Litlaá og Skjálftavatn í útboð

Stefán Hrafnsson með fallegan urriða á opnunardegi í Litluá í …
Stefán Hrafnsson með fallegan urriða á opnunardegi í Litluá í Kelduhverfi í opnun vorið 2019. mbl.is/Aðsend mynd

Litlaá og Skjálfta­vatn eru kom­in í útboð. Veiðifé­lag Litlu­ár­vatna hef­ur aug­lýst útboðið á heimasíðu Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is. Óskað er eft­ir til­boðum í leigu eða umboðssölu til fimm ára. 2026 til og með 2030.

Tíma­bilið er langt í Litluá og opn­ar hún 1. apríl á hverju ári og er veitt á svæðinu til 10. októ­ber. Svæðið þykir spenn­andi, sér­stak­lega hafa menn sóst eft­ir að kom­ast í opn­un í Litluá. Sama hvernig viðrar á svæðinu legg­ur Litluá aldrei og er meðal­hiti ár­inn­ar um 12 gráður. Hún á upp­tök sín í lind­um við bæ­inn Keldu­nes. Kall­ast þess­ar lind­ir Brunn­ar.

Rússneskur veiðimaður með 80 cm bleikju úr Skjálftavatni í Kelduhverfi.
Rúss­nesk­ur veiðimaður með 80 cm bleikju úr Skjálfta­vatni í Keldu­hverfi. www.litlaa.is

Urriðastofn­inn í Litluá er stór og sem dæmi má nefna að í fyrra var meðal lengd þeirra urriða sem veidd­ust í ánni 55 sentí­metr­ar. Það er fjöl­skrúðugt líf­ríkið í Litluá. Þar veidd­ust í fyrra 661 urriði, 225 sjó­birt­ing­ar, 285 bleikj­ur, bæði sjó­gengn­ar og staðbundn­ar. Þá veidd­ust fimm lax­ar. Veiðin hef­ur sveifl­ast nokkuð síðustu ár. Bleikju­veiðin virðist vera að gefa aðeins eft­ir, eins og svo víða. Aug­lýs­ing­in sem birt var á angling.is í dag, er birt hér að neðan og þar koma fram all­ar upp­lýs­ing­ar varðandi tíma­frest og skil­yrði.

Skjálftavatn í Kelduhverfi
Skjálfta­vatn í Keldu­hverfi Ein­ar Falur Ing­ólfs­son

„Veiðifé­lag Litlu­ár­vatna ósk­ar eft­ir til­boðum í leigu eða umboðssölu á öll­um veiðirétti fé­lags­ins í Litluá og Skjálfta­vatni í Keldu­hverfi fyr­ir veiðitíma­bil ár­anna frá og með 2026 til og með 2030 með al­mennu útboði.

Útboðsgögn­in fást af­hent með ra­f­ræn­um hætti hjá Lands­sam­bandi veiðifé­laga. Vin­sam­leg­ast hafið sam­band á net­fangið gunn­ar@angling.is.

Til­boðum skal skilað í lokuðum um­slög­um eigi síðar en kl. 14:00 föstu­dag­inn 28. mars 2025 á skrif­stofu Lands­sam­bands veiðifé­laga þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Áskil­inn er all­ur rétt­ur til að taka hvaða til­boði sem er eða hafna þeim öll­um.“

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert