Stytta veiðitímabil og bjóða bónusstangir

Ármann Ingi Árnason búinn að setja í hann á Landaklöpp …
Ármann Ingi Árnason búinn að setja í hann á Landaklöpp í Syðri Brú í fyrra. Spennandi augnablik hjá ungum veiðimanni. Ljósmynd/ÁÞA

Áhuga­verðar breyt­ing­ar verða á Syðri Brú, efsta veiðisvæðið í Sog­inu í sum­ar. Byrj­un veiðitím­ans er seinkað fram til 10. júlí þó svo að veiði megi hefjast 21. júní. Þá bæt­ast við þrjár stang­ir í sil­ungi á nýju og spenn­andi svæði milli virkj­ana. Svæðið hef­ur ekki verið veitt í mörg ár og geym­ir bæði bleikju og urriða. Þess­ar stang­ir fylgja með laxveiðileyf­inu og er bón­us fyr­ir veiðimenn sem kaupa veiðileyfi í Syðri Brú.

Ein­ar Páll Garðars­son og Jó­hann­es Þor­geirs­son eiga og reka Veiðikló ehf, sem er leigutaki að Syðri Brú. Þeir fé­lag­ar eru einnig með Gíslastaði í Hvítá á leigu og  hafa bæði svæðin notið vin­sælda, og þá ekki síst fyr­ir að bæði Syðri Brú og Gíslastaðir bjóða upp á sjálfs­mennsku og verðið er viðráðan­legra en á mörg­um veiðisvæðum.

„Við erum að horfa til þess í Syðri Brú að það sé ör­uggt að lax­inn sé kom­inn. Að við séum að selja veiðifólki góða mögu­leika frá fyrsta degi og að það sé stíg­andi í veiðinni,“ upp­lýs­ir Ein­ar Páll Garðars­son, þegar Sporðaköst spurðu hann út í stytt­ingu á veiðitím­an­um á svæðinu.

Feðgaveiði. Árni Þór Arnarson og Ármann Ingi Árnason lönduðu þessum …
Feðgaveiði. Árni Þór Arn­ar­son og Ármann Ingi Árna­son lönduðu þess­um fal­lega laxi á Syðri Brú í fyrra. Ljós­mynd/ÁÞ​A

„Syðri Brú er skemmti­legt laxveiðisvæði og eitt af fáum laxveiðisvæðum á land­inu þar sem er bara ein stöng. Mik­ill meiri­hluti veiðinn­ar kem­ur af Landaklöpp sem er þekkt­asti veiðistaður Syðri Brú­ar en þar eru fleiri góðir staðir eins og Blá­hyl­ur og Sakk­ar­hólmi. Menn fest­ast oft lengi á Landaklöpp­inni enda ligg­ur þar alltaf fisk­ur. Allt sum­arið.“

Eins og sagði hér að ofan bæt­ast við þrjár stang­ir sem til að veiða sil­ung í Lón­inu svo­kallaða eða milli stífla eða virkj­ana. Þar má veiða flugu, maðk og spún. Þetta svæði hef­ur ekki verið opið veiðimönn­um í lang­an tíma og verður for­vitni­legt að heyra af afla­brögðum. Fisk­ur­inn sem er í lón­inu er staðbund­inn og er fast­ur þar inni og vænt­an­lega má finna þar aldna höfðingja inn­an um.

Fyr­ir áhuga­sama eru frek­ari upp­lýs­ing­ar inni á vefn­um hjá fé­lag­inu, sem er www.veidiklo.is

Vak­in er at­hygli á því að veiðimenn noti björg­un­ar­vesti þegar veitt er á þess­um stöðum og eru þau til staðar í veiðihús­inu. Þá eru tveir björg­un­ar­hring­ir á veiðisvæði Lóns­ins með þrjá­tíu metra langri áfastri línu.

Hér má sjá svæðið þar sem silungastangirnar þrjár eru í …
Hér má sjá svæðið þar sem sil­ungastang­irn­ar þrjár eru í boði. Inn á loft­mynd­ina eru merkt veiðimörk. Á þessu svæði hef­ur ekki verið stunduð stang­veiði í lang­an tíma. Ljós­mynd/​Loft­mynd­ir ehf

Heim­ilt er að taka einn lax á dag á Syðri Brú en sleppa skal öll­um laxi yfir sjö­tíu sentí­metra.

Sil­ungastang­irn­ar þrjár sem fylgja með í kaup­um á leyfi í Syðri Brú opna alls kon­ar mögu­leika því veiðihúsið sem veiðifólk hef­ur til af­nota og stend­ur skammt frá Landaklöpp hýs­ir tíu til tólf manns.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert