Það er gaman þegar vel gengur, og það á svo sannarlega við í laxveiðinni þetta sumarið. Þegar við horfum til minni ánna þá eru víða að gerast skemmtilegir hlutir þar. Þegar við tölum um minni árnar er það fyrst og fremst vegna þess að þær eru vel flestar með færri stangir en þessar stóru. Hér að neðan er listi yfir veiðina í 28 ám. Margar þeirra eru með tvær til þrjár stangir og sumar aðeins fleiri.
Árnar sem eru efstar á listanum hafa allar gefið mjög góða veiði samanborið við veiðina í fyrra. Efst er Svalbarðsá með töluvert betri veiði en í fyrra. En númer tvö er Andakílsá með magnaða veiði. Tvær stangir þar hafa gefið 265 laxa. Á sama tíma í fyrra voru þeir 87. Þetta minnir á tilrauna veiðina sem var eftir umhverfisslysið. Þá gaf hún 661 lax á eina tilraunastöng. Það var sumarið 2020 og hafði tekist afar vel til með seiðasleppingar. Vandséð er að hún nái aftur þeirri veiði en hún er gleðja margan veiðimanninn langt umfram væntingar. Hún er komin langt fram úr heildarveiði síðasta árs sem var 177 laxar. Hér er hlekkur á frétt og myndband sem Sporðaköst unnu um Andakílsá sumarið 2020.
Ef við förum aðeins neðar í listann þá eru bæði Miðfjarðará í Bakkafirði og Hrútafjarðará búnar að topp veiði síðasta sumars þó að mikið sé eftir af veiðitímanum. Miðá í Dölum er að gefa miklu meiri veiði en í fyrra og sama má segja um Straumana og Brennuna sem hafa farið langt fram úr væntingum. Það helgast fyrst og fremst af góðum smálaxagöngum sem fara í gegnum þessi svæði á leið sinni í Norðurá og Þverá og Kjarrá.
Á listanum má líka sjá ár sem setja má spurningamerki við. Blanda er enn töluvert undir veiðinni í fyrra og Leirvogsá að sama skapi.
Veiðitölurnar miðast við veiði að loknum veiðidegi 7. ágúst. Dálkur tvö er veiði í þessum ám á sama tíma í fyrra. Raunar munar tveimur dögum því angling.is birtir alltaf tölur á fimmtudögum og það bar upp á 9. ágúst í fyrra. Allar þessar ár eiga því tvo daga inni. Þriðji dálkurinn er svo fjöldi veiddra laxa vikuna 1. – 7. ágúst. Síðasti dálkurinn segir til um prósentubreytingu milli ára, þar sem sú tala er tiltæk.
Vatnasvæði Veiddir laxar 2023 Vikan Breyting %
Svalbarðsá 276 214 57 --
Andakílsá 265 87 48 --
Haukadalsá 261 170 43 56%
Blanda 249 318 51 -21%
Skjálfandafljót 235 -- 39 --
Sandá í Þistilfirði 235 194 52 23%
Flókadalsá 230 146 25 --
Hítará 226 232 51 -6%
Miðfjarðará í Bakkaf. 209 146 44 55%
Hrútafjarðará 207 57 53 270%
Straumfjarðará 189 155 19 25%
Hólsá Austurbakki 187 296 32 --
Brennan 168 113 25 49%
Mýrarkvísl 164 -- 52 --
Hafralónsá 163 183 49 -8%
Leirvogsá 145 214 1 -33%
Straumar 143 83 7 76%
Úlfarsá (Korpa) 134 105 18 36%
Miðá í Dölum 131 67 11 118%
Flekkudalsá 98 -- 13 --
Gljúfurá í Borgarf. 94 68 24 --
Fnjóská 74 -- 19 --
Skuggi 74 63 8 --
Laugardalsá 49 -- 18 --
Svartá í Húnavatnss. 49 53 8 8%
Fljótaá 26 51 12 -49%
Affall 21 104 6 --
Þverá í Fljótshlíð 21 20 14 --
Þar með er tæmdur listinn sem angling.is birti í gær. Misjafnt er hvað er til af gögnum yfir þær ár sem neðarlega eru á listanum.
Sporðaköst benda á að sjálfsagt er að taka fleiri ár inn á listann ef menn vilja koma veiðitölum á framfæri. Einfaldast að senda tölvupóst á eggertskula@mbl.is og tilgreina þá upplýsingar um laxveiðina til þessa. Einnig er fínt að fá tölu yfir hver staðan var á sama tíma í fyrra.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |