Undir meðaltalinu en takan var léleg

Grétar Sigurbjörnsson hefur sett í lax í Búrfellsfljóti. Hollið landaði …
Grétar Sigurbjörnsson hefur sett í lax í Búrfellsfljóti. Hollið landaði fimm löxum og missti fjóra. Veiði í Reykjadalsá í Borgarfirði var töluvert undir meðallagi í sumar. Ljósmynd/Jón Gunnarsson

Reykjadalsá í Borgarfirði, eða hin syðri var bæði undir meðaltalinu og yfir í sumar. Veitt er á tvær stangir í henni og hefur meðalárið verið í kringum 150 laxar. Í sumar var hún undir þessu meðaltali og skilaði 116 löxum. Það sem vakti hins vegar athygli þeirra sem vel til þekkja er að mun meira var af fiski í henni en í venjulegu ári. „Ég man ekki eftir að hafa séð svona mikið af laxi í henni. Hann var á öllum veiðistöðum og víða var mikið af honum. Takan var hins vegar mjög léleg og veiðin eftir því. Það var alveg sama hvort menn voru að nota maðkinn eða fluguna,“ upplýsti Óskar Rafnsson einn af landeigendum við Reykjadalsá í samtali við Sporðaköst.

Henry Hallat veiðir Hægindastreng í Reykjadalsá.
Henry Hallat veiðir Hægindastreng í Reykjadalsá. Ljósmynd/Jón Gunnarsson

Þetta kemur heim og saman við lýsingar sem Sporðaköst fengu frá mönnum sem veiddu Reykjadalsána 22. til 24. september. Þeir lönduðu fimm fiskum en Jón Gunnarsson sem var í hollinu sagði að þeir félagar hefðu séð talsvert af fiski í ánni en hann tekið illa. Af þessum fimm sem þeir lönduðu tóku fjórir maðkinn og einn kom á rauðan Frances kón. Þeir fengu fiska í Hægindastreng, Reykholtsfljóti, Búrfellsfljóti og Breiðafljóti. Jón sagði að tökurnar hefðu verið grannar og þeir félagar misst fjóra fiska. Svo fylgdi eitthvað af silungi með.

Þær eru ekki orðnar margar náttúrulegu árnar þar sem leyfður er maðkur. En þannig er það í Reykjadalsá í Borgarfirði. Hún er ein af þessum af gamla skólanum þar sem enn má renna slíku agni.

Fallegur septemberlax úr Reykjadalsá.
Fallegur septemberlax úr Reykjadalsá. Ljósmynd/Jón Gunnarsson

Reykjadalsáin er oft að glíma við vatnsleysi yfir miðbik sumars en því var ekki að heilsa í ár. Gott vatn var í henni nánast allt sumarið og kann það að hafa breytt göngumynstri laxins og hann mætt fyrr en ekki þurft að bíða síðsumars eða haust rigninga til að taka af skarið. 

Nýtt veiðihús er risið við Reykjadalsá og leysti það af hólmi gamla A bústaðinn sem mátti orðið muna sinn fífil fegurri. Vel var selt í ána í sumar og var hún svo gott sem uppseld. Hún er af þessari stærð sem margir íslenskir veiðimenn sækjast eftir. Tvær stangir og sjálfsmennska. 

Veiðihúsið við Reykjadalsá í Reykjadal fyrir norðan. Húsið hefur verið …
Veiðihúsið við Reykjadalsá í Reykjadal fyrir norðan. Húsið hefur verið endurnýjað og nýtt innbú var tekið í notkun fyrir veiðitímabilið. Ljósmynd/MÞH

Reykjadalsá fyrir norðan með 60 laxa

Reykjaldalsá í Reykjadal fyrir norðan, ein af hliðarám Laxár í Aðaldal gaf sextíu laxa í sumar. Hún er seld sem urriðaá og er frábær sem slík. En þar er alltaf laxavon og í sumar veiddust þar sextíu laxar. Eingöngu er veitt á flugu þeirri nyrðri og er öllum laxi sleppt. 

Veiðihúsið fyrir Reykjadalsá var endurnýjað fyrir sumarið. Öllu sópað út og nánast byrjað upp á nýtt. Matthías Þór Hákonarson, leigutaki árinnar sagði að allt innbú hefði verið endurnýjað og eins og sjá má af myndunum sem fylgja er húsið allt hið huggulegasta.

Laxveiðin í sumar er veruleg bæting frá því í fyrra. Þá veiddist 41 lax í Reykjadalsá en aukningin milli ára er um fimmtíu prósent. Mjög misjafnt er milli ára hvað veiðist af laxi en almennt er talið að hátt í 1500 urriðar veiðist þar á hverju sumri.

Allt nýtt í veiðihúsinu. Þar er rafræn veiðibók og fyllsta …
Allt nýtt í veiðihúsinu. Þar er rafræn veiðibók og fyllsta ástæða er til að hvetja veiðifólk að skrá veiðina jafn óðum. Ljósmynd/MÞH

Veiðimenn í Reykjadalsá mættu taka sig á í bókunum á urriðanum. Fjölmörg dæmi eru um að heilu hollin gleymi að skrá fiska. Mikilvægt er að halda utan um veiðina og ekki síst er áhugavert fyrir veiðimenn sem eru að mæta að geta skoðað hvar fiskur var að veiðast og hvað hann var að taka.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert