Færri fengið en vildu síðustu ár

Jólasveinarnir eru áhugasamir um veiðiskap. Þessir veiðisveinar eru frekar klaufskir …
Jólasveinarnir eru áhugasamir um veiðiskap. Þessir veiðisveinar eru frekar klaufskir en duglegir. Þetta er Flugusníkir. Teikning/Halldór Baldursson

Forsala er hafin á jóladagatölum fyrir veiðimenn, í vefsölu Veiðihornsins. Jóladagatölin eru í senn fræðslu– og afþreyingarefni og skemmtilegur jólaleikur fyrir veiðimenn, með happdrættisívafi. En er einhver kominn í jólagír í september? Vöðlurnar ekki þornaðar og menn enn að veiða?

„Veiðifólk upp til hópa skipuleggur sig langt fram í tímann. Það er hafin sala á veiðileyfum fyrir næsta sumar og það sem skiptir kannski meira máli er að þessi dagatöl hafa selst upp hjá okkur og færri fengið en vildu. Til að tryggja nægilegt framboð þurfum við að vera tímanlega í þessu. Fátt er leiðinlegra en að segja um miðjan nóvember, nei því miður. Þau eru uppseld. Viðtökurnar hafa verið þannig að við eigum von á því að dagatölin seljist aftur upp í forsölu,“ svarar Ólafur Vigfússon spurningunum hér að ofan.

Þetta er þriðja árið sem jóladagatölin 24 flugur til jóla eru í boði. Um er að ræða tvenns konar útgáfu. 24 silungaflugur til jóla og 24 laxaflugur til jóla. Vissulega geta flugurnar veitt hvort sem er silung eða lax og jafvel komið fyrir að laxaflugur hafi gefið silung og öfugt.

Heiðavötn þeirra heimavöllur

Á heimasíðu Veiðihornsins má nú sjá umfjöllun um hvað jólasveinar gera á sumrin. Hefur einhver spáð alvarlega í það? Sofa þeir ekki bara?

Stangastaur. Hann er þekktur fyrir að brjóta stangir á hverju …
Stangastaur. Hann er þekktur fyrir að brjóta stangir á hverju ári. Frekari upplýsingar um þessa ágætu veiðisveinar er að finna í dagatölunum sjálfum. Teikning/Halldór Baldursson

„Þessir veiðisveinar eru sko alls ekki sofandi og okkar heimildarmaður til fjalla fullyrðir að þeir veiði oft og víða. Heiðavötn eru þeirra heimavöllur og þeir þurfa ekki Veiðikortið því þessi vötn eru flestum lítt kunn. Þeir versla stundum hjá okkur í Veiðihorninu, rétt fyrir jól og í byrjun nýs árs áður en þeir halda heim á leið. Svo hnýta þeir líka sjálfir sínar eigin flugur og hafa góðan tíma í það,“ brosir Óli.

Teiknarinn góðkunni Halldór Baldursson teiknaði nokkra veiðisveina fyrir Veiðihornið og byggir þar á lýsingum frá fyrrnefndum heimildamanni Veiðihornsins til fjalla. Sveinarnir er klaufskir og gamansamir en öflugir í veiðinni. Frekari upplýsingar um þá verður að finna í dagatölunum 24 flugur til jóla.

Svona líta þau út í ár. Það stefnir í veiðijól. …
Svona líta þau út í ár. Það stefnir í veiðijól. Bláu geyma laxaflugur og grænu silungaflugur. 24 flugur til jóla. Ljósmynd/Veiðihornið


Heimir Óskarsson hönnuður á veg og vanda að útliti dagatalanna og flugurnar er hnýttar af Shadow Flies sem getið hafa sér gott orð fyrir fluguhnýtingar.

Allir sem kaupa dagatal í forsölu í netverslun fara í happdrættispott, sem dregið verður úr á aðfangadagsmorgun. Sú eða sá sem kemur upp úr pottinum fær veglegan vinning. Sage R8 Core stöng að eigin vali en þær eru framleiddar fyrir línuþyngdir 3 til 8 og stangirnar eru 9 og 10 fet. Framundan er stórlaxaár 2025 og eins gott að vera rétt græjaður fyrir þau átök.

Og hvað? Erum við farnir að kveðjast með „gleðileg jól?“

„Nei. Það er of snemmt en með þessu tryggjum við mörgum enn gleðilegri aðdraganda að jólum. Það er eitthvað,“ svarar Óli sposkur.

Einfaldast er að panta jóladagatölin í netverslun Veiðihornsins og eins og gefur að skilja er slóðin www.veidihornid.is.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert