Laxveiðin áfram í góðum gír

Hilmar Hansson tók þátt í veislunni miklu í Dölunum þegar …
Hilmar Hansson tók þátt í veislunni miklu í Dölunum þegar 116 laxar veiddust á tveimur dögum. Laxá í Dölum skilaði 260 laxa veiði á síðustu sjö dögum. Veiðin er margföld á við í fyrra. Ljósmynd/Oddný Elín Magnadóttir

Laxveiðin í sumar er betri en síðustu fimm ár og virðist ætla að verða ætt við sumarið 2018. Það er síðasta góða árið sem hægt er að tala um. Eftir það hafa komið fimm mögur ár. Hér að neðan er að finna lista yfir 22 aflahæstu árnar og samanburð við fyrra ár.

Margt áhugavert má sjá út úr þessum tölum. Ytri–Rangá er aflahæsta áin eftir vikuna og gaf hátt í fimm hundruð laxa. Heildarveiðin í henni er nokkuð betri en á sama tíma í fyrra. Nágranni hennar Eystri–Rangá er ekki í jafn góðum málum. Hún gaf 150 laxa í síðustu viku og er hún töluvert undir veiðinni samanborið við í fyrra. Eystri var mjög lituð í vikunni og duttu út að minnsta kosti tveir veiðidagar og hefur það vissulega áhrif. Engu að síður er samanburðurinn við Ytri mjög óhagstæður.

Þverá/Kjarrá væru í næsta sæti með 1496 laxa sem er töluvert meiri veiði en allt sumarið í fyrra þegar þær gáfu samtals 1306 laxa. Nú hins vegar eru þær bókaðar sitt í hvoru lagi á angling iQ og gefur það greinabetri upplýsingar um hvort svæði fyrir sig. Kjarrá er upp um 143 prósent miðað við sama tíma í fyrra og Þverá er með 51% meiri veiði. Þær sitja í sjötta og sjöunda sæti listans.

Nokkrir 95 sentímetra laxar hafa veiðst í Miðfjarðará í sumar. …
Nokkrir 95 sentímetra laxar hafa veiðst í Miðfjarðará í sumar. Hér er Rafn Valur Alfreðsson með 95 sentímetra hrygnu sem hann fékk í Skiphyl í vikunni. Miðfjarðará er að ná lokatölu síðasta árs. Ljósmynd/Jóhann Birgisson

Miðfjarðará er með tvöfalda veiði á við stöðuna í fyrra. Þar eru komnir 1290 laxar á land og heildarveiðin í fyrra 1334 laxar. Vatnar bara 44 laxa upp á til að jafna þá tölu. Líkast til næst það í dag eða á morgun. Miðfjarðará gaf nítján laxa í morgun.

Norðurá er komin fram úr lokatölunni í fyrra. Hefur þegar gefið níutíu löxum meira en allt sumarið í fyrra. Kærkomin bót og aukningin milli ára nemur 70%. Vikuveiðin var 146 laxar

Langá er ein áin til sem komin er fram úr heildarveiði síðasta sumars. Nýliðin vika gaf 126 laxa veiði í Langá og styttist í fjögurra stafa tölu á Mýrunum.

Ár sem gaman verður að fylgjast með á næstunni, eru Jökla sem komin er vel yfir sumarveiðina í fyrra. Enda var skollið á yfirfall á þessum tíma 2023. Hörkuveiði er í Jöklu núna og í morgun var landað 29 í henni. Laxá í Dölum er á nýjum slóðum í samanburði við árið í fyrra. Nú eru komnir 544 laxar úr henni en voru 119 á sama tíma í fyrra. Vikuveiðin var mögnuð eða  260 laxar.

Stórlax úr Jöklu sem veiddist í síðustu viku. Mjög góð …
Stórlax úr Jöklu sem veiddist í síðustu viku. Mjög góð veiði er í henni núna og fyrir hádegi í dag gaf Jökla 29 laxa. Þetta verður metár í Jöklu. Ljósmynd/Þröstur Elliðason

Þær eru margar skemmtilegar sögur sem birtast í tölfræði vikunnar. Við höfum nefnt nokkrar hér að ofan en veiðin hefur glæðst mjög í Húnvatnssýslunum og sama er að segja um syðsta hluta vesturlandsins. Kjósin er með flotta veiði og hefur gefið tvo fyrir einn miðað við sama tíma í fyrra. Laxá í Leirársveit er með fimm hundruð laxa nú miðað við 197 í fyrra og vantar ekki nema fimm laxa til að ná heildarveiðinni í fyrra. Þegar þetta birtist er sú tala líkast til jöfnuð.

Hér er listi yfir tuttugu efstu árnar. Listinn er nú farinn að taka á sig afgerandi mynd og veiðin víðast hvar betri en á sama tíma í fyrra. Í nokkrum ám er hún mun betri, jafnvel miklu betri. Fyrsti dálkurinn er talan í viðkomandi á í lok dags í gærkvöldi, 7.ágúst. Dálkur tvö, veiðin í fyrra segir til um hver talan var í loks dags 9. ágúst í fyrra. Þriðji dálkurinn er svo veiðin síðustu sjö daga, samkvæmt tölum frá angling.is sem er vefur Landssambands veiðifélaga. Fjórði og síðasti dálkurinn segir til um prósentubreytingu miðað við 7. ágúst 2023 þar sem þær upplýsingar eru fáanlegar.  

Vatnasvæði        Veiddir laxar    Veiðin 2023    Vikuveiðin    Breyting í %

Ytri–Rangá            1674             1419                 483              --  

Miðfjarðará           1290               680                 257            102%

Norðurá                1175               710                 146             70% 

Eystri–Rangá          875              1170                 150               --

Langá á Mýrum       766               433                 126              77%

Þverá í Borgarf.       763               504                  80              51%

Kjarrá                    733               302                  89             143%

Urriðafoss              719*              661                   --                --

Selá í Vopnafirði      687               688                 149               8%

Jökla                      658               433                 184              52%

Laxá á Ásum           621               420                 101                --

Elliðaár                   594               419                  83               46%

Grímsá                   585                331                109               --

Haffjarðará             566                 642                115              --

Laxá í Dölum          544                 119                260               --

Laxá í Kjós             524                 230                 57             102%

Hofsá                     518                 623                156             -14%

Víðidalsá                508                  361               147              51%

Laxá í Leirársveit    501                  197                 56              --

Laxá í Aðaldal         466                  379               106              29%

Vatnsdalsá              390                  212                74               --

Stóra Laxá              359                  162                36              392%

Á morgun förum við svo yfir restina af listann á angling.is en þar eru líka margar jákvæðar fréttir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert