Það eru miklar sveiflur í veiðinni þegar horft er til minni vatnasvæða í laxveiðinni. Bæði má sjá mikla aukningu á veiði frá því í fyrra en einnig samdrátt. Mun fleiri ár eru þó að bæta við sig. Þá eru nokkrar ár að sýna mikla aukningu frá því í fyrra. Andakílsá, Haukadalsá, Flókadalsá, Hrútafjarðará og Mýrarkvísl eru allar með miklu betri veiði en síðasta sumar.
Mýrarkvísl er komin í tvö hundruð laxa. Það er miklu meira en hún hefur verið að gefa á þessum tíma síðustu ár. Í fyrra var hún komin í níutíu laxa og svipuð var staðan sumarið 2022. Þetta gæti orðið besta ár í kvíslinni í nokkur ár. Hún er flokkuð sem síðsumarsá og framundan eru góðir dagar í henni.
Þó svo að vanti nýjustu tölurnar úr Andakílsá má vera ljóst að hún er að margfalda veiðina frá í fyrra. Hún er væntanlega í kringum þrjú hundruð laxa í dag. Var um miðjan ágúst í fyrra að nálgast hundrað laxa.
En það má líka sjá ár sem eru með mun lélegri veiði en í fyrra. Leirvogsá, Fnjóská og Affallið eru mikið niður miðað við sama tíma í fyrra. Leirvogsá er með þrjátíu prósent færri fiska en á sama tíma og í fyrra. Fnjóská er með hundrað laxa en var komin yfir tvö hundruð um miðjan ágúst síðasta sumar. Affallið er langt á eftir í samanburðinum.
Veiðitölurnar miðast við veiði að loknum veiðidegi 14. ágúst. Dálkur tvö er veiði í þessum ám á sama tíma í fyrra. Raunar munar tveimur dögum því angling.is birtir alltaf tölur á fimmtudögum og það bar upp á 16. ágúst í fyrra. Allar þessar ár eiga því tvo daga inni. Þriðji dálkurinn er svo fjöldi veiddra laxa vikuna 7. – 14. ágúst. Síðasti dálkurinn segir til um prósentubreytingu milli ára, þar sem sú tala er tiltæk.
Vatnasvæði Veiddir laxar 2023 Vikan Breyting %
Svalbarðsá 308 223 32 --
Haukadalsá 281 183 20 54%
Skjálfandafljót 272 -- 37 --
Sandá í Þistilfirði 272 218 37 31%
Blanda 271 318 22 -21%
Andakílsá * 265 91 -- --
Flókadalsá 260 155 30 --
Hítará 260 244 34 3%
Hrútafjarðará 255 73 48 270%
Miðfjarðará í Bakkaf. 247 146 38 46%
Hólsá Austurbakki 237 341 50 --
Straumfjarðará 212 172 23 31%
Mýrarkvísl 200 90 36 --
Hafralónsá 197 211 34 -8%
Brennan 186 118 18 59%
Leirvogsá 171 236 28 -28%
Úlfarsá (Korpa) 134 105 18 41%
Straumar 157 85 14 87%
Miðá í Dölum 140 67 9 118%
Flekkudalsá 120 -- 22 --
Gljúfurá í Borgarf. 111 77 17 --
Fnjóská 99 206 25 --
Skuggi 76 64 2 --
Laugardalsá 60 -- 11 --
Svartá í Húnavatnss. 52 59 3 8%
Fljótaá 39 74 13 -47%
Affall 35 131 14 --
Þverá í Fljótshlíð * 21 20 14 --
* Vantar nýjar tölur.
Þar með er tæmdur listinn sem angling.is birti í gær. Misjafnt er hvað er til af gögnum yfir þær ár sem eru neðarlega á listanum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |