Lýsa áhyggjum af ástandi hreindýrastofnsins

SKOTVÍS tekur undir með nýjum umhverfisráðherra að ótækt sé að …
SKOTVÍS tekur undir með nýjum umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið greiði með hreindýraveiði á Íslandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Skot­veiðifé­lag Íslands, SKOTVÍS, lýs­ir yfir áhyggj­um sín­um af ástandi hrein­dýra­stofns­ins og minnk­andi veiði und­an­far­in ár. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá SKOTVÍS en þar seg­ir að mik­il­vægt sé að kom­ast að því hvað veld­ur og grípa til viðeig­andi ráðstaf­ana svo tryggja megi áfram sjálf­bær­ar veiðar og framtíð sterks hrein­dýra­stofns.

SKOTVÍS tek­ur jafn­framt und­ir með nýj­um um­hverf­is­ráðherra að ótækt sé að ríkið greiði með hrein­dýra­veiði á Íslandi.

Segj­ast hafa talað fyr­ir dauf­um eyr­um

„SKOTVÍS hef­ur talað fyr­ir dauf­um eyr­um árum sam­an um að fé­lagið fái full­trúa í hrein­dýr­aráði og þar með ekki getað komið sjón­ar­miðum veiðimanna á fram­færi, m.a. þegar kem­ur að verðlagn­ingu veiðileyfa eða umræðu um veiðistofn og kvóta,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

SKOTVÍS seg­ir að í ljósi þess að rík­is­stjórn­in óskaði í upp­hafi árs eft­ir sparnaðar­til­lög­um frá al­menn­ingi þá sé við hæfi að minna á eldri til­lög­ur SKOTVÍS til Um­hverf­is og auðlindaráðuneyt­is­ins til sparnaðar vegna um­sýslu með hrein­dýra­veiðum.

„SKOTVÍS er meira en til­búið til að semja við ríkið um að fé­lagið taki að sér alla um­sjón hrein­dýra­veiða sem fel­ur í sér um­tals­verðan sparnað fyr­ir ríkið. Í Svíþjóð er sams­kon­ar fyr­ir­komu­lag við líði, þar sem Sænska skot­veiðisam­bandið, Svensk Jager­for­bund, sinn­ir marg­vís­legri um­sýslu fyr­ir sænska ríkið varðandi veiði og veiðileyfi,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert