Þúsundkallarnir raðast inn á Vesturlandi

Kátur karl. Karl Lúðvíksson með þúsundasta laxinn sem veiðist í …
Kátur karl. Karl Lúðvíksson með þúsundasta laxinn sem veiðist í Langá í sumar. Hann veiddist í gær í Lækjarósi. Ekki sá stærsti en sá merkilegasti í langan tíma. Ljósmynd/Karl Lúðvíksson

Það er gaman þegar vel gengur. Sumarið 2024 er það besta í laxveiði frá því 2018. Þetta sést best á veiðitölum og nú eru „þúsundkallarnir“ víða að raðast inn. Lax númer þúsund veiddist í Langá á Mýrum í gær og þann merkisfisk fékk Karl Lúðvíksson, Kalli Lú í Lækjarósi á svartan Frances míkró kón. Langá fór síðast í fjögurra stafa tölu sumarið 2022 en allt stefnir í betra sumar en þá var.

Lax númer tvö þúsund úr Þverá/Kjarará. Kristján Björn Þórðarson var …
Lax númer tvö þúsund úr Þverá/Kjarará. Kristján Björn Þórðarson var þess heiðurs aðnjótandi að landa honum. Ljósmynd/Kristján Björn Þórðarson

Þverá/Kjarará fékk þúsundkall númer tvö í morgun. Þegar veiðimenn hófu veiðar þar í morgun við góðar aðstæður var búið að landa 1998 löxum. „Það er óumflýjanlegt að lax númer tvö þúsund landist núna á morgunvakinni,“ sagði Egill Ástráðsson staðarhaldari við Þverá í samtali við Sporðaköst snemma í morgun. Það varð líka raunin. Lax númer 2000 veiddist í Gatinu, á efsta svæðinu í Kjarrá og þar var að verki Kristján Björn Þórðarson. Fiskurinn var sjötíu sentímetar og tók Collie Dog flugu númer 14.

Fleiri ár eru alveg við það að ná þúsundasta laxinum. Laxá í Dölum er við þröskuldinn. Jökla er komin vel yfir níu hundruð. Miðfjarðará er að nálgast tvö þúsund. Hofsá á enn aðeins í land en mun ná þúsund í september, ef að líkum lætur. Líkast til styttist í þrjú þúsundasta laxinn í Ytri Rangá. Fleiri ár munu ná þessu, ef guð lofar. Laxá í Kjós, spurning hvernig haustið verður í Stóru–Laxá. Hún datt í 500 í gær. En september er oft hennar sterkasti tíma. Spyrjum að leikslokum þar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert