Sá jákvæði tónn sem Norðurá og fleiri laxveiðiár í Borgarfirði gáfu í upphafi veiðitímans í vor hefur hefur haldist út sumarið og síðasti laxinn í Norðurá í sumar veiddist í fyrradag. Lokaniðurstaðan er 1703 laxar. Það er nákvæmlega á pari við fimmtíu ára meðaltalsveiði í ánni. Fara þarf aftur til áranna 2017 og 2018 til að finna sambærilega veiði, en bæði árin var Norðuráin rétt í kringum 1700 laxa. Síðasta stóra árið í Norðurá var 2015 þegar hún gaf yfir þrjú þúsund laxa. Þetta er mikill bati frá síðustu árum þegar kemur að veiði í Norðurá.
2024 1703 laxar
2023 1087 laxar
2022 1352 laxar
2021 1431 laxar
2020 730 laxar
2019 577 laxar
2018 1692 laxar
2017 1719 laxar
2016 1342 laxar
2015 3030 laxar
Eins og sést hér að ofan voru árin 2018 og 2017 sambærileg við sumarið í sumar. Hins vegar er árið 2015 síðasta stóra árið í Norðurá þegar hún fór yfir þrjú þúsund laxa.
Þær raddir hafa heyrst að veiði í sumar sé ekkert svo sérstök þegar litið er þess þegar Norðurá var og hét. Það hafa vissulega komið mörg ár þar sem Norðurá fór yfir tvö þúsund laxa og jafnvel nokkur ár þar sem hún fór yfir þrjú þúsund laxa. Við tókum okkur þess vegna til og reiknuðum út meðaltalsveiði frá árinu 1974, eða eins langt aftur og skráning nær, það er á angling.is. Fimmtíu ára meðaltal í Norðurá er 1699 laxar. Hún er því nákvæmlega í meðaltalinu í sumar. Vissulega hefur orðið breyting á og kannski mest sú að í sumar var 80 prósent af öllum laxi sleppt en sú var ekki raunin hér á árum áður. En Norðurá náði sem hálfrar aldar meðaltalinu í sumar. Það staðfestir betur en nokkuð annað hversu batinn var mikill í sumar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |