Það eru ekki bara stóru laxveiðiárnar sem eru að bæta við sig. Margar af minni ánum eru með góða aukningu og sumar hverjar mjög mikla bætingu frá í fyrra. Meðfylgjandi er listi yfir stöðuna í 29 laxveiðiám og vatnasvæðum. Upplýsingar eru fengnar af vef Landssambands veiðifélaga, angling.is og einnig úr rafrænu veiðibókinni angling iQ.
Þegar tölfræðin er skoðuð úr þessum ám blasa við margvíslegar áhugaverðar staðreyndir. Laxá í Dölum er með nær þrefalda veiði á við í fyrra, á þessum tíma.
Svalbarðsá var með 97 laxa viku á tímabilinu 17. til 24. júlí. Þar er veitt á þrjár stangir.
Hrútafjarðará er upp um 228% milli ára.
Árnar á sunnanverðu Snæfellsnesi, Haffjarðará, Hítará og Straumfjarðará eru ekki að njóta þeirrar aukningar sem Vesturlandið er almennt að fá. Þannig er Haffjarðará hundrað löxum undir síðasta ári í samanburðinum. Hítará er með 33% minni veiði og Straumfjarðará er á svipuðum stað og í fyrra.
Árnar á höfuðborgarsvæðinu njóta líka misjafns gengis. Á meðan að Elliðaárnar eru með aukningu upp á 33% þá er Korpa upp um 12% en Leirvogsá er niður um 36%.
Svipuð staða er uppi í Þistilfirðinum. Sandá og Svalbarðsá eru báðar að skila góðri aukningu milli ára á meðan að Hafralónsá er niður um 36%. Það er einungis Blanda sem er með meiri niðursveiflu en hún er niður um rúm fimmtíu prósent frá lélega árinu í fyrra. Aftur á móti er veiðin í Svartá meiri, en um svo fáa laxa er að ræða að slíkur samanburður er vart marktækur en veit vonandi á gott.
Vatnsdalsá lenti fyrir mistök á þessum lista en hefði átt að vera í topp tuttugu. Þar má sjá mikla aukningu í veiði milli ára. Þann 24. voru komnir 238 laxar úr Vatnsdal en þann 26. júlí í fyrra voru þeir 148.
Veiðitölurnar miðast við veiði að loknum veiðidegi 24. júlí. Dálkur tvö er veiði í þessum ám á sama tíma í fyrra. Raunar munar tveimur dögum því angling.is birtir alltaf tölur á fimmtudögum og það bar upp á 26. júlí í fyrra. Allar þessar ár eiga því tvo daga inni. Þriðji dálkurinn er svo fjöldi veiddra laxa vikuna 17. – 24. júlí. Síðasti dálkurinn segir til um prósentubreytingu milli ára, þar sem sú tala er tiltæk.
Vatnasvæði Veiddir laxar 2023 Vikan Breyting %
Vatnsdalsá 238 148 77 --
Laxá í Dölum 214 78 63 --
Flókadalsá 185 95 35 --
Haukadalsá 177 119 52 47%
Andakílsá 172 63 44 --
Svalbarðsá 166 107 97 --
Skjálfandafljót 157 -- 49 --
Brennan 135 95 12 45%
Blanda 127 267 55 -52%
Sandá í Þistilfirði 125 107 56 34%
Straumar 122 58 21 112%
Hítará 119 167 23 -33%
Miðfjarðará í Bakkaf. 116 97 34 20%
Hrútafjarðará 115 37 63 228%
Straumfjarðará 114 117 18 7%
Hólsá Austurbakki 102 107 41 --
Leirvogsá 98 125 26 -36%
Úlfarsá (Korpa) 87 79 11 12%
Miðá í Dölum 83 51 32 67%
Hafralónsá 81 144 46 -36%
Mýrarkvísl 63 -- 25 --
Skuggi 59 53 6 --
Gljúfurá í Borgarf. 56 44 23 --
Flekkudalsá 55 -- 23 --
Fnjóská 34 -- 22 --
Laugardalsá 28 -- 5 --
Svartá í Húnavatnss. 21 32 14 58%
Fljótaá 12 -- 5 -60%
Þverá í Fljótshlíð 7 -- 7 --
Þar með er tæmdur listinn sem angling.is birti í gær. Misjafnt er hvað er til af gögnum yfir þær ár sem neðarlega eru á listanum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |