Stóru árnar gáfu laxa á opnunardegi

Fyrstu laxarnir veiddust á opnunardegi í Dee, Tweed og Teith …
Fyrstu laxarnir veiddust á opnunardegi í Dee, Tweed og Teith í Skotlandi í dag. Menn vona að það viti á gott að allar stóru árnar sem opnuðu í dag, gáfu fiska. Þessi tiltekni lax er reyndar veiddur í Tay í dag en veiði hófst þar fyrir nokkrum dögum. Ljósmynd/ASF

Laxveiðitímabilið hófst í nokkrum af þekktustu laxveiðiám Skotlands í morgun. Þeirra á meðal eru Dee, Tweed og Teith. Skemmst er frá því að segja að allar þessar þekktu ár gáfu fisk á opnunardegi. Það verður að teljast góðs viti. Nokkur bati varð í laxveiði í Skotlandi í fyrra eftir nokkur mögur ár.

Ali með fyrsta laxinn úr Dee í sumar. Gaman að …
Ali með fyrsta laxinn úr Dee í sumar. Gaman að sjá að vorfiskurinn er mættur. 1. febrúar er opnunardagur Dee. Ljósmynd/ASF

Á Írlandi opna nokkur laxasvæði strax á nýársdag en í í Skotlandi opna þær fyrstu 11. janúar. Þá opnuðu Thurso, Helmsdale, Oykel og Halladale svo einhverjar séu nefndar. Tay opnaði 15. janúar. Svo er 1. febrúar merkileg dagsetning hjá mörgum veiðiáhugamönnum en þá opna margar ár. Vissulega er þetta mjög snemmt en vorveiðin eða leitin að vorlaxinum er rótgróin hefð hjá mörgum. Laxagöngur í Skotlandi eru vorlax og svo kemur aðalgangan snemma sumars og þá oftar en ekki er uppistaðan smálax. Svo kemur ganga síðsumars og þetta gerir það að verkum að laxveiðitímabilið í mörgum af þessum ám er tíu til ellefu mánuðir á meðan að íslenskir veiðimenn búa við tímabil sem hefst í júní og lýkur í september ef frá eru skyldar ár sem byggja á seiðasleppingum. Vissulega lengir sjóbirtingurinn tímabilið í báða enda og hefst vorveiðin þar 1. apríl og stendur langt fram í október.

Áin Spey sem margir þekkja opna 11. febrúar. Veiðin er ekki mikil þessa fyrstu daga og vikur en þó eru menn að setja í stöku fiska og þannig veiddist glæsilegur nítján punda hængur í Tay á opnunardegi.

Fyrsti laxinn úr Tweed veiddist klukkan 11:36. Hylurinn heitir The …
Fyrsti laxinn úr Tweed veiddist klukkan 11:36. Hylurinn heitir The Wall og svæðið er lower north Wark. Nýgenginn og prýddur þessum magnaða hvíta lit. Vonandi veit þetta á gott. Ljósmynd/ASF

Mikið er veitt á spúna fyrstu dagana í mörgum af þessum ám. Fyrsti flugulaxinn sem við vitum um í Skotlandi veiddist 21. janúar á ósasvæði Mortison árinnar.

„Frábært að sjá fiska úr öllum stóru ánum á opnunardegi hér í Skotlandi. Vonandi veit þetta á gott veiðisumar,“ sagði Stuart McCallum í samtali við Sporðaköst. Stuart heldur úti síðu á Facebook sem heitir Atlantic Salmon Fishing. Hann fylgist grannt með stöðu mála í laxveiðinni á Bretlandseyjum og raunar víðar. Ríflega tólf þúsund manns fylgja síðunni og þar af fjölmargir íslenskir veiðimenn.

Stuart tók fram að auðvitað væri of snemmt að taka mið af fyrstu dögum og vikum veiðitímans en það gleður alla að sjá vorlaxinn á ferðinni.

Vorgöngur laxa í Skotlandi og víðar hafa farið minnkandi undanfarin ár. Auðvitað vonast allir til þess að sú staða breytist til batnaðar. Sjáum hvað setur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert