Hefðbundin haustvika er að baki í minni laxveiðiánum. Skilyrði gerðu mönnum erfitt fyrir og mikil úrkoma í bland við hvassviðri höfðu sitt að segja. Áhugavert verður að sjá hvort sú vika sem nú stendur yfir skilar betri veiði, en veðurspáin er betri fyrir helgina.
September hefur reynt á þolrif veiðimanna og margir orðið fyrir vonbrigðum þegar loksins kom að hausttúrnum og þá fór allt í kakó eða gerði þannig rok að gamanið fauk út í veður og vind.
Margar af ánum á listanum hér að neðan skiluðu svipaðri veiði og í fyrra, þegar horft er til vikunnar þrátt fyrir að í mörgum þeirra sé meira f fiski en í fyrra. Listinn breytist lítið milli vikna og eru spútnik árnar í efstu sætunum. Andakílsá gaf 29 laxa í þessari viku en besta vikuveiðin var í Straumfjarðará sem skilaði fjörutíu löxum. Í mörgum þessara áa er hafin loka vika veiðitímans.
Veiðitölurnar hér að neðan miðast við veiði að loknum veiðidegi 18. september. Dálkur tvö er veiði í þessum ám á sama tíma í fyrra. Raunar munar tveimur dögum því angling.is birtir alltaf tölur á fimmtudögum og það bar upp á 20. september í fyrra. Þriðji dálkurinn er svo fjöldi veiddra laxa vikuna 11. til 18. september. Síðasti dálkurinn segir til um prósentubreytingu milli ára, þar sem sú tala er tiltæk.
Vatnasvæði Veiddir laxar 2023 Vikan Breyting %
Andakílsá 467 158 29 --
Hrútafjarðará 439 167 19 168%
Svalbarðsá 411 324 9 --
Flókadalsá 405 248 19 --
Haukadalsá 400 342 17 17%
Skjálfandafljót 382 -- 6 --
Sandá í Þistilfirði 371 325 8 16%
Mýrarkvísl 371 230 24 --
Straumfjarðará 355 342 40 5%
Hítará 354 336 15 --
Blanda 327 359 24 -9%
Miðfjarðará í Bakkaf. 305 191 6 60%
Hólsá Austurbakki 295 422 2 --
Hafralónsá 287 333 10 -14%
Leirvogsá 252 298 5 -16%
Úlfarsá (Korpa) 245 171 10 49%
Brennan 227 122 1 86%
Miðá í Dölum 196 127 11 54%
Straumar 171 92 0 86%
Fnjóská 163 319 5 --
Gljúfurá í Borgarf. 160 164 22 --
Flekkudalsá 148 -- 5 --
Fljótaá 112 102 23 -10%
Laugardalsá 111 -- 1 --
Affall 100 317 4 --
Svartá í Húnavatnss. 87 98 8 -10%
Skuggi 81 77 0 --
Sunnudalsá* 72 73 3 -1%
Þverá í Fljótshlíð* 58 59 7 --
Þar með er tæmdur listinn sem angling.is birti síðastliðinn fimmtudag. Misjafnt er hvað er til af gögnum yfir þær ár sem eru neðarlega á listanum.
*Tölur frá 11. september. Lokatölur eru feitletraðar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |