Að fá fisk á jólatré og heppinn Ragnar

Ragnar Már Magnússon var dreginn upp úr dagatalspotti Veiðihornsins í …
Ragnar Már Magnússon var dreginn upp úr dagatalspotti Veiðihornsins í morgun. Hann fékk Sage R8 Core stöng að eigin vali. Valdi 9,6 feta stöng fyrir línu sex. Ljósmynd/Veiðihornið

Þetta er Dagurinn. Aðfangadagur og þá þarf allt að vera fullkomið. Ívið sverara og stærra og meira. Gott dæmi er Kertasníkir sem mörg börn þekkja að gefur jafnvel aðeins meira í skóinn en bræður hans. Jóladagatöl eru oft með 24 gluggann stærstan. Til dæmis jóladagatal Veiðihornsins. Flugan sem var í því dagatali á aðfangadag í fyrra var ekki bara stór heldur líka afar sérstök og jólaleg fyrir allan peninginn. Flugan var jólatré. Auðvitað er fluga af þessu tagi fyrst og fremst skraut og hugsuð sem hluti af jólastemmingunni.

„Já. Við fréttum af manni sem fékk vænan sjóbirting á þessa flugu síðastliðið vor. Við höfum staðfest fleiri tilvik,“ svaraði Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu aðspurður hvort hann vissi um einhvern sem hefði reynt að kasta þessari flugu.

Jólatréð. Aðfangadagsflugan í fyrra. Hún gaf sjóbirtinga. Það er staðfest. …
Jólatréð. Aðfangadagsflugan í fyrra. Hún gaf sjóbirtinga. Það er staðfest. Forvitnilegt væri að heyra frá veiðimönnum sem notuðu hana í sumar með góðum árangri. Ljósmynd/Veiðihornið

Svo getur fólk spurt sig, hvað fer í gegnum hausinn á veiðimanni sem opnar fluguboxið sitt úti í á og ætlar að velja flugu fyrir næsta kast. Jú þarna er fluga sem er eins og jólatré. Best að prófa hana. Er það vonleysi sem ræður för? Búið að reyna allt þetta hefðbundna. Eða er það leitin að einhverju sem hann hefur ekki séð áður? Ólíklegt að jólatré hafi farið út í áður. Hvað sem veldur þá væri gaman að heyra af því hvort fleiri hafi reynt jólatréð.

Nú er það Snæfinnur

En á hinn bóginn þá er sú skæða fluga rauður Frances í laginu eins og jólatré og hefur verið hnýtt í nánast öllum litum. Líka grænum og allir þekkja hversu mögnuð sú fluga er. Þannig að kannski er jólatréð ekki svo vitlaust hugmynd.

Snæfinnur mættur. Vottar fyrir smá Squirmy wormy í honum og …
Snæfinnur mættur. Vottar fyrir smá Squirmy wormy í honum og væntanlega gott flot sem býður upp á möguleika. Ljósmynd/Veiðihornið

Allt þjóðfélagið hefur verið á fleygiferð allan mánuðinn við að undirbúa þennan dag. Hápunkturinn er runninn upp. Í morgun var það síðasti glugginn í dagatalinu. Og hvað kom í ljós? Jú flugan Snæfinnur. Hlýtur eiginlega að heita það því hún er snjókarl.

Harður pakki opnaður í morgun. Þessi hafði að geyma óútkomna …
Harður pakki opnaður í morgun. Þessi hafði að geyma óútkomna veiðibók. Meira um það síðar. María og Óli sendu jólakveðjur til allra. Ljósmynd/Veiðihornið

En Snæfinnur kom færandi „hendi“ því að í morgun var dregið í jólaleik Veiðihornsins. Allir sem keyptu jóladagatalið 24 flugur til jóla í forsölu fóru í pott. Í vinning var Sage R8 Core flugustöng. Það var dregið í morgun og upp úr pottinum kom nafnið Ragnar Már Magnússon. Óli hringdi í vinningshafann og færði honum fréttirnar og sagði að hann gæti komið hvenær sem er til að sækja vinninginn. Milli jóla og nýárs eða eftir áramótin. Bara hvað hentaði. Nokkrum mínútum síðar var Ragnar Már mættur í Síðumúlann. Hann mátti velja sér stöng úr R8 línunni og fyrir valinu varð 9,6 feta stöng fyrir línu sex.

Svona birtist Snæfinnur í morgun. Gluggi númer 24. Aðfangadagur.
Svona birtist Snæfinnur í morgun. Gluggi númer 24. Aðfangadagur. Ljósmynd/Veiðihornið

Gleðileg jól

Það var létt yfir Óla og Maríu í Síðumúlanum í morgun þegar gjafmildir fjölskyldumeðlimir víða að voru að kaupa síðustu jólagjafirnar eða bæta við aukagjöf. „Gleðilega hátíð til þín og allra,“ sagði Óli í kveðjuskyni og heyra mátti Maríu kalla á bak við. „Já, gleðilega hátíð.“

Sporðaköst taka heilshugar undir þessar kveðjur og óska veiðifólki um allt land gleðilegra jóla. Þegar jólasteikin verður runnin niður og búið að spila frá sér allt vit, förum við í að rifja upp þetta magnaða veiðiár sem er að baki.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert