„Hún er æskubrunnurinn – Laxá“

Ásgeir Steingrímsson trompetleikari og einn af höfundum bókarinnar blés ljúfa …
Ásgeir Steingrímsson trompetleikari og einn af höfundum bókarinnar blés ljúfa tóna við upphaf kynningarinnar. Útgáfuhófið var vel sótt. Ljósmynd/Sporðaköst

Fjölmargir veiðimenn lögð leið sína á veitingastaðinn Ölver í kvöld til að fagna útkomu bókarinnar Laxá – Lífríki og saga mannlífs og veiða. Höfundar og aðstandendur útgáfunnar voru mættir til að kynna fyrir áhugasömum, bæði bókina sjálfa og tilurð hennar. 

Sigurður Magnússon og Ásgeir Steingrímsson fóru við þetta tækifæri yfir nokkrar af vel ígrunduðum veiðistaðalýsingum sem þeir hafa skrifað í bókina. Það er afskaplega þakkarvert fyrir unnendur Laxár í Þing að fá saman í eina bók svo gott yfirlit yfir bæði Mývatnssveitina og Laxárdalinn. Ásgeir sá um lýsingar í Dalnum en Sigurður fræðir lesendur um veiðistaði í Mývatnssveitinni.

Fjölmargir veiðiáhugamenn lögðu leið sína á Ölver til að fræðast …
Fjölmargir veiðiáhugamenn lögðu leið sína á Ölver til að fræðast um bókina. Ljósmynd/Sporðaköst

Friðrik Þ. Stefánsson einn af aðstandendum útgáfunnar bauð gesti velkomna og hafði að orði að mikil veiðireynsla væri samankomin hjá þeim sem bókina skrifa og gefa út. Taldist honum til að þar væru samanlögð 260 ár. „Samt erum við svona unglegir eins og sjá má. Það er einmitt vegna þess að Laxá er æskubrunnurinn og þangað sækjum við orkuna.“

Meirihluti þeirra sem standa að útgáfunni ásamt skrifum á bókinni. …
Meirihluti þeirra sem standa að útgáfunni ásamt skrifum á bókinni. Frá vinstri, Gísli Gíslason, Friðrik Þ. Stefánsson, Jörundur Guðmundsson, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Baldur Sigurðsson og loks Ásgeir Steingrímsson. Hátíðleg stund eftir mikla vinnu að fá afkvæmið í hendurnar. Ljósmynd/Sporðaköst

Þarna mátti sjá mörg andlit sem vitjað hafa Laxár og urriðans í henni árum saman. Ef að líkum lætur verður þessi bók biblía þeirra sem stunda veiðar bæði í Dalnum og Mývatnssveitinni. Sérstaklega er áhugavert fyrir marga að gerð voru ný kort af veiðisvæðunum og eru þau átján talsins. Þau ein og sér eru gott framtak.

Lífríki og saga árinnar og veiða í henni eru gerð góð skil. Lífríkið er svo mikilvægt í Laxá. Þegar urriði tekur flugu er hann að borða. Ólíkt laxinum. Það er því mikil og góð undirstaða við fluguval að skilja og þekkja lífríkið. Þar er að finna matseðil urriðans og alla hans eftirlætisrétti.

Laxá heitir hún, bókin um urriðasvæðin í Mývatnssveit og Laxárdal. …
Laxá heitir hún, bókin um urriðasvæðin í Mývatnssveit og Laxárdal. Þarna hafa sjö þungavigtarmenn lagt saman í púkk og sent frá sér áhugaverða bók. Ljósmynd/Veraldarofsi

Þetta var fyrsta útgáfuhófið af nokkrum því veiðibókaútgáfa er með blómlegasta móti fyrir þessi jólin.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert