Minni laxveiðiárnar eru áfram á svipuðu róli og hafa flestar bætt verulega við sig í veiði. Áfram eru það Andakílsá, Hrútafjarðará, Mýrarkvísl og Flókadalsá sem leið aukninguna í veiði milli ára. Tíu efstu árnar á listanum hér að neðan eru að bæta hressilega við sig milli ára.
Farið er að hægjast á veiðinni víða og þá sérstaklega í ánum á Vesturlandi sem fyrstar opna og taka snemma á móti löxum og veiðimönnum. Nánast allar ár á því svæði hafa staðið undir væntingum og jafnvel gott betur. Nú er það undir veðuraðstæðum komið hvernig september verður. Víða hafa lægðir og hvassviðri með úrkomu sett strik í reikninginn, jafnvel þannig að ár hafa orðið nánast óveiðandi sökum vatnavaxta eða storms eins og gerðist víða um land í gær. Rólegheit í veðri í september geta gert gæfumuninn þessar síðustu vikur veiðitímans í mörgum ám. Alþekkt er að margar ár eiga góða endaspretti og geta síðustu vikurnar verið drjúgar.
Litlar breytingar eru innan listans frá síðustu viku og veiðin er á svipuðu róli og verið hefur þegar horft er á innbyrðis stöðu á listanum. Andakílsá og Mýrarkvísl gáfu bestu veiðina í síðustu viku, af þessum ám.
Vissulega eru líka í þessum hópi ár sem ekki eru að standa undir væntingum. Þar má nefna Blöndu fyrsta en margir velta fyrir sér hvað hafi gerst í henni. Veiðin er töluvert undir því sem hún var í fyrra og það ár var ekki gott. Svartá er á svipuðu róli.
Affallið er að valda vonbrigðum í sumar og er veiðin einungis þriðjungur af því sem var á sama tíma í fyrra. 68 laxar höfðu veiðst þar 4. september en á sama tíma í fyrra voru þeir 218. Vikuveiðin í síðustu viku var átta laxar. Jóhann Davíð Snorrason, framkvæmdastjóri Kolskeggs sem annast sölu á veiðileyfum fyrir Veiðifélag Eystri–Rangár, sagði í samtali við Sporðaköst að hann hefði ekki skýringu á þessari stöðu. „Sleppt var sextíu þúsund seiðum eins og venjan hefur verið. Þessar lélegu heimtur eru mikil vonbrigði en því miður hef ég ekki skýringar á hvernig stendur á að heimturnar eru ekki betri.“
Sveiflur hafa verið mjög miklar í veiðinni í Affallinu. Þannig veiddust þar ríflega 1700 laxar sumarið 2020 og 990 laxar sumarið 2022. Veitt er fram í október í Affallinu.
Veiðitölurnar hér að neðan miðast við veiði að loknum veiðidegi 4. september. Dálkur tvö er veiði í þessum ám á sama tíma í fyrra. Raunar munar tveimur dögum því angling.is birtir alltaf tölur á fimmtudögum og það bar upp á 6. september í fyrra. Allar þessar ár eiga því tvo daga inni. Þriðji dálkurinn er svo fjöldi veiddra laxa vikuna 28. ágúst – 4. september. Síðasti dálkurinn segir til um prósentubreytingu milli ára, þar sem sú tala er tiltæk.
Vatnasvæði Veiddir laxar 2023 Vikan Breyting %
Andakílsá 385 135 38 --
Skjálfandafljót 373 -- 20 --
Svalbarðsá 372 281 26 --
Haukadalsá 359 274 20 40%
Hrútafjarðará 359 112 25 227%
Flókadalsá 356 211 23 --
Sandá í Þistilfirði 349 298 30 18%
Hítará 323 280 15 -3%
Mýrarkvísl 313 162 35 --
Miðfjarðará í Bakkaf. 299 187 15 63%
Blanda 295 353 9 -16%
Hólsá Austurbakki 285 405 5 --
Straumfjarðará 279 276 21 7%
Hafralónsá 253 293 15 -13%
Brennan 218 122 4 82%
Leirvogsá 211 271 8 -23%
Úlfarsá (Korpa) 211 152 23 47%
Straumar 171 92 0 92%
Miðá í Dölum 169 92 12 92%
Fnjóská 152 279 13 --
Flekkudalsá 137 -- 11 --
Gljúfurá í Borgarf. 130 101 5 --
Laugardalsá 102 -- 20 --
Fljótaá 81 102 16 -18%
Skuggi 81 68 4 --
Svartá í Húnavatnss. 76 86 16 -5%
Sunnudalsá 69 73 5 -5%
Affall 68 218 8 --
Þverá í Fljótshlíð 51 23 3 --
Þar með er tæmdur listinn sem angling.is birti síðastliðinn fimmtudag. Misjafnt er hvað er til af gögnum yfir þær ár sem eru neðarlega á listanum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |