Útlitið fyrir laxveiðina sumarið 2025

Sigurður Már Einarsson og Jóhannes Guðbrandsson, fiskifræðingar hafa hannað spámódel fyrir smálaxagengd á Vesturlandi. Sigurður Már mætti í myndver til okkar og fór yfir hverju við er að búast í laxveiðinni í sumar. Þeir félagar spáðu fyrir um töluverða aukningu í smálaxi sumarið 2024 og það gekk eftir. Nú er annað uppi á teningnum.

Það kennir margra grasa í viðtalinu við Sigurð Má. Hann fer yfir nýjar upplýsingar sem komnar eru fram sem sýna að veiðiálag á laxi í völdum ám hefur fallið verulega á þessari öld. Sigurður horfir þar fyrst og fremst til þess að sífellt fleiri ár leyfa eingöngu fluguveiði og eins og hann segir: „Flugan virðist fara betur með.“

Kanarífugl úthafsins

Laxinn er skammlíf tegund í sjónum og bendir Sigurður á að hann er oft kallaður kanarífugl sjávarins. Vitnar hann þar til námumanna á árum áður sem gjarnan voru með slíka fugla í búrum með sér í námunum. Ef að kanarífuglinn drapst var eins gott að forða sér upp á yfirborðið. Sigurður fer yfir þessa samlíkingu í þættinum.

Þá ræðir hann endurkomulaxa sem eru laxar sem lifa af veturinn og ganga til sjávar að vori, eftir hrygningu og ganga endurnýjaðir í árnar nokkrum mánuðum síðar. Þetta hlutfall getur hlaupið frá því að vera fjögur til fimm prósent og allt upp í tuttugu prósent í lélegum árum.

Áhugavert viðtal fyrir veiðifólk um þessa merkisskepnu laxinn.

Sigurður Már er á sínu síðasta starfsári sem fiskifræðingur með áherslu á Vesturland. Sporðaköst þakka Sigurði fyrir ómetanlegt starf á því sviði. Við af honum tekur öflugur maður, nefnilega Jóhannes Guðbrandsson sem vann að spámódelinu áðurnefnda.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka