Útlitið fyrir laxveiðina sumarið 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 38:05
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 38:05
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Sig­urður Már Ein­ars­son og Jó­hann­es Guðbrands­son, fiski­fræðing­ar hafa hannað spá­mód­el fyr­ir smá­laxa­gengd á Vest­ur­landi. Sig­urður Már mætti í mynd­ver til okk­ar og fór yfir hverju við er að bú­ast í laxveiðinni í sum­ar. Þeir fé­lag­ar spáðu fyr­ir um tölu­verða aukn­ingu í smá­laxi sum­arið 2024 og það gekk eft­ir. Nú er annað uppi á ten­ingn­um.

Það kenn­ir margra grasa í viðtal­inu við Sig­urð Má. Hann fer yfir nýj­ar upp­lýs­ing­ar sem komn­ar eru fram sem sýna að veiðiálag á laxi í völd­um ám hef­ur fallið veru­lega á þess­ari öld. Sig­urður horf­ir þar fyrst og fremst til þess að sí­fellt fleiri ár leyfa ein­göngu flugu­veiði og eins og hann seg­ir: „Flug­an virðist fara bet­ur með.“

Kanarí­fugl út­hafs­ins

Lax­inn er skamm­líf teg­und í sjón­um og bend­ir Sig­urður á að hann er oft kallaður kanarí­fugl sjáv­ar­ins. Vitn­ar hann þar til námu­manna á árum áður sem gjarn­an voru með slíka fugla í búr­um með sér í námun­um. Ef að kanarí­fugl­inn drapst var eins gott að forða sér upp á yf­ir­borðið. Sig­urður fer yfir þessa sam­lík­ingu í þætt­in­um.

Þá ræðir hann end­ur­komulaxa sem eru lax­ar sem lifa af vet­ur­inn og ganga til sjáv­ar að vori, eft­ir hrygn­ingu og ganga end­ur­nýjaðir í árn­ar nokkr­um mánuðum síðar. Þetta hlut­fall get­ur hlaupið frá því að vera fjög­ur til fimm pró­sent og allt upp í tutt­ugu pró­sent í lé­leg­um árum.

Áhuga­vert viðtal fyr­ir veiðifólk um þessa merk­is­skepnu lax­inn.

Sig­urður Már er á sínu síðasta starfs­ári sem fiski­fræðing­ur með áherslu á Vest­ur­land. Sporðaköst þakka Sig­urði fyr­ir ómet­an­legt starf á því sviði. Við af hon­um tek­ur öfl­ug­ur maður, nefni­lega Jó­hann­es Guðbrands­son sem vann að spá­mód­el­inu áður­nefnda.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert