Veruleg verðlækkun í Blöndu

Tekist á við lax í Blöndu. Nýr rekstraraðili sem er …
Tekist á við lax í Blöndu. Nýr rekstraraðili sem er Fish Partner segir verðin lækka mikið þar í sumar. Veiðin síðustu tvö ár hefur verið léleg í Blöndu. Svo kemur nýtt ár og hvað gerist þá? Ljósmynd/Fish Partner

Nýr rekstr­araðili er tek­inn við Blöndu, eins og við höf­um greint frá. Það er fé­lagið Fish Partner sem sér um umboðssölu á veiðileyf­um Blöndu og Svar­tá fyr­ir veiðifé­lagið. Fé­lagið tek­ur við ánni á afar erfiðum tíma. Veiði í Blöndu hef­ur verið mjög döp­ur síðustu ár. Erfiðlega gekk að selja veiðileyfi í hana í sum­ar og veiðimenn jafn­vel fúlsuðu við mikl­um af­slátt­ar til­boðum. Síðustu tvö sum­ur í Blöndu eru með þeim allra lé­leg­ustu frá ár­inu 1974.

Það er ljóst að Blanda mun ekki selja sig sjálf fyr­ir næsta sum­ar. Kristján Páll Rafns­son, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Fish Partner er mjög meðvitaður um þá stöðu. „Við erum að bjóða upp á ýmis kon­ar nýj­ung­ar og erum að lækka verðið um­tals­vert frá því sem verið hef­ur. Vanda­málið okk­ar er hins veg­ar það að við höf­um ekki upp­lýs­ing­ar um verðskrána sem var í sum­ar og höf­um því þurft að fara lengri leiðina til að ná þeim upp­lýs­ing­um,“ seg­ir Kristján Páll í sam­tali við Sporðaköst.

Besti tím­inn und­ir 100 þúsund

Hann upp­lýs­ir að verðið á besta tíma yfir sum­arið verður í kring­um 94 þúsund krón­ur. Hann full­yrðir að það sé mik­il lækk­un frá því sem var i fyrra. Hús­gjaldið verður 42 þúsund krón­ur fyr­ir sól­ar­hring­inn. Opn­un­in í Blöndu hef­ur alltaf þótt mjög spenn­andi en síðustu ár hef­ur hún skilað litlu. Verðið á stöng í opn­un­inni verður í kring­um hundrað þúsund krón­ur, næsta sum­ar.

Fish Partner mun kynna nýj­ung­ar. Þeir ætla að bjóða upp á tví­hendu nám­skeið/​veiðiferð í Blöndu. Þar er um að ræða tveggja daga kennslu og veiði. Fyrri hluta nám­skeiðsins verður fólki kennt að kasta og mun Glenda Powell flugukast­kenn­ari frá Írlandi ann­ast þann hluta. Síðari hlut­inn er svo veiði með tví­hend­um á neðsta svæðinu í Blöndu. „Steini Haf mun hlaupa bakka á milli og leiðseigja fólki á nám­skeiðinu og þar munu þátt­tak­end­ur hafa tæki­færi til að setja í stór­lax á tví­hendu. Tveggja daga pakki kost­ar 86 þúsund fyr­ir utan gist­ingu. Pláss verður fyr­ir átta manns á hverju nám­skeiði. Hægt er að sækja um niður­greiðslu til stétt­ar­fé­lags vegna þátt­töku,“ upp­lýs­ir Kristján Páll.

Ein af nýjungunum verður að sigla niður gljúfrin á svæði …
Ein af nýj­ung­un­um verður að sigla niður gljúfr­in á svæði þrjú. Þeir hafa þegar prófað þetta og hér er tví­byttn­an sem notuð verður í verk­efnið. Ljós­mynd/​Fish Partner

Gljúfra­veiði úr báti

Nýr val­kost­ur verður í boði á svæði þrjú. Þar munu veiðimenn geta veitt gljúfr­in af báti sem fer frá Skurðinum og verður veitt niður gljúfr­in að brúnni of­ar­lega í Blöndu­dal. Kristján seg­ir að nýr bát­ur verði í þessu verk­efni. „Tví­byttna sem við ætl­um að vera með sér­stak­lega í þetta. Þetta hef­ur ekki verið gert áður og verður án efa skemmti­leg og ný upp­lif­un.“

Þá eru uppi hug­mynd­ir um að veiða ósa­svæðið og vera þar með tvær stang­ir fyr­ir sil­ung. Ný nýt­ingaráætl­un hef­ur verið send Fiski­stofu og beðið er eft­ir viðbrögðum frá stofn­un­inni og þar með samþykkt á þess­um áform­um.

Allt eru þetta skemmti­leg­ir hlut­ir og áhuga­verðir. Hins veg­ar er sala laxveiðileyfa í Blöndu og Svar­tá stóra málið. Kristján Páll seg­ir að veru­leg verðlækk­un verði á leyf­um í Blöndu en að verð í Svar­tá verði á svipuðu róli og í fyrra. Hann seg­ir jafn­framt að aðal­sölu­tíma­bilið þeirra fyr­ir Blöndu sé janú­ar og fe­brú­ar og þá komi bet­ur í ljós hver viðbrögðin verða.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert