Besta veiðin í minni laxveiðiánum, í vikunni sem leið var í Hrútafjarðará og Andakílsá. Hrútan gaf 61 lax og Andakíllinn 53. Báðar þessar ár eru að eiga sitt besta tímabil í nokkuð mörg ár. Andakílsá er komin í 438 laxa og enn lifir nokkuð af veiðitímanum. Margir höfðu miklar áhyggjur af framtíð árinnar sem laxeiðiá eftir umhverfisslysið sem varð þegar set úr lóni Andaílsvirkjunar barst í ána og fyllti hylji og lagðist yfir hrygningarsvæði. Það átak sem farið var í, bæði hvað varðar hreinsun árinnar og uppbygging á laxastofninum með seiðasleppingum hefur skilað góðum árangri. Vissulega hafa verið sveiflur í henni og veiðin í fyrra var ekki mikil eða 177 laxar. Árið þar á undan skilaði hún 349 löxum.
Hrútafjarðará er önnur á sem hefur skilað frábærri veiði til ómældrar gleði fyrir unnendur árinnar. Hún er nú komin í 420 laxa og hefur ekki skilað svona mikilli veiði í átta ár. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna betri veiði í Hrútafjarðará. Þessi fína veiði er svo sannarlega vel þegin því Hrúta átti afleitt ár í fyrra með aðeins 185 löxum og komst helst í fréttir í fyrra vegna mikils magns af strokulaxi frá Arctic Fish leitaði upp í ána. Fimmtíu eldislaxar voru fangaðir í Hrútafjarðará og hliðará hennar Síká í fyrra haust. Nú er annað uppi á tengingnum og ekki er allt búið enn því oft er góð veiði í Hrútafjarðará í september.
Ellefu efstu árnar á listanum yfir minni laxveiðiár sýna verulega aukningu frá síðasta ári. Neðri hluti listans aftur á móti er á hinn veginn. Þar má sjá nokkuð mörg dæmi þar sem veiðin er mun slakari en í fyrra.
Veiðitölurnar hér að neðan miðast við veiði að loknum veiðidegi 11. september. Dálkur tvö er veiði í þessum ám á sama tíma í fyrra. Raunar munar tveimur dögum því angling.is birtir alltaf tölur á fimmtudögum og það bar upp á 13. september í fyrra. Þriðji dálkurinn er svo fjöldi veiddra laxa vikuna 4. til 11. september. Síðasti dálkurinn segir til um prósentubreytingu milli ára, þar sem sú tala er tiltæk.
Vatnasvæði Veiddir laxar 2023 Vikan Breyting %
Andakílsá 438 143 53 --
Hrútafjarðará 420 145 61 192%
Svalbarðsá 402 311 30 --
Flókadalsá 386 233 30 --
Haukadalsá 383 324 24 23%
Skjálfandafljót 376 -- 3 --
Sandá í Þistilfirði 363 336 14 15%
Mýrarkvísl 347 207 34 --
Hítará 339 301 16 --
Straumfjarðará 315 301 36 7%
Miðfjarðará í Bakkaf. 305 191 6 60%
Blanda 303 359 8 -16%
Hólsá Austurbakki 293 416 8 --
Hafralónsá 277 331 24 -14%
Leirvogsá 247 281 36 -12%
Úlfarsá (Korpa) 235 165 24 52%
Brennan 226 122 8 86%
Miðá í Dölum 185 99 16 85%
Straumar 171 92 0 86%
Fnjóská 158 305 6 --
Flekkudalsá 143 -- 6 --
Gljúfurá í Borgarf. 138 141 8 --
Laugardalsá 110 -- 8 --
Affall 96 293 28 --
Fljótaá 89 102 8 -19%
Skuggi 81 77 0 --
Svartá í Húnavatnss. 79 92 3 -10%
Sunnudalsá 72 73 3 -1%
Þverá í Fljótshlíð 58 59 7 --
Þar með er tæmdur listinn sem angling.is birti síðastliðinn fimmtudag. Misjafnt er hvað er til af gögnum yfir þær ár sem eru neðarlega á listanum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |