Mikil spenna fyrir Tungufljóti - 15 tilboð

Sjö buðu í Tungufljót í Vestur Skaftafellssýslu. Tilboðin voru samtals …
Sjö buðu í Tungufljót í Vestur Skaftafellssýslu. Tilboðin voru samtals fimmtán því margir lögðu einnig fram frávikstilboð. Áin var boðin út til næstu fimm ára. Ljósmynd/Gunnar Ingvi Þórisson

Sjö aðilar lögðu fram samtals fimmtán tilboð í veiðirétt í Tungufljót í Skaftafellssýslu. Tilboðin voru opnuð í dag klukkan þrjú á skrifstofu Landssambands veiðifélaga. Ljóst var fyrir útboðið að fjölmargir voru áhugasamir. Sú varð líka raunin. 

Félögin sem sendu inn tilboð voru, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, FHD ehf, Hreggnasi ehf, Fish Partner, Uppstream slf, Pesca Travels ásamt FFII og Magnús Árnason og Helgi R. Helgason.

Hæsta tilboðið, þegar horft er til hreinna tilboða og einblínt á krónutölu, barst frá Hreggnasa ehf eða samtals upp á 127 milljónir króna á samningstímanum, sem er til fimm ára. En Hreggnasi var einnig með fráviksboð sem hljóðaði upp á 276 milljónir en gegn tíu ára samningi. Hreggnasi er með Laxá í Dölum, Grímsá og fleiri ár á leigu.

Fish Partner, sem var með Tungufljótið á leigu bauð 125 milljónir og var einnig með frávikstilboð.

FHD var með tilboð upp á 104 milljónir til fimm ára og þrjú tilboð bárust þar sem var um að ræða skipta áhættu eða umboðsölu.

Í útboðsgögnum var settur hefðbundin fyrirvari um að útboðsaðili væri óbundinn. Við taka væntanlega viðræður við hæstu tilboðsgjafa. Formaður veiðifélagsins er Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra.

Sporðaköst minnast þess ekki að hafa séð svo há tilboð í útleigu á sjóbirtingsá og má kannski segja að þetta sé afrakstur þess að nú er öllum sjóbirtingi sleppt í Tungufljóti og veiðin þar síðustu ár hefur verið góð. Þó var nýliðið tímabil lakara en sveiflur hafa verið miklar í sjóbirtingsveiði síðustu ár. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert