„Ég verð bara að segja það. Guði sé lof fyrir smálaxinn núna. Við þurftum svo sannarlega á þessu að halda. Verðlagið og léleg veiði var hreinlega komið að þolmörkum. Ef við hefðum fengið enn eitt lélegt ár hefði salan í vetur á veiðileyfum orðið gríðarlega erfið. Salan fyrir þetta veiðitímabil var erfiðari en oftast áður og mikið var af lausum stöngum í mörgum góðum laxveiðiám,“ sagði Þröstur Elliðason leigutaki Hrútafjarðarár og Jöklu. Báðar þessar ár eru á miklu betra róli en síðustu ár. Meiri fiskur og þar af leiðir betri veiði.
Jökla mun væntanlega í fyrsta skipti fara yfir þúsund laxa og er það ekki síst fyrir þá stöðu að ekki er von á yfirfalli úr Hálslóni sem gerir Jöklu nánast óveiðandi.
Hrútafjarðará er að skila yfir tvö hundruð prósent betri veiði en í fyrra og þarf að fara mörg ár aftur til að finna sambærilega veiði í henni. hún hefur gefið 150 laxa á móti ríflega 50 í fyrra á sama tíma.
Hér að neðan er listi yfir 29 laxveiðiár og samanburð á veiði í þeim miðað við sama tíma í fyrra. Laxá í Dölum er efst á þessum seinni lista sem við birtum upp úr vikutölum af angling.is sem er vefur Landssambands veiðifélaga og birtir allt sumarið vikutölur úr fimmtíu laxveiðiám.
Dalirnir eru með nánast þrefalda veiði á við árið í fyrra. Er hún að nálgast þrjú hundruð laxa en var á sama tíma í fyrra með um hundrað laxa. Aðrar ár í Dölunum eru líka að sýna mikla aukningu. Haukadalsá er upp um fjörutíu prósent og Miðá er með hundrað prósent aukningu.
Andakílsá er með þrefalda veiði á við sama tíma í fyrra og er hún búin að gefa ríflega tvö hundruð laxa en var í sjötíu. Aðeins er veitt á tvær stangir í henni og er hvor stöng því búin að skila ríflega hundrað löxum í sumar. Það er fín veiði.
Veiðitölurnar miðast við veiði að loknum veiðidegi 31. júlí. Dálkur tvö er veiði í þessum ám á sama tíma í fyrra. Raunar munar tveimur dögum því angling.is birtir alltaf tölur á fimmtudögum og það bar upp á 2. ágúst í fyrra. Allar þessar ár eiga því tvo daga inni. Þriðji dálkurinn er svo fjöldi veiddra laxa vikuna 24. – 31. júlí. Síðasti dálkurinn segir til um prósentubreytingu milli ára, þar sem sú tala er tiltæk.
Vatnasvæði Veiddir laxar 2023 Vikan Breyting %
Laxá í Dölum 284 102 70 --
Svalbarðsá 219 176 53 --
Haukadalsá 218 147 41 53%
Andakílsá 217 74 45 --
Flókadalsá 205 130 20 --
Blanda 198 293 71 -30%
Skjálfandafljót 196 -- 39 --
Sandá í Þistilfirði 183 175 58 21%
Hítará 175 192 56 -16%
Straumfjarðará 170 134 56 29%
Miðfjarðará í Bakkaf. 165 130 49 40%
Hólsá Austurbakki 155 184 53 --
Hrútafjarðará 154 51 39 206%
Leirvogsá 144 180 46 -26%
Brennan 143 104 8 43%
Straumar 136 76 14 82%
Miðá í Dölum 120 58 37 105%
Úlfarsá (Korpa) 116 93 29 36%
Hafralónsá 114 153 33 -25%
Mýrarkvísl 112 -- 49 --
Flekkudalsá 85 -- 30 --
Gljúfurá í Borgarf. 70 54 14 --
Skuggi 66 56 7 --
Fnjóská 55 -- 21 --
Svartá í Húnavatnss. 41 42 20 -3%
Laugardalsá 31 -- 3 --
Þverá í Fljótshlíð 21 -- 14 --
Affall 15 -- 15 --
Fljótaá 14 51 2 -69%
Þar með er tæmdur listinn sem angling.is birti í gær. Misjafnt er hvað er til af gögnum yfir þær ár sem neðarlega eru á listanum.
Sporðaköst benda á að sjálfsagt er að taka fleiri ár inn á listann ef menn vilja koma veiðitölum á framfæri. Einfaldast að senda tölvupóst á eggertskula@mbl.is og tilgreina þá upplýsingar um laxveiðina til þessa. Einnig er fínt að fá tölu yfir hver staðan var á sama tíma í fyrra.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |