Besta laxveiðitímabilið frá 2018

Allt stefnir í að Jökla verði opin út veiðitímabilið. Það …
Allt stefnir í að Jökla verði opin út veiðitímabilið. Það hefur ekki gerst síðustu ár, þar sem yfirfall úr Hálslóni hefur tekið fyrir veiðina. Nú er Jökla að nálgast þúsund laxa veiði. Ljósmynd/Morgunblaðið

Laxveiðin í sumar hefur víða farið fram úr væntingum og í nokkrum ám hressilega. Dæmi eru um ár með þrefalda veiði samanborið við sumarið í fyrra. Margar eru að gefa tvöfalda veiði og heilt yfir er allt sem bendir til þess að sumarið sé það besta frá því 2018. Árin 2019 til og með 2023 hafa verið langt undir meðaltalsveiði. 

Hér að neðan er listi yfir þrjátíu laxveiðiár, sem við köllum stundum minni árnar. En það stafar af því að um er að ræða svæði með færri stöngum og eru oft á tíðum mun minni vatnasvæði en þekktustu laxveiðiárnar. Það breytir því þó ekki að margar af þessum ám bjóða úrvals veiði miðað við stangafjölda.

Nú þegar svo langt er liðið á veiðitímann er þessi aukning staðfest. Hvað sem gerist héðan af er ljóst að árið 2024 er það besta frá veiðisumrinu 2018. Það mun ekki sjást fyrr en lokatölur liggja fyrir hvoru megin það lendir í þeim samanburði.

Þrír fyrir einn í nokkrum ám

Þær ár sem eru með mestu aukninguna milli ára, miðað við stöðuna í dag, eru án efa Laxá í Dölum, Hrútafjarðará, Andakílsá, Mýrarkvísl og margar fleiri. Laxá í Dölum er komin yfir þúsund laxa en var aðeins með þriðjung þess afla á sama tíma í fyrra. Það þýðir að stöng sem skilaði níu löxum í fyrra á þremur dögum, hefur í sumar verið með 27 laxa. Miðað við meðaltalstölur.  Hrútafjarðaráin var ekki komin í hundrað laxa í byrjun september í fyrra en er nú að nálgast óðfluga þrjú hundruð laxa. Svipuð staða er uppi í Andakílsá. Hún var í 120 löxum á þessum tíma í fyrra en er nú búin að jafna lokatölu síðasta sumars, með 347 laxa. September í fyrra gaf þar tæplega hundrað laxa.

Mýrarkvísl er að eiga sitt besta ár í langan tíma og er nú að nálgast þrjú hundruð laxa en var á þessum tíma í fyrra í 150 fiskum.

Jökla er í kringum 950 og búin að slá rækilega út bestu veiði sem hún hefur gefið, sem var 815 laxar sumarið 2015.

Miklar sveiflur hafa verið í veiði í Stóru Laxá síðustu ár en ljóst að hún er að eiga gott sumar og stefnir í spennandi lokatölu þar því september hefur oft verið hennar sterkasti mánuður. Aukningin í veiði í Stóru milli ára er ríflega hundrað prósent. Nú er hún í 500 löxum en var á sama tíma í fyrra í 211.

Fyrsti lax sumarsins í Elliðaánum þetta sumarið tók við Breiðuna. …
Fyrsti lax sumarsins í Elliðaánum þetta sumarið tók við Breiðuna. Allir vonuðust eftir góðu sumri og þær vonir hafa ræst. Nú hefur borgarperlan gefið 815 laxa og er það besta veiði frá 2018. Aukningin miðað við síðasta sumar er í dag 50%. mbl.is/Árni Sæberg

Stóru árnar, eins og Þverá/Kjarará og Miðfjarðará eru með mikla aukningu. Í dag mælist aukningin milli ára í Miðfjarðará 95% en í Þverá/Kjarará 86%. Tölur sem svo sannarlega er tekið eftir. Selá og Hofsá í Vopnafirði áttu gott ár í fyrra og eru að fylgja því eftir. Selá með betri veiði en Hofsá rétt svo undir í samanburðinum.

Líka vonbrigði inn á milli

Ef við lítum til Rangánna þá er þeirra hlutskipti ólíkt. Ytri–Rangá er að eiga betra sumar en í fyrra og er veiðin að nálgast þrjú þúsund laxa. Þeim áfanga náði hún ekki fyrr en langt var liðið á september í fyrra. Málum er öfugt farið í þeirri Eystri. Þar er veiðin töluvert undir því sem var í fyrra. Fjórtán hundruð laxar nú á móti sautján hundruð í fyrra.

Fleiri vonbrigði má sjá í sumar þó að góðu fréttirnar séu fjölmargar. Vatnasvæði Blöndu og Svartár er áhyggjuefni svo ekki sé meira sagt. Blanda er ekki svipur hjá sjón og er enn tuttugu prósent undir veiðinni í fyrra sem var mjög léleg. Svartá er sömuleiðis ekki að standa undir eðlilegum væntingum.

Affallið er dapurt í sumar og sama má segja um Þverá en þessar ár byggja á seiðasleppingum og virðist eitthvað hafa misfarist þar miðað við árin þar sem veiðin var mjög góð.

Veiðitöl­urn­ar hér að neðan miðast við veiði að lokn­um veiðidegi 28. ágúst. Dálk­ur tvö er veiði í þess­um ám á sama tíma í fyrra. Raun­ar mun­ar tveim­ur dög­um því angling.is birt­ir alltaf töl­ur á fimmtu­dög­um og það bar upp á 30. ágúst í fyrra. All­ar þess­ar ár eiga því tvo daga inni. Þriðji dálk­ur­inn er svo fjöldi veiddra laxa vik­una 21. – 28. ágúst. Síðasti dálkurinn segir til um prósentubreytingu milli ára, þar sem sú tala er tiltæk.

Vatna­svæði         Veidd­ir lax­ar   2023       Vikan    Breyting %

Skjálf­andafljót            353          --            36          --

Anda­kílsá                   347         118          31          --

Sval­b­arðsá                 335         252          27          --

Hauka­dalsá                339         223          34         51% 

Hrúta­fjarðará             334           92          35         269%

Flókadalsá                 333          191          48           --

Sandá í Þistil­f­irði        319          280          14         19%

Hítará                       308          260          28           0%

Blanda                       286          353          3         -18% 

Miðfjarðará í Bakkaf.   284          180         11          61%

Hólsá Aust­ur­bakki       280          385         29          --

Mýr­arkvísl                  278          144         28           --

Straum­fjarðará           256          231         21         10%

Hafralónsá                  238          277         19        -13%

Brenn­an                     214          122          19         79%

Leir­vogsá                   203           262          19       -21%

Úlfarsá (Korpa)           188           125           8        63%

Straum­ar                   171            88            7         94%

Miðá í Döl­um              157            77            4        93%

Fnjóská                      139           254          17         --

Flekku­dalsá                126             --            3          --

Gljúf­urá í Borg­arf.       125             86            6         --

Laug­ar­dalsá                 82             --            11         --

Skuggi                        77              68            1         --

Fljótaá                        65              92            7       -19%

Sunnudalsá                 64              62            --        -3%

Affall                          60             180          18          --

Svar­tá í Húna­vatnss.    60             68             4        -9%

Þverá í Fljótshlíð *       48             23           10          --

Þar með er tæmd­ur list­inn sem angling.is birti síðastliðinn fimmtudag. Mis­jafnt er hvað er til af gögn­um yfir þær ár sem eru neðarlega á list­an­um. Það varð dráttur á að síðari hluti listans birtist og er beðist velvirðingar á því. Umsjónarmaður var við veiðar og líklegt er að slík ástæða verði tekin gild hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert