Magnaður bati eftir svöðusár frá sel

Laxinn veiddist 22. júní og var með mikið sár, eftir …
Laxinn veiddist 22. júní og var með mikið sár, eftir sel töldu viðstaddir. Þrátt fyrir áverka ákvað veiðimaðurinn Chris Wotherspoon að sleppa laxinum. Láta hann njóta vafans. Ljósmynd/Border Esk Fishing

Lax með stórt sár eftir sel veiddist í vor í ánni Esk á landamærum Skotlands og Englands. Birtar voru myndir af fisknum og leyndi svöðusárið sér ekki. Fiskurinn fékk að njóta vafans og var sleppt á nýjan leik eftir viðureignina. Þetta var 22. júní.

Ýmsir eru vantrúaðir á að laxar lifi af að vera sleppt á nýjan leik. Þar horfa menn ekki síst til nýgenginna laxa sem oft verða fyrir hreisturlosi í meðhöndlun veiðimanna. Laxinn sem fékk að njóta vafans í Esk ánni virðist hafa lifað góðu lífi um sumarið. Hann veiddist aftur seint í ágúst og var þá gróinn sára sinna. Það var naskur veiðimaður sem skoðaði ör á fiskinum og fannst hann kannast við sárið. Hann hafði séð mynd af laxinum þegar hann var veiddur í júní. Við samanburð á myndum leynir sér ekki að um sama fisk er að ræða.

Hér Ryan með sama lax tveimur mánuðum síðar, eða 26. …
Hér Ryan með sama lax tveimur mánuðum síðar, eða 26. ágúst. Þegar hann fór að skoða laxinn fannst honum sárið á honum áhugavert og mundi eftir myndum af særðum laxi fyrr í sumar. Þetta reyndist sami fiskurinn og magnað sjá hversu sárið er gróið og nánast horfið. Ljósmynd/Border Esk Fishing

Það er hreint út sagt magnað að sjá hversu vel sárið er gróið og nánast horfið. Óttinn við hreisturlos á nýgengnum laxi beinist að því að fisknum sé hættara við sveppasýkingu og raunar öðrum sýkingum í kjölfarið. 

Þessar myndir voru birtar á facebook síðunni Border Esk Fishing. Laxinn veiddist á svæði sem heitir Burnfoot beat og liggur Englandsmegin. Um er að ræða svæði í einkaeigu sem er um fimm kílómetra langt. Laxinn veiddist á mjög svipuðum slóðum í bæði skiptin. Var hann um fjögur hundruð metrum ofar í ánni í síðara skiptið.

Áverkarnir voru umtalsverðir á fiskinum og við samanburð kom í …
Áverkarnir voru umtalsverðir á fiskinum og við samanburð kom í ljós að um sama fisk var að ræða. Látum þá njóta vafans. Ljósmynd/Border Esk Fishing

Nokkrar umræður urðu um þessa færslu á síðunni og mikill meirihluti þeirra sem rituðu á síðuna fannst þetta mjög merkilegt og í raun aðdáunarvert að sjá hversu vel fiskurinn hafði gróið sára sinna. Mörgum fannst þetta einmitt merki um að veiða og sleppa fyrirkomulagið væri að virka og rétt væri að láta fiskinn njóta vafans.

Það sést greinilega að fiskurinn hefur rýrnað enda er það alkunna að lax nærist ekki eftir að hann gengur í ferskvatn. Þá hefur hængurinn skipt um lit og neðri skolturinn gengið fram og hann er búinn að taka á sig riðbúninginn og senn tilbúinn til að stuðla að tilurð næstu kynslóðar í ánni Esk.

Sárið var mjög djúpt og sjá má við vinstri hendi …
Sárið var mjög djúpt og sjá má við vinstri hendi Chris að það gengur langt inn í holdið neðan á styrtlunni. Þarna er hængurinn feitur og pattaralegur, engu að síður. Þegar hann veiddist á nýjan leik var hann búinn að rýrna mikið. Ljósmynd/Border Esk Fishing

Við fengum góðfúslegt leyfi frá stjórnanda síðunnar að birta þessar myndir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert