Stærstu urriðarnir yfir tólf pund

Helga Gísladóttir með bolta úr Veiðivötnum í sumar. Þessi mældist …
Helga Gísladóttir með bolta úr Veiðivötnum í sumar. Þessi mældist 2,6 kíló. Þeir stærstu hafa farið yfir sex kíló. Ljósmynd/HG

Tveir þriðju hlutar veiðitímans í Veiðivötnum á Landmannaafrétti eru nú að baki. Veiðin hefur verið með ágætum en þó töluvert undir veiði síðasta árs sem var það þriðja besta frá árinu 1965 samkvæmt tölfræði á heimasíðu Veiðivatna. Veiði hófst 18. júní og nú er sjöttu vikunni lokið. Samtals hafa veiðst 16.764 fiskar það sem af er veiðitímanum. 7.925 urriðar eru skráðir í bók og 8.839 bleikjur.

Á veiðiskýrslu Veiðivatna eru 25 vötn og er afar misjafnt hversu vel þau hafa gefið. Litlisjór og Stóra Fossvatn hafa gefið meira en helminginn af allri urriðaveiðinni með samtals tæplega 4.700 fiska. Langavatn, Nýjavatn og Snjóölduvatn hafa gefið mestu bleikjuveiðina og eru tvær af hverjum þremur bleikjum sem veiðst hafa, í þeim þremur vötnum.

Draumastund á Landmannaafrétti. Hægur vindur og þokkalegt hitastig. Þá geta …
Draumastund á Landmannaafrétti. Hægur vindur og þokkalegt hitastig. Þá geta ævintýrin gerst. Verð á veiðileyfum í Veiðivötnum er hófstillt og veiðivon mjög góð. Ljósmynd/Helga Gísladóttir

Ef við horfum til stærstu fiskanna þá mældist stærsti urriðinn til þessa 6,2 kíló og veiddist hann í Skeifunni. Stóra Skálavatn hefur gefið fisk sem vigtaði 6,1 kíló og bæði Hraunvötn og Litlisjór hafa verðlaunað veiðimenn með fimm kílóa urriðum. Þetta eru engir smá silungar. Fimm punda silungur er magnaður á stöng, hvað þá þegar þeir eru orðnir enn stærri.

Meðalþyngdin það sem af er sumri er hæst í Pyttlum 1,65 kíló og Hraunvötnum 1,59 kíló. Raunar hafa bara veiðst tuttugu urriðar í Pyttlum en þeir sem gefa sig eru greinilega góðir.

Stærsta bleikjan til þessa veiddist í Breiðavatni og var hún 3,25 kíló. Þar er einmitt hæstu meðalþyngd bleikju að finna og er hún 0,69 kíló. Af vötnunum 25 hafa níu þeirra gefið bleikju en aðeins eitt hefur ekki gefið urriða og er það Krókspollur.

Veiðivötn eru heillandi heimur fyrir veiðimenn og fjölbreytni er mjög mikil. Fólk sem byrjar að stunda vötnin er sammála um að þau toga sífellt meira og meira í veiðimenn. Fyrir áhugasama er fínt að skoða heimasíðuna veidivotn.is. Þar er að finna allar upplýsingar um veiði, veiðileyfi, gistimöguleika og umgengni.

Hér má sjá heildarveiði í Veiðivötnum frá árinu1965. Síðasta súlan …
Hér má sjá heildarveiði í Veiðivötnum frá árinu1965. Síðasta súlan er sumarið 2023 og er hún þriðja hæsta súlan og stendur fyrir tæplega 34 þúsund silunga á stöng og í net. Ljósmynd/veidivotn.is

Veiðin í fyrra var með afbrigðum góð og veiddust samtals 23,372 á stangveiðitímanum, sem lýkur 20. ágúst. Þegar vertíðinni lauk eftir netaveiðitímabilið sem stendur fram til 17. september kom í ljós að 33,798 fiskar höfðu verið veiddir. Eins og fyrr segir er sumarið 2023 þriðja besta veiðisumarið og aðeins árin 2009 og 2010 gáfu meiri veiði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert