Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest tillögur Umhverfisstofnunar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða fyrir árið 2024.
Þessu til staðfestingar hefur verið gefin út reglugerðarbreyting 1080/2024 á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum, að því er stofnunin greinir frá.
Þá segir, að tillögurnar hafi verið unnar eftir nýju veiðistjórnunarkerfi sem var tekið upp með stjórnunar- og verndaráætlun rjúpu sem ráðherra undirritaði 11. september.
„Veiðidagar verða heilir og heimilt er að veiða frá og með föstudögum til og með þriðjudögum innan veiðitímabils. Landinu er skipt upp í sex mismunandi svæði og ný stofnlíkön hafa reiknað út ákjósanlega lengd tímabils á hverju svæði fyrir sig.“
Þá biðlar Umhverfisstofnun sérstaklega til veiðimanna að sýna hófsemi við veiðar. Mikilvægt sé að allir hagsmunaaðilar komi að því hvatningarátaki.
Tekið er fram, að sölubann á rjúpu sé enn í gildi.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |