Finni hefur veitt 18.324 rjúpur

Sigurfinnur Jónsson, til hægri, ásamt veiðifélaga sínum, Ellerti Aðalsteinssyni sem …
Sigurfinnur Jónsson, til hægri, ásamt veiðifélaga sínum, Ellerti Aðalsteinssyni sem skrifar viðtalið við Finna í Sportveiðiblaðið. Þessi mynd er komin nokkuð til ára sinna. Árni Logi

Sigurfinnur Jónsson, eða Finni eins og hann er jafnan kallaður hefur skráð í dagbækur sínar allar rjúpur sem hann hefur skotið. Hann fór í síðasta skipti til rjúpna í fyrra, þá orðinn 93ja ára gamall. Fjöldi rjúpnanna sem hann hefur veitt stendur nú í 18.324. Það sem er kannski merkilegast við veiðisögu Finna er sú staðreynd að í maí 1973 lenti hann í mjög alvarlegu slysi og missti vinstri handlegginn og stórskaðaði á honum hægri fótinn. 

Finni er í viðtali í nýútkomnu Sportveiðiblaði. Mörgum er saga Finna kunn en hún sýnir svart á hvítu að viljinn og viljastyrkur gera fólki kleift að yfirstíga nánast hvað sem er. Finni byrjaði að skjóta rjúpur þrettán ára og spannar veiðiferillinn því 81 ár.

Mynd eftir Golla er forsíða nýjasta tölublaðsins. Manneskjan er lítil …
Mynd eftir Golla er forsíða nýjasta tölublaðsins. Manneskjan er lítil í návígi við náttúru Íslands. Hér er gengið til rjúpna í stórbrotnu umhverfi. Rauði liturinn sem veiðimaðurinn klæðist tengist ekki jólunum. Ljósmynd/Sportveiðiblaðið

Ellert Aðalsteinsson veiðifélagi Finna til áratuga tók viðtalið við kappann. Finni upplýsir að læknar hafi eftir slysið talið að hann yrði bundinn við hjólastól það sem hann ætti eftir ólifað. „Þegar ég tjáði Árna lækni sem tjaslaði mér saman, að ég ætlaði heim að skjóta rjúpu, hló hann bara að mér. Þetta var um haustið og ég sagðist mundu senda honum rjúpur fyrir fyrir jólin. Hann hristi bara höfuðið en á Þorláksmessu þá um árið sendi ég honum 12 rjúpur af þeim rúmlega hundrað og áttatíu sem hafði veitt einhentur og fótlama þá um haustið,“ upplýsir Finni í viðtalinu.

Þetta er maður sem ekki lætur neitt stöðva sig og finnur leiðir framhjá hindrunum. Maður sem margir geta tekið sér til fyrirmyndar.

Sportveiðiblaðið hefur fengið væga andslitslyftingu með aðkomu nýrra eigenda sem efla teymið sem að blaðinu stendur, ásamt Gunnari Bender ritstjóra.

Annar veiðimaður sem ekki hefur látið deigan síga þrátt fyrir alvarlegt slys er Ásgeir Guðmundsson, eða Geiri gæd sem er með annan fótinn í Namibíu, þar sem hann reisti veiðihótel og fann ástina.

Sportveiðiblaðið ber aldurinn vel, og með þessu þriðja tölublaði ársins lýkur 42. árgangi. Blaðið er eins og ávallt efnismikið og þá ekki síst hvað varðar skotveiði. Farið er til veiða í Póllandi, Skotlandi og að sjálfsögðu í heiðagæs hér heima.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert