„Með skemmtilegustu viðskiptavinina“

Gestur með fjögur þúsundasta laxinn úr Ytri Rangá sem hann …
Gestur með fjögur þúsundasta laxinn úr Ytri Rangá sem hann veiddi í Stallsmýrarfljóti í gærdag. Nýleg hrygna og slegið var í veislu í tilefni dagsins. Ljósmynd/IO

Fjögur þúsundasti laxinn veiddist í Ytri Rangá í gær. Merkislaxinn veiddi Gestur Antonsson, „stórveiðimaður frá Ólafsfirði,“ eins og Harpa Hlín Þórðardóttir titlar hann. Harpa er eigandi IO félagsins sem rekur Ytri Rangá.

Mjög góð veiði var í gær í Ytri og lönduðu veiðimenn samtals 53 löxum og það um alla á. Aðeins hefur verið að sjást til nýlegra laxa að undanförnu fyrir austan og laxinn sem fyllti fjórða þúsundið reyndist mjög nýleg hrygna sem mældist sextíu sentímetrar.

Veiðimenn áttu góðan dag í gær í Ytri Rangá. 53 …
Veiðimenn áttu góðan dag í gær í Ytri Rangá. 53 löxum var landað og veiddust þeir um alla á. Hér raða veiðimenn í sig kræsingum í tilefni merkislaxins. Auðvitað voru pönnukökur og stórglæsileg terta á boðstólum. Ljósmynd/IO

„Já. Við áttum allt eins von á þessu. Veiðifélagið sér um seiðasleppingar og þær gengu vel var okkur sagt og niðurstaðan eins og hún blasir við sýnir okkur það. Þetta er aldrei sjálfgefið og mjög margir þættir sem spila inn og margt getur farið úrskeiðis en sumarið hjá okkur er búið að vera frábært. Það hefur verið jöfn og góð veiði og hún er dreifð um alla á, sem skiptir líka miklu máli. Það er mikið af fiski í ánni og býst við að þrjú til fimm hundruð laxar eigi eftir að veiðast þannig að við endum líklega í 4300 til 4500,“ sagði Harpa aðspurð um hvort þetta væri í samræmi við væntingar.

Sverrir Rúnarsson leiðsögumaður og Gestur stórveiðimaður voru sáttir með daginn. …
Sverrir Rúnarsson leiðsögumaður og Gestur stórveiðimaður voru sáttir með daginn. Báðir þekkja þeir Ytri Rangá mjög vel. Ljósmynd/IO

En var eitthvað sem stóð upp úr, það sem af er sumri?

„Sennilega það að við erum með skemmtilegustu viðskiptavini á Íslandi. Það er alltaf svo gaman hjá okkur. Svo er starfsfólkið okkar svo frábært og við erum virkilega þakklát fyrir að halda sama starfsfólki og fá aftur sömu gestina. Framundan er fjórða árið og sleppingar tókust vel þannig að við erum strax orðin spennt fyrir næsta sumri,“ upplýsti Harpa.

Harpa er nú ásamt starfsfólki á ferðasýningunni Vestnorden sem að þessu sinni er haldin í Þórshöfn í Færeyjum. Á Vestnorden kynna Færeyjar, Ísland og Grænland ýmis konar ferðamöguleika og afþreyingu sem löndin bjóða upp á. Færeyingar eru stór vinskiptavinahópur í Ytri Rangá.

Og svo þarf að bóka þá alla. Hver blaðsíða í …
Og svo þarf að bóka þá alla. Hver blaðsíða í veiðibókinni geymir 25 línur. Það fóru því ríflega tvær blaðsíður undir veiðina í gær. Hér er Steinunn Gunnarsdóttir að bóka veiðina. Ljósmynd/IO

„Fjölmennasti hópurinn sem veiðir hjá okkur í Ytri eru Íslendingar. Svo koma Bretar og þriðji fjölmennasti hópurinn eru Færeyingar, þannig að það er mjög mikið af þeim sem eru að koma til okkar. Þeir hafa fylgt okkur í gegnum árin og eru nú fjölmennir í Ytri Rangá og hafa alltaf verið góðir viðskiptavinir hjá okkur.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert