Laxinn er kanarífugl úthafanna

Laxinn er skammlíf tegund, þegar kemur að sjávardvöl. Hann dvelur ýmist eitt ár eða tvö á fæðuslóð í hafinu og tekst þar á við þau skilyrði sem í boði eru. Hvernig honum reiðir af gefur því skýra mynd af því hver staðan var í sjónum. Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur segir laxinn stundum kallaðan kanarífugl sjávarins vegna þessa.

Aðrar tegundir sem eru langlífari í sjónum, eins og þorskurinn geta brugðist við sveiflum í sínum umhverfi í sjónum og beðið betri tíma þegar hægt er að bæta upp fyrir mótlætið. Þorskurinn gengur þannig á lifrina og þreyir Þorrann og Góuna þar til betri tíð kemur. Laxinn á hins vegar ekki annan kost en að snúa aftur í ferskvatnið í því ástandi sem hann er, hvort sem hann er þykkur og stór eða rýr og smár.

Kanarífuglar eru afar viðkvæmir fyrir loftmengun og voru þeir notaðir áður fyrr, í námum til að vara námumenn við, ef loftgæði versnuðu skyndilega. Þeir voru hafðir í búrum og ef fuglinn drapst var eins gott fyrir námumennina að hraða sér upp á yfirborðið.

Sigurður Már ræðir hér þessa áhugaverðu og skemmtilegu samlíkingu í Sporðakastaspjallinu sem birtist síðastliðna helgi. 

Viðtalið er tæpur klukkutími og hægt er að nálgast það í heild sinni með því að smella á linkinn hér að neðan.

Þessi stórlax hefur greinilega notið góðra skilyrða í hafinu. Þennan …
Þessi stórlax hefur greinilega notið góðra skilyrða í hafinu. Þennan lax veiddi Ingólfur Davíð Sigurðsson í Vatnsdalsá. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert