Hreggnasi tekur við Tungufljóti

Jón Þór Júlíusson brosir sínu breiðasta í dag eftir undirritun …
Jón Þór Júlíusson brosir sínu breiðasta í dag eftir undirritun samnings um fimm ára leigu á Tungufljóti í Skaftafellssýslu. Hér er hann reyndar með lax en í dag er sjóbirtingurinn honum efstur í huga. Ljósmynd/Aðsend

Samningar hafa tekist milli Hreggnasa ehf og stjórnar Tungufljótsdeildar Veiðifélags Kúðafljóts um leigu á Tungufljóti til næstu fimm ára. Hreggnasi var með hæsta tilboð í leigu á ánni þegar tilboð voru opnuð fyrir tæpum mánuði. Mikill áhugi var á ánni og bárust alls fimmtán tilboð í Tungufljótið frá sjö aðilum. 

Hreggnasi bauð 127,5 milljónir króna í leigu fyrir árin fimm sem voru í boði. Það jafngildir 25,5 milljónum fyrir hvert ár. Þetta er verðmætasti samningur sem Sporðaköst hafa upplýsingar um þegar kemur að leigu á sjóbirtingsá, eins og Tungufljótið er.

Jón Þór Júlíusson framkvæmdastjóri Hreggnasa staðfesti undirritun samningsins í samtali við Sporðaköst. „Já. Við undirrituðum samninginn í dag og ég skal alveg viðurkenna að mér finnst þetta mjög spennandi verkefni og er afskaplega hrifinn af Tungufljóti,“ upplýsti Jón Þór.

Stefán Jones með 107 sentímetra sjóbirting úr Búrhyl í Tungufljóti, …
Stefán Jones með 107 sentímetra sjóbirting úr Búrhyl í Tungufljóti, haustið 2022. Þetta er einn stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur í heiminum á flugu. Þessi mikli fiskur tók Krókinn sem Gylfi Kristjánsson hannaði á sínum tíma. Ljósmynd/Kristján Geir

Síðustu ár hefur Fish Partner verið með Tungufljótið á leigu og bauð það félag 125 milljónir í fimm ára samning. Voru því býsna nálægt Hreggnasa.

Jón Þór segir að mikill áhugi sé fyrir veiðileyfum í Tungufljóti og þá sérstaklega haustveiðinni. „Staðan er bara þannig að ég gæti selt þá mánuði tvisvar eða jafnvel þrisvar miðað við fyrirspurnir.“

Um er að ræða mikla hækkun frá fyrri samningi og viðurkennir Jón Þór að veiðileyfin muni hækka fyrir næsta tímabil. Hann segir jafnframt að sjóbirtingsveiðin í Tungufljóti sé á heimsklassa og það sé útbreidd vitneskja í hópi hans viðskiptavina sem margir hverjir sæki slíka veiði til Argentínu með miklum kostnaði og löngu ferðalögum.

„Já. Ég skal alveg viðurkenna að ég er mjög skotinn í þessu svæði og hlakka til að hlúa að því og reka,“ sagði hann kátur.

Jón Þór fyrir hönd Hreggnasa og Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra í starfsstjórn og formaður Tungufljótsdeildarinnar undirrituðu samninginn í dag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka