Veiðin í september hefur verið með skrautlegasta móti. Síðasta vika geymdi víða daga sem voru óveiðandi sökum vatnavaxta og hávaða roks. Það sést líka á vikutölunum. Víða er mun meira af fiski í laxveiðiám en veiðin samt ekki betri en í fyrra. Sú prósentuaukning sem sést hefur milli ára hefur lækkað víðast hvar og er það fyrst og fremst vegna þess hve róleg veiðin hefur verið í september.
Ytri Rangá var með hörku veiði í síðustu viku eða rétt tæplega fjögur hundruð laxa. Það er lang besta veiðin á landinu í þessari viku. Ytri er að nálgast fjögur þúsund laxa og er að gefa mun betri veiði en í fyrra. Sama verður ekki sagt um Eystri en hún á enn svolítið eftir í tvö þúsund laxa. Stendur nú í tæplega 1800 löxum.
Þá fór Miðfjarðará upp fyrir Þverá/Kjarará og er því orðin aflahæsta náttúrulega laxveiðiáin á Íslandi eins og verið hefur síðustu ár. Mun betri veiði hefur verið í þeim báðum í sumar. Miðfjörðurinn er upp um 86 prósent milli ára og Þverá/Kjarará með aukningu upp á 71 prósent. Vikuveiðin í Miðfirðinum var 133 laxar þrátt fyrir krefjandi aðstæður.
Lokatölur eru teknar að berast og mun nokkrar ár loka í þeirri viku sem nú er að hefjast.
Hér er listi yfir tuttugu og tvær efstu árnar. Fyrsti dálkurinn er talan í viðkomandi á í lok dags, 18. september. Dálkur tvö, veiðin í fyrra segir til um hver talan var í loks dags 20. september í fyrra. Þriðji dálkurinn er svo veiðin vikuna 11. til 18. september, samkvæmt tölum frá angling.is sem er vefur Landssambands veiðifélaga. Fjórði og síðasti dálkurinn segir til um prósentubreytingu milli ára miðað við 19. september 2023 þar sem þær upplýsingar eru fáanlegar. Lokatölur, sem hafa borist eru feitletraðar.
Vatnasvæði Í sumar 2023 Vikuveiðin Breyting í %
Ytri–Rangá 3828 3133 394 --
Miðfjarðará 2321 1273 133 86%
Þverá/Kjarará 2237 1306 30 71%
Eystri–Rangá 1795 2204 153 --
Norðurá 1703 1087 -- 57%
Selá í Vopnafirði 1349 1234 -- 9%
Langá á Mýrum 1184 663 50 86%
Laxá í Dölum 1122 533 39 --
Jökla 1138 467 59 146%
Hofsá 1057 1088 47 -3%
Laxá á Ásum 980 660 37 --
Grímsá 973 616 52 --
Elliðaár 938 625 35 50%
Haffjarðará 802 905 -- --
Laxá í Aðaldal 795 685 44 16%
Víðidalsá 777 599 23 29%
Laxá í Kjós 768 448 28 63%
Laxá í Leirársveit* 727 454 79 --
Urriðafoss 719* 701 -- --
Stóra Laxá 671 388 52 --
Vatnsdalsá 595 367 22 --
Við skoðum fleiri ár á morgun og hvernig veiðin hefur gengið í þeim í september.
*Tölur frá 11. september.
**Tala frá 24. júlí.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |