Laxveiðin áfram í góðum gír

Hilmar Hansson tók þátt í veislunni miklu í Dölunum þegar …
Hilmar Hansson tók þátt í veislunni miklu í Dölunum þegar 116 laxar veiddust á tveimur dögum. Laxá í Dölum skilaði 260 laxa veiði á síðustu sjö dögum. Veiðin er margföld á við í fyrra. Ljósmynd/Oddný Elín Magnadóttir

Laxveiðin í sum­ar er betri en síðustu fimm ár og virðist ætla að verða ætt við sum­arið 2018. Það er síðasta góða árið sem hægt er að tala um. Eft­ir það hafa komið fimm mög­ur ár. Hér að neðan er að finna lista yfir 22 afla­hæstu árn­ar og sam­an­b­urð við fyrra ár.

Margt áhuga­vert má sjá út úr þess­um töl­um. Ytri–Rangá er afla­hæsta áin eft­ir vik­una og gaf hátt í fimm hundruð laxa. Heild­ar­veiðin í henni er nokkuð betri en á sama tíma í fyrra. Ná­granni henn­ar Eystri–Rangá er ekki í jafn góðum mál­um. Hún gaf 150 laxa í síðustu viku og er hún tölu­vert und­ir veiðinni sam­an­borið við í fyrra. Eystri var mjög lituð í vik­unni og duttu út að minnsta kosti tveir veiðidag­ar og hef­ur það vissu­lega áhrif. Engu að síður er sam­an­b­urður­inn við Ytri mjög óhag­stæður.

Þverá/​Kjar­rá væru í næsta sæti með 1496 laxa sem er tölu­vert meiri veiði en allt sum­arið í fyrra þegar þær gáfu sam­tals 1306 laxa. Nú hins veg­ar eru þær bókaðar sitt í hvoru lagi á angling iQ og gef­ur það greina­betri upp­lýs­ing­ar um hvort svæði fyr­ir sig. Kjar­rá er upp um 143 pró­sent miðað við sama tíma í fyrra og Þverá er með 51% meiri veiði. Þær sitja í sjötta og sjö­unda sæti list­ans.

Nokkrir 95 sentímetra laxar hafa veiðst í Miðfjarðará í sumar. …
Nokkr­ir 95 sentí­metra lax­ar hafa veiðst í Miðfjarðará í sum­ar. Hér er Rafn Val­ur Al­freðsson með 95 sentí­metra hrygnu sem hann fékk í Skip­hyl í vik­unni. Miðfjarðará er að ná loka­tölu síðasta árs. Ljós­mynd/​Jó­hann Birg­is­son

Miðfjarðará er með tvö­falda veiði á við stöðuna í fyrra. Þar eru komn­ir 1290 lax­ar á land og heild­ar­veiðin í fyrra 1334 lax­ar. Vatn­ar bara 44 laxa upp á til að jafna þá tölu. Lík­ast til næst það í dag eða á morg­un. Miðfjarðará gaf nítj­án laxa í morg­un.

Norðurá er kom­in fram úr loka­töl­unni í fyrra. Hef­ur þegar gefið níu­tíu löx­um meira en allt sum­arið í fyrra. Kær­kom­in bót og aukn­ing­in milli ára nem­ur 70%. Viku­veiðin var 146 lax­ar

Langá er ein áin til sem kom­in er fram úr heild­ar­veiði síðasta sum­ars. Nýliðin vika gaf 126 laxa veiði í Langá og stytt­ist í fjög­urra stafa tölu á Mýr­un­um.

Ár sem gam­an verður að fylgj­ast með á næst­unni, eru Jökla sem kom­in er vel yfir sum­ar­veiðina í fyrra. Enda var skollið á yf­ir­fall á þess­um tíma 2023. Hörku­veiði er í Jöklu núna og í morg­un var landað 29 í henni. Laxá í Döl­um er á nýj­um slóðum í sam­an­b­urði við árið í fyrra. Nú eru komn­ir 544 lax­ar úr henni en voru 119 á sama tíma í fyrra. Viku­veiðin var mögnuð eða  260 lax­ar.

Stórlax úr Jöklu sem veiddist í síðustu viku. Mjög góð …
Stór­lax úr Jöklu sem veidd­ist í síðustu viku. Mjög góð veiði er í henni núna og fyr­ir há­degi í dag gaf Jökla 29 laxa. Þetta verður metár í Jöklu. Ljós­mynd/Þ​röst­ur Elliðason

Þær eru marg­ar skemmti­leg­ar sög­ur sem birt­ast í töl­fræði vik­unn­ar. Við höf­um nefnt nokkr­ar hér að ofan en veiðin hef­ur glæðst mjög í Hún­vatns­sýsl­un­um og sama er að segja um syðsta hluta vest­ur­lands­ins. Kjós­in er með flotta veiði og hef­ur gefið tvo fyr­ir einn miðað við sama tíma í fyrra. Laxá í Lei­rár­sveit er með fimm hundruð laxa nú miðað við 197 í fyrra og vant­ar ekki nema fimm laxa til að ná heild­ar­veiðinni í fyrra. Þegar þetta birt­ist er sú tala lík­ast til jöfnuð.

Hér er listi yfir tutt­ugu efstu árn­ar. List­inn er nú far­inn að taka á sig af­ger­andi mynd og veiðin víðast hvar betri en á sama tíma í fyrra. Í nokkr­um ám er hún mun betri, jafn­vel miklu betri. Fyrsti dálk­ur­inn er tal­an í viðkom­andi á í lok dags í gær­kvöldi, 7.ág­úst. Dálk­ur tvö, veiðin í fyrra seg­ir til um hver tal­an var í loks dags 9. ág­úst í fyrra. Þriðji dálk­ur­inn er svo veiðin síðustu sjö daga, sam­kvæmt töl­um frá angling.is sem er vef­ur Lands­sam­bands veiðifé­laga. Fjórði og síðasti dálk­ur­inn seg­ir til um pró­sentu­breyt­ingu miðað við 7. ág­úst 2023 þar sem þær upp­lýs­ing­ar eru fá­an­leg­ar.  

Vatna­svæði        Veidd­ir lax­ar    Veiðin 2023    Viku­veiðin    Breyt­ing í %

Ytri–Rangá            1674             1419                 483              --  

Miðfjarðará           1290               680                 257            102%

Norðurá                1175               710                 146             70% 

Eystri–Rangá          875              1170                 150               --

Langá á Mýr­um       766               433                 126              77%

Þverá í Borg­arf.       763               504                  80              51%

Kjar­rá                    733               302                  89             143%

Urriðafoss              719*              661                   --                --

Selá í Vopnafirði      687               688                 149               8%

Jökla                      658               433                 184              52%

Laxá á Ásum           621               420                 101                --

Elliðaár                   594               419                  83               46%

Grímsá                   585                331                109               --

Haffjarðará             566                 642                115              --

Laxá í Döl­um          544                 119                260               --

Laxá í Kjós             524                 230                 57             102%

Hofsá                     518                 623                156             -14%

Víðidalsá                508                  361               147              51%

Laxá í Lei­rár­sveit    501                  197                 56              --

Laxá í Aðal­dal         466                  379               106              29%

Vatns­dalsá              390                  212                74               --

Stóra Laxá              359                  162                36              392%

Á morg­un för­um við svo yfir rest­ina af list­ann á angling.is en þar eru líka marg­ar já­kvæðar frétt­ir.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert