Erfiðasta veiðitímabilið til þessa

Síðustu hreindýrin á veiðitímabilinu 2024 voru felld í vikunni. Veiðum er nú formlega lokið í ár. Almenna veiðitímabilinu lauk 20. september en leyfi var fyrir nokkrum dýrum á syðstu svæðunum í nóvember, eins og verið hefur undanfarin ár.

„Hreindýraveiðum lokið. Seinasti dagur nóvemberveiða á svæðum 8 og 9. var 20 nóvember. Alls voru felld 792 dýr af 800 dýra kvóta á þessu ári. Þrír tarfar af veiðikvóta náðust ekki og 5 kýr,“ var skrifað á heimasíðu Umhverfisstofnunar í tilefni þessa.

Þrálátar norðanáttir

Einn af gamalreyndu leiðsögumönnunum í Hreindýraveiðum er Sigurður Aðalsteinsson og var hann í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins fyrr í mánuðinum. Þar ræddi hann óvenju erfitt veiðitímabil, og þá einkum sökum leiðindaveðurs og þrálátra norðanátta. Sigurður segir að dýrin hafi aldrei, á veiðitíma í það minnsta, farið svo norðarlega eins og raunin var í haust.

„Þetta var erfiðasta veiðitímabil sem ég hef nokkurn tíma átt,“ upplýsir Sigurður. Hann segir að norðanáttir með þremur snjóbyljum, frá byrjun ágúst fram til 20. september hafi þrýst dýrunum norðar en hann hefur áður upplifað. Fóru dýrin nyrst norður á Öxarfjarðarafrétt.

Í viðtalinu sem fylgir fréttinni ræðir hann þessa stöðu sem uppi var í haust. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert