Besta meðaltal í Stóru Laxá og Eldvatni

Finnur Harðarson leigutaki og landeigandi að Stóru Laxá með einn …
Finnur Harðarson leigutaki og landeigandi að Stóru Laxá með einn af fjölmörgum 90 plús löxum í sumar. Stóra var með hæsta meðaltalið í sumar eða 71 sentímetra. Ljósmynd/Stóra Laxá

Stóra Laxá var eina laxveiðiáin á Íslandi í sumar sem náði meðallengd laxa yfir sjötíu sentímetra. Þá er Eldvatnið í Meðallandi með hæsta meðaltalið þegar kemur að sjóbirtingi. Stóra Laxá er með meðaltalið 71 sentímeter og er það sama meðaltal og í fyrra. Aðrar ár sem voru á því róli í fyrra, falla nokkuð og er stærsti áhrifavaldurinn án efa góðar smálaxagöngur og á sama tíma lítið af tveggja ára laxi. Þannig voru Sandá í Þistilfirði og Víðidalsá í fyrra með meðaltalið 72 sentímetrar og skákuðu öðrum ám hvað þetta varðar. Meðaltalið í Sandá fór niður í 66 sentímetra en í Víðidalsá var það 68 sentímetrar.

Þegar horft er sérstaklega til Stóru Laxár má sjá að stærsti laxinn mældist 99 sentímetrar og fjórir 98 sentímetrar eru skráðir. Samtals veiddust um fimmtíu laxar 90 sentímetrar og stærri í Stóru í sumar. Enginn lax náði hundrað sentímetrum og segir það frekar til um framfarir í mælingum frekar en afturför í stofnstærð.

Þessar tölur eru fengnar af rafrænu veiðibókinni Angling iQ. Vissulega eru ekki allar ár þar, en við skoðum þær sem eru aðgengilegar. Mikill meirihluti laxveiðiáa er með lægra meðaltal í sumar samanborið við í fyrra. Einungis Haukadalsá, Leirvogsá, Úlfarsá og Straumfjarðará eru með hærri meðallengd en í fyrra. Þar munar ekki miklu en áhugavert engu að síður. 

Nokkrar ár eru með sama meðaltal og í fyrra og á það einkum við ár á Vesturlandi sem eru alla jafnan með hátt hlutfall af eins árs laxi.

Mesta mun milli ára er að finna í Hafralónsá. Í fyrra var meðaltali 71 sentímeter en fór í sumar niður í 63. Spennandi verður að sjá í þessum þekktu stórlaxaám hvernig næsta ár verður, en fylgni hefur verið á milli þess að gott smálaxaár gefi af sér meira magn af stórlaxi árið á eftir. Hér að neðan er listi yfir meðaltalslengd laxa í 32 ám í sumar. Neðar er svo að finna lista yfir meðaltal í nokkrum sjóbirtingsám.

Veiðisvæði          Meðaltals­lengd 

Stóra Laxá                     71 (71)

Víðidalsá                        68 (72)

Hús­eyj­arkvísl                  68 (71)

Laxá í Aðal­dal                 68 (69)

Fljótaá                           68 (68)

Miðfjarðará                     67 (70)

Svar­tá                            67 (68)

Jökla                              67 (68)

Blanda                           67 (71)

Sandá í Þistil­f­irði             66 (72)

Hofsá í Vopnafirði            66 (67)

Sæ­mundará                    66 (67)

Straum­fjarðará                65 (64)

Hauka­dalsá                     65 (63)

Hítará                             65 (66)

Hrúta­fjarðará                  64 (69)

Hölkná                            64 (67)

Selá í Vopnafirði               64 (67)

Þverá/Kja­rará                   64 (66)

Elliðaár                            64 (64)

Norðurá í Borg­ar­f­irði         64 (64)

Laxá í Kjós                       64 (65)

Laugardalsá                     64 (--)

Hafralónsá                       63 (71)

Miðfjarðará í Bakkaf­irði     63 (66)

Miðá í Döl­um                    63 (64)

Leir­vogsá                         62 (61)

Brenn­an                           61 (61)

Sunnu­dalsá í Vopnafirði     61 (65)

Úlfarsá/​Korpa                   61 (59)

Langa­dalsá                       60 (60)

Langá á Mýr­um                 60 (61)

Meðaltalið er svo sem eng­in vís­indi en gef­ur þó sterka vís­bend­ingu. Greini­legt er, eins og flest­ir veiðimenn vita að lax fyr­ir norðan Holta­vörðuheiði er að jafnaði stærri en sá sem geng­ur í ár sunn­an heiðar­inn­ar. Stóra Laxá er undantekning hvað þetta varðar.

93ja sentímetra vor birtingur sem Þorgeir Þorgeirsson fékk í opnun …
93ja sentímetra vor birtingur sem Þorgeir Þorgeirsson fékk í opnun í Eldvatninu í apríl. Af þeim upplýsingum sem liggja fyrir þá er Eldvatnið í Meðallandi með besta meðaltalið þegar kemur að stærð fiska. Ljósmynd/Alexander Stefánsson

Við ein­blín­um oft á lax­inn en gam­an er að skoða sjó­birt­ing og meðaltal fyr­ir hann í ár. Þarna eru inni töl­ur bæði fyr­ir vor og haust veiðina. Eldvatnið er efst á lista og birtingarnir þar í ár hafa verið virkilega stórir. Meðaltalið þar skorar hátt á listanum yfir meðaltal laxa í mörgum ám.

Veiðisvæði              Meðaltalslengd

Eld­vatn í Meðallandi               67 (68)

Tungufljót í Skaft.                  63 (66)

Tungu­læk­ur                           57 (63)

Hús­eyj­arkvísl                         55 (53)

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert