Ein besta sjóbirtingsáin boðin út

Gunnar Árnason með flottan og hnausþykkan geldfisk sem hann tók …
Gunnar Árnason með flottan og hnausþykkan geldfisk sem hann tók neðan við brúna yfir Tungufljót. Þar lentu þeir félagar í veislu í vor sem leið. Nú er áin boðin út til fimm ára. Ljósmynd/Sigurður M. Guðmundsson

Tungufljót í Skaftártungu er ein besta sjóbirtingsá landsins. Stjórn Tungufljótsdeildar Veiðifélags Kúðafljóts hefur nú formlega óskað eftir tilboðum í leigu eða umboðssölu á öllum veiðirétti félagsins í Tungufljótið. Tímabilið sem um ræðir er næsta sumar til og með árinu 2029, eða til fimm ára.

Félagið Fish Partner hefur verið með ána á leigu frá sumrinu 2020, eða síðustu fimm ár. Veiðitímabilið í Tungufljóti er tvískipt. Annars vegar er um að ræða vorveiði sem hefst 1. apríl og stendur fram yfir miðjan maí. Síðari hluti tímabilsins hefst svo í ágúst byrjun og stendur fram yfir miðjan október.

Tungufljót í Vestur Skaftafellssýslu. Hér er búið að setja í …
Tungufljót í Vestur Skaftafellssýslu. Hér er búið að setja í vænan sjóbirting í Syðri-Hólma sem er einn besti veiðistaður svæðisins. Ljósmynd/Gunnar Ingvi Þórisson

Fyrst og fremst er um að ræða sjóbirting í Tungufljóti en þar veiðast alltaf nokkrir laxar líka og hafa 27 slíkir verið bókaðir í ár. Stórar bleikjur má einnig finna í fljótinu.

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast útboðsgögn með rafrænum hætti hjá Landssambandi veiðifélaga með því að senda fyrirspurn á netfangið gunnar@angling.is.

Frestur til að skila inn tilboðum er til klukkan 15, miðvikudaginn 23.október. Tilboðin skulu vera í lokuðum umslögum og verða þau opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska, á skrifstofu Landssambands veiðifélaga sem staðsett er að Kalkofnsvegi 2 eða Hafnartorgi, á fjórðu hæð, þar sem Advel lögmenn eru líka til húsa.

Í auglýsingu vegna útboðsins er tekið skýrt fram að veiðifélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert