir í Mýrarkvísl, eða yfir höfuð á Íslandi. Síðasti fiskur í þessum stærðarflokki í kvíslinni veiddist 30. september árið 2020 og þar var að verki Matthías Þór Hákonarson, leigutaki og leiðsögumaður. Sá stórvaxni hængur tók fluguna Scary Ghost.

111 sentímetra hrygna?

Í rafrænu veiðibókinni, angling iQ er skráð 111 sentímetra hrygna í Svartá. Hún er bókuð í Krókeyrarhyl og flugan er Græn Flúð kvart tommu kónn. Ýmsir hafa bent Sporðaköstum á þessa skráningu og þyrstir marga í að vita meira. Er hér með auglýst eftir þeim veiðimanni sem bókaði þennan fisk. Engar myndir hafa birst af þessari einhverri stærstu hrygnu sem sögur fara af.

Uppfært 

Sporðaköst þakka lesendum fyrir ábendingar vegna hrygnunar úr Svartá sem nefnd er hér að ofan. Myndum hefur verið deilt af henni á samfélagsmiðlum og það var Berglind Icey sem landaði umræddum fiski.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka