Fyrstu haustboðarnir láta á sér kræla

Falleg sjóbirtingshrygna sem veiddist í Eldvatni í gær. 84 sentímetrar …
Falleg sjóbirtingshrygna sem veiddist í Eldvatni í gær. 84 sentímetrar að lengd og ummál mældist 46. Ljósmynd/Jón Hrafn Karlsson

Eins og lóan er hjá mörgum vorboðinn þá eru fyrstu sjóbirtingarnir í Skaftafellssýslunum haustboðarnir. Jón Hrafn Karlsson, einn af leigutökum Eldvatnsins í Meðallandi var að taka út stöðuna á ánni og slóðum og slíku í gær. Hann kastaði fyrir birting í leiðinni til að kanna hvort hann væri kominn. Það stóð heima enda hefðbundinn tími runninn upp að undanfararnir vitji heimkynna sinna.

Jón Hrafn setti fljótlega í fisk og það var eðal eintak. Nýrunnin hrygna, silfruð úr sjó. Hún mældist 84 sentímetrar og ummálið reyndist 46. Veiði í Eldvatninu hefst um eða upp úr verslunarmannahelgi.

Það styttist í að hjólin öskri í Eldvatninu og fleiri …
Það styttist í að hjólin öskri í Eldvatninu og fleiri ám í Skaftafellssýslum sem geyma sjóbirtinga. Þessi mynd er úr Hundavaði í gær. Hann er mættur haustboðinn. Ljósmynd/Jón Hrafn Karlsson

Sjóbirtingsárnar fyrir austan eru með tvískipt veiðitímabil. Flestar opna fyrir vorveiði 1. apríl og stendur sú veiði fram í miðjan maí, en þá er megnið af sjóbirtingnum genginn niður og til sjávar. Í byrjun ágúst opna þessar sömu ár svo aftur og þá eru fyrstu sjóbirtingarnir mættir eins og staðfestist hjá Jóni Hrafni í Eldvatninu í gær.

Hrygnan fékk frelsið eins og allur sjóbirtingur sem veiðist í …
Hrygnan fékk frelsið eins og allur sjóbirtingur sem veiðist í Eldvatni. Sleppingar á birtingi hafa svo sannarlega sannað ágæti sitt og fiskur á svæðinu fer mjög stækkandi. Ljósmynd/Jón Hrafn Karlsson

Það kann einhverjum að finnast fyrirsögn um haustboða í lok júlí vera býsna neikvæð. En sumarið okkar er meira en hálfnað og fyrstu dimmu næturnar raungerast í byrjun ágúst. Dagur hefur verið að styttast í rúman mánuð og haustið er framundan. Það er því meira áríðandi en nokkru sinni fyrr að njóta þeirra sólardaga sem framundan eru, komi þeir á annað borð.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert