Besta laxveiðisumar frá árinu 2018

Veiðin í Miðfjarðará var jöfn og góð í allt sumar. …
Veiðin í Miðfjarðará var jöfn og góð í allt sumar. Stærsti dagurinn þar gaf 63 laxa. Það var 26. júlí. Hér er David með einn af stærstu löxum sumarsins úr Miðfirði. 95 sentímetra fisk. Aðeins fiskur er bókaður í sumar, sem náði 100 sentímetrum. Ljósmynd/Jóhann Birgisson

Lokatölur eru komnar í flestum af stóru laxveiðiánum og þær síðustu loka á allra næstu dögum. Veiðin í sumar er sú besta í fimm ár eða frá því 2018. Rangárnar lúta öðru lögmáli og loka ekki fyrr en 20. október. Þær byggja eingöngu á seiðasleppingum og þar fer lítil sem engin náttúruleg hrygning fram. 

Miðfjarðará lendir í efsta sætinu yfir náttúrulegar laxveiðiár og skilaði mjög góðri veiði eða 2458 löxum. Þetta er besta veiði í henni síðan 2018. 

Í öðru sæti er Þverá/Kjarará, einnig með flotta veiði og þá bestu síðan 2018, líkt og Miðfjarðará. Báðar þessar topp ár bæta sig mjög mikið frá því í fyrra. Miðfjarðará um 84% og Þverá/Kjarará um 71%.

Gott smálaxaár er helsta skýringin á þessari veiðiaukningu og einnig er rétt að hafa í huga að vatnsbúskapur var með allra besta móti í sumar. Það sem kallast góður vatnsbúskapur er hins vegar ávísun á lélegt sumar hjá flestum öðrum en þeim sem stunda laxveiði.

Andrés Eyjólfsson með þann fyrsta úr Þverá sumarið 2024. Þessi …
Andrés Eyjólfsson með þann fyrsta úr Þverá sumarið 2024. Þessi fékkst í Ármótakvörn. Þverá/Kjarará hafa ekki gefið svona góða veiði frá árinu 2018. Besti dagurinn þar gaf 68 laxa og var það 17. júlí. Ljósmynd/Starir

Átta ár til viðbótar fóru yfir þúsund laxa í sumar og er langt síðan að svo margar íslenskar laxveiðiár gátu státað af fjögurra stafa tölu. Að viðbættum Rangánum eru því tólf ár sem ná þeim áfanga.

Norðurá gaf góða veiði eða 1703 laxa og er það meðaltalsveiði í henni þegar horft er aftur til ársins 1974. Það hljóta að teljast góð tíðindi fyrir unnendur Norðurár og bændur og landeigendur þar í sveit. Enn og aftur þarf að leita aftur til ársins 2018 til að finna hliðstæðu.

Selá átti gott sumar með sínar sex stangir og gaf 1349 laxa sem er nokkuð betra en í fyrra. 2019 er síðasta ár sem gaf meiri veiði þar á bæ.

Langá á Mýrum gaf kærkomna veiðibót, eftir mikil vonbrigði í fyrra. Langá lokar á allra næstu dögum en stendur nú rétt tæplega 1300 löxum. Í fyrra endaði hún í rúmlega 700. Það er ríflega 80 prósent aukning milli ára. Erfiðlega gekk að selja Langá í sumar og spurning hvort þessi aukning milli ára létti sölustarf fyrir næsta sumar. Svo kann hins vegar að vera að Langá eins og fleiri ár sé einfaldlega kominn í þau verð að hún þyki of dýr. Forvitnilegt verður að sjá hvernig leigutakinn sem er Stangaveiðifélag Reykjavíkur tekur á þeirri stöðu. Víst er að fleiri leigutakar glíma við sömu stöðu.

Laxá í Dölum er enn að gefa og síðustu veiðidagarnir þar gefa oft góða veiði. Hún stóð í gær í 1233 löxum. Veiðin í fyrra var 645 laxar. Laxá er komin yfir veiðina frá 2018 og þarf að fara aftur til 2016 til að meiri veiði í henni. Til þess að Laxá nái 100% aukningu frá því í fyrra þurfa að veiðast þar 57 laxar til viðbótar. Vandséð er að það náist en þó er aldrei að vita. Veiðimenn sem voru þar við veiðar í vikunni gerðu fína og best var hann að taka í slyddunni, eins og einn orðaði það.

Stórlax úr Jöklu frá því í sumar. Besti dagurinn var …
Stórlax úr Jöklu frá því í sumar. Besti dagurinn var 8. ágúst og þá veiddust 35 laxar. Jökla gaf met veiði enda laus við yfirfall úr Hálslóni sem oft hefur gert hana óveiðanlega síðari hluta sumars. Ljósmynd/Þröstur Elliðason

Jökla er að eiga sitt besta ár til þessa og það miklu betra. Hún er búin að gefa 1154 laxa en endaði í fyrra í 545. Lausir við yfirfall þetta árið og þá loksins mátti sjá hversu öflug laxveiðiá hún er orðin. Besta veiði til þessa í Jöklu var árið 2015 þegar veiddust í henni og hliðarám 815 laxar.

Hofsá átti sitt þriðja góða ár í röð og virðist hún búin að jafna sig eftir þær hamfarir sem höfðu áhrif á veiðina árin 2014 til 2021. Hofsá er nánast upp á fisk með sömu veiði og í fyrra, eða 1089 laxa.

Enn ein áin sem fór yfir þúsund laxa í sumar er Grímsá og aftur þarf að leita aftur til 2018 til að finna slíka veiði. Það er gaman að sjá þessar forfrægu veiðiár standa undir nafni. Hvort að öldudalurinn sem laxveiði á Íslandi hefur verið í sé að baki er erfitt að segja til um. Hins vegar er þekkt að fylgni er milli sterkra smálaxa ára og aukningu í stórlaxi ári síðar. Einhverjir halda því fram að sú fylgni sé minnkandi en þó er hún enn til staðar.

Laxá á Ásum marði það að fara yfir þúsund laxa en það hefur ekki gerst síðan sumarið 2017. Lokatalan í sumar er 1008 og sannkallað ánægjuefni fyrir þá er standa að henni.

Hinar árnar á listanum bættu flestar ágætlega við sig og þá sérstaklega Elliðaárnar sem eru með 50 prósent aukningu frá í fyrra. Það er í raun bara Haffjarðará sem er lakari en í fyrra en rétt er að nefna að hún frekar gott sumar 2023. 

Hér er listi yfir tuttugu og tvær efstu árnar. Fyrsti dálkurinn er talan í viðkomandi á í lok dags, 25. september. Dálkur tvö, segir til um hver lokatalan var í fyrra. Þriðji dálkurinn segir til um prósentubreytingu milli ára miðað við 25. september 2023 þar sem þær upplýsingar eru fáanlegar. Lokatölur, eru feitletraðar.

Vatnasvæði          Í sumar          2023           Breyting í %

Ytri–Rangá            4070             3587                --  

Miðfjarðará           2458             1334               84%

Þverá/Kjarará        2239            1306                71%

Eystri–Rangá         1937             2602                 --

Norðurá                1703            1087                57% 

Selá í Vopnafirði     1349            1234                 9%

Langá á Mýrum      1292              709                 82%

Laxá í Dölum         1233              645                    --

Jökla                     1154              525                142%

Hofsá                    1089            1088                   0%

Grímsá                  1074               719                    --

Laxá á Ásum          1008              660                    --

Elliðaár                   938               625                 50%

Laxá í Aðaldal         820                685                20%

Laxá í Kjós             808                603                 56%

Haffjarðará             802               905                    --

Víðidalsá                789               645                 26%

Stóra Laxá             747                 794                   --

Laxá í Leirársveit*  727                 516                   --

Urriðafoss              719*               731                   --

Vatnsdalsá             616                 421                   --

Við skoðum fleiri ár á morgun og hvernig veiðin hefur gengið í þeim í september.

*Tala frá 24. júlí.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert