Umræða laxveiðimanna og eldismanna hafa verið hávær og afskaplega skautuð, eða pólariseruð. Millivegurinn er ekki til. Guðni Guðbergsson sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun kannast við þessa hörðu umræðu þegar kemur að umræðu um sjókvíaeldi. „Það er ekki auðvelt að vinna undir þessari umræðu,“ viðurkennir Guðni. Hann bendir líka á að persónur og leikendur séu dregnir inn í umræðuna og einnig komi til þrýstingur frá stjórnmálunum.
Áhættumatið margnefnda er lykilgagn í ákvarðanatöku þegar kemur að sjókvíaeldi. Guðni líkir áhættumatinu við fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem fylgst er grannt með stöðu stofna og dregið úr sókn ef útlit er fyrir að gengið sé á fiskistofn. Hann segir áhættumatið eiga að virka á svipaðan hátt. „Ef að umhverfisáhrifin er talin óásættanleg þá þarf að draga úr eldinu. Það þarf að finna þessi mörk og það er ekkert þægilegt að vinna það undir þessari pólariseruðu umræðu,“ sagði Guðni í spjalli á Sporðaköstum hér á mbl.is, í lok janúar.
Þar ræddi hann meðal annars um áðurnefnda umræðu milli þessara tveggja hópa sem tekist hafa á af hörku. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að það skiptir máli að hafa þekkingu, það skiptir máli að byrja tiltölulega hægt og byrja tiltölulega örugglega. Þannig að menn læri á umhverfið, aðstæður og viti hverjir eru áhættuþættirnir og hverju við getum breytt og hverju við getum ekki breytt. Þá þarf svolitla þolinmæði til þess að læra á það án þess að lenda í einhverju stóru að það sé óafturkræft. Þá erum við að tala um pólitík og pólitíska pressu og það er ekki líffræði,“ upplýsir Guðni.
Hann nefnir að persónur og leikendur hafi verið dregnir inn í umræðuna og það þekkja allir sem fylgst hafa með þessum skoðanaskiptum. Aðspurður hvort að það sé ekki óumflýjanlegt að þessar tvær atvinnugreinar, fiskeldi og laxveiðin muni þurfa að lifa saman, svarar hann: „Miðað við stöðuna eins og hún er núna. Þá erum við þar. Já.“
Þátturinn með Guðna Guðbergssyni þar sem hann ræðir um margvísleg málefni sem tengjast laxi og öðrum fiskum má finna með því að smella á linkinn hér að neðan.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |