„Gráti nær þegar maður talar um þetta“

Sigurður Aðalsteinsson segir að minni kvóti á hreindýr sé eðlileg …
Sigurður Aðalsteinsson segir að minni kvóti á hreindýr sé eðlileg ráðstöfun úr því sem komið er. Hann býst við að kvótinn geti minnkað meira áður búast má við aukningu á ný. Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

„Þessi mikla fækk­un á hrein­dýr­um er ein­göngu út af of­veiði. Við leiðsögu­menn vor­um margsinn­is bún­ir að grenja í þeim sem fóru með stjórn­un á þessu að minnka kvót­ann. Við vær­um að ganga á stofn­inn,“ seg­ir Sig­urður Aðal­steins­son hrein­dýra­leiðsögumaður í sam­tali við Sporðaköst. Hann seg­ir að ekki hafi verið hlustað á þess­ar ábend­ing­ar og kröf­ur leiðsögu­manna fyrr en þeir fóru í fjöl­miðla með þetta og þá hrökk málið aðeins til baka.

Síðustu tvö ár hef­ur kvóti á hrein­dýr verið ákveðinn í sam­ráði við leiðsögu­menn. „Ég sé ekki bet­ur en að hann minnki meira á næsta ári,“ bæt­ir Sig­urður við.

Hann tel­ur að hluti af ástæðunni fyr­ir því hversu illa er komið fyr­ir hrein­dýra­stofn­in­um sé að Um­hverf­is­stofn­un sem nú er reynd­ar orðin Nátt­úru­vernd­ar­stofn­un hafi fengið um­sýslu­kostnað fyr­ir hvert hrein­dýr sem var fellt og það „hafi verið þeirra hag­ur að halda kvót­an­um uppi til að þeir fengju meiri pen­ing og þeir gerðu það,“ seg­ir Sig­urður. Sama staða var uppi varðandi Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands og áhuga­verð spurn­ing hvort þetta sé rétt­asta fyr­ir­komu­lagið þegar kem­ur að fjár­mögn­un á slíkri stjórn­sýslu.

Leiðsögu­menn töluðu fyr­ir dauf­um eyr­um um langt ára­bil. Hann nefn­ir dæmi „Eitt árið gáfu þeir út 170 dýra kvóta á svæði tvö. Þegar við byrj­um að veiða voru bara 130 dýr á svæðinu. Punkt­ur. Einu svör­in sem við feng­um voru að finnd­um ekki dýr­in og að við vær­um klauf­ar og dýr­in myndu koma ann­ars staðar frá, af öðrum svæðum. Það gerðist nátt­úru­lega ekki. Við sögðum í fram­haldi af þessu við Um­hverf­is­stofn­un að nú væri komið gott og við mynd­um hætta veiðinni á svæði tvö og að þeir myndu end­ur­greiða leyf­in að fullu. Það var ekki við það kom­andi. Held­ur var skarað veiðinni af svæði tvö yfir á svæði sex og svæði eitt. Þá var verið að skara yfir í svæði sem voru með full­sett­an kvóta miðað við dýra­fjölda sem var þar. Þetta varð til þess að bæði svæðin eru nú rjúk­andi rúst eft­ir þetta. Þetta er svo sorg­legt. Þeir vita ekk­ert hvað þeir eru að gera. Maður er bara gráti nær þegar maður fer að tala um þetta. Þetta er svo nöt­ur­legt,“ seg­ir þessi Jök­ul­dæl­ing­ur sem skotið hef­ur hrein­dýr í fimm­tíu ár og er einn af reynd­ustu hrein­dýra­leiðsögu­mönn­um lands­ins.

Þurf­um að leyfa veiðar á kálf­um

Nú er kvót­inn ákv­arðaður í sam­ráði við leiðsögu­menn. Vegið þið þungt í því sam­ráði?

„Já. Það er að fullu tekið mark á okk­ur og þessi breyt­ing varð fyr­ir tveim­ur árum. Við vor­um ásátt með það við leiðsögu­menn og Nátt­úru­stofa Aust­ur­lands að fara fram með þess­um hætti í ár og sjá aðeins til hver þró­un­in verður. Það þarf að skipta leyf­un­um miklu meira upp. Það þarf að fara að leyfa aft­ur kálfa­veiði. Því að í öll­um veiðisam­fé­lög­um þar sem eru hrein­dýr eru skotn­ir kálf­ar. Þegar þeir eru ekki skotn­ir leiðir það til þess að stofn­inn yng­ist. Það er þekkt í bú­skap að það eru ekki öll lömb eða kálf­ar sett á. Við vild­um breyta þessu þannig að kálf­ar yrðu veidd­ir á ný.“

Að mörgu er að huga við veiðistjórnun á hreindýrum. Sigurður …
Að mörgu er að huga við veiðistjórn­un á hrein­dýr­um. Sig­urður Aðal­steins­son seg­ir að leiðsögu­menn vilji leyfa kálfa­veiði og veiði á yngri törf­um. Friðrik Tryggva­son

Eitt­hvað fleira sem þið vilduð breyta?

„Já. Við telj­um rétt að gera eins og Norðmenn. Í tarfa­kvót­an­um í Nor­egi eru full­orðnir tarfar ekki nema um 25% af þeim törf­um sem eru veidd­ir. Hinu er dreift niður á yngri tarfa og það eru skotið dá­lítið af vet­ur­göml­um törf­um og ungtörf­um. Þessu þarf að breyta hér. Það þarf að skipta þessu upp í 30% gaml­ir tarfar, 30% svona miðaldra og 30% ungtarfar. Maður sá það þegar maður horfði í hjarðirn­ar í haust og var að elt­ast við simlu­hópa* að það var upp í 45% af ungtörf­um inn­an um. Það er alltof alltof hátt.“

Hjörðin rataði ekki í sum­ar­hag­ana

Nú er bannað að skjóta vet­urgamla tarfa.

„Já og það er ein­mitt það sem er að gera hjarðirn­ar alltaf yngri og yngri. Þú get­ur rétt ímyndað þér ef ég væri bóndi og myndi alltaf setja á öll lömb­in og slátra bara elstu roll­un­um. Hvaða áhrif held­urðu að það hefði? Hjörðin myndi yngj­ast og yngj­ast. Þegar hjörðin yng­ist of mikið þá ger­ast hlut­ir. Þau hætta að rata í bestu hag­ana. Elstu roll­urn­ar leiða hóp­inn í bestu beit­ina og það er ná­kvæm­lega það sama hjá hrein­dýr­un­um. Það er tvennt sem varð þess vald­andi að dýr­um fækkaði á svæði tvö. Í fyrsta lagi var það of­veiði. Við vor­um bún­ir að skjóta all­ar elstu siml­urn­ar og komn­ir niður í skrokkþunga í kring­um þrjá­tíu kíló. Það sagði okk­ur að við vor­um ein­göngu að veiða tveggja vetra siml­ur. Farið á dýr­un­um á svæði tvö var þannig að þau fóru af svæðinu í vetr­ar­beit. Þau fóru þá niður af Öxi og niður í Breiðdal og í Beru­fjörð. Það er ör­stutt frá Snæ­fell­inu og þarna yfir. Bara ein­hverj­ir tutt­ugu kíló­metr­ar. Dýr­in gerði þetta ár­lega en svo þegar við vor­um bún­ir að skjóta all­ar gömlu siml­urn­ar á Fljóts­dals­heiðinni og það voru bara eft­ir tveggja vetra siml­ur þá fóru þær niður eft­ir í vetr­ar­beit­ina en skiluðu sér ekki til baka. Þessi ungu dýr rötuðu ekki í sum­ar­hag­ana aft­ur. Þess vegna núllaði svæði tvö því dýr­in komu ekki aft­ur í sum­ar­hag­ana á Snæ­fells­svæðinu og á Fljóts­dals­heiðinni.“

Fram­boð og eft­ir­spurn

Al­veg er þetta magnað Siggi. En hvað seg­ir þú um verðhækk­un­ina sem nú verður á leyf­un­um?

„Hún er al­veg eðli­leg. Þar sem lög­mál fram­boðs og eft­ir­spurn­ar rík­ir þá hækk­ar verð þegar eft­ir­spurn er meiri en fram­boðið og um er að ræða tak­mörkuð gæði. Þetta verð hef­ur ekki fylgt verðlagsþróun og þessi hækk­un dug­ar ekki til að ná henni. Ef það ætti að vera þá færi leyfið yfir þrjú hundruð þúsund krón­ur, miðað við það sem var fyr­ir ekki svo mörg­um árum.“

Verð fyr­ir hrein­dýratarf er nú 231.600 krón­ur og hækk­ar úr 193.000. Verð fyr­ir belj­una/​siml­una fer úr 110.000 í 132.000 krón­ur. Hafa sprottið upp heit­ar umræður vegna þessa á sam­fé­lags­miðlum og sitt sýn­ist hverj­um.

Aust­ur­frétt birti frétt síðasta sum­ar þar sem tekið hafði verið sam­an fjöldi um­sókna um hrein­dýra­leyfi og kvóti dýra. Þær töl­ur má sjá hér að neðan en Aust­ur­frétt fékk töl­urn­ar frá Um­hverf­is­stofn­un.

   Ár    Útgef­inn kvóti  Fjöldi um­sókna

2024        800                3.199

2023        901                2.923

2022       1.021              3.298

2021       1.220              3.343

2020       1.325              2.910

2019       1.451              3.127

2018       1.450              3.176

2017       1.315              3.301

2016       1.300              3.209

2015       1.412              3.673

2014       1.277              3.602

2013       1.229              3.610

2012       1.009              4.327

2011       1.001              4.050

2010       1.272              3.804

2009       1.333              1.333

2008       1.333              3.038

2007       1.137              2.728

2006        909                1.988

2005        800                1.659

2004        800                1.158

*Sig­urður Aðal­steins­son veiðileiðsögumaður tal­ar ekki um kýr þegar rætt er hrein­dýr. Hann tal­ar bara um siml­ur og vill meina að það sé eina rétta orðið. Hér að neðan er link­ur á viðtal við Sig­urð í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins, þar sem hann út­skýr­ir þetta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert