Gamli tíminn snýr aftur í fluguhnýtingum

Niklas Dahlin, sem er þekktur sænskur fluguhnýtari hnýtir flugurnar í …
Niklas Dahlin, sem er þekktur sænskur fluguhnýtari hnýtir flugurnar í nýjum kennslumyndböndum sem Veiðihornið er að framleiða. Fyrstu tvær flugurnar eru klassískar. Heimasætan og Peacock. Ljósmynd/Veiðihornið

Áhugi á flugu­hnýt­ing­um hef­ur verið með mesta móti í vet­ur. Segja má að þessi mikli áhugi eigi ræt­ur að rekja til Covid ár­anna þegar fólk var mun minna á ferðinni og viðburðir heyrðu nán­ast sög­unni til. Já­kvæð áhrif heims­far­ald­urs­ins eru ekki mik­il. Þó gæti þessi aukni áhugi fallið þar und­ir. Hvergi sést þess aukn­ing bet­ur en í verk­efn­inu Fe­brú­arflug­ur sem Kristján Friðriks­son hef­ur leitt á síðunni sinni FOS.is Síðasta fe­brú­ar­mánuð var slegið enn eitt metið í fjölda inn­sendra mynda af flug­um. Vissu­lega voru þær fleiri á Covid ár­un­um en Sporðaköst eru sam­mála Kristjáni sem í upp­gjöri sínu und­an­skil­ur Covid árin þegar hann horf­ir til fjölda og þeirr­ar aukn­ing­ar sem hef­ur orðið. Þetta hef­ur leitt til þess að fram­boð á flugu­hnýt­inga­efni er aft­ur orðið mjög fjöl­breytt í veiðiversl­un­um yfir vetr­ar­tím­ann og til­boð og vöruþróun blómstra.

„Þetta er kær­kom­in breyt­ing frá ár­un­um áður. Í „gamla daga,“ ár­daga Veiðihorns­ins um alda­mót­in voru flugu­hnýt­ing­ar mjög vin­sæl­ar en það voru þó einkum laxa­flug­ur sem menn voru að hnýta þá,“ seg­ir Ólaf­ur Vig­fús­son í Veiðihorn­inu í sam­tali við Sporðaköst.

En hvað gerðist svo. Af hverju slokknaði á þess­um áhuga?

„Á góðæris­ár­un­um þegar all­ir voru að flýta sér svo mikið dofnaði áhug­inn mjög mikið. Svo mikið að sum­ar veiðibúðir voru jafn­vel hætt­ar að bjóða flugu­hnýt­inga­efni.
Blessuð Covid árin kveiktu svo líf aft­ur í flugu­hnýt­ing­um og hef­ur áhug­inn auk­ist jafnt og þétt síðustu árin.
Úrval af flugu­hnýt­inga­efni hef­ur auk­ist jafnt og þétt hjá okk­ur og öðrum versl­un­um í sam­ræmi við auk­inn áhuga.
In­ter­netið og sam­fé­lags­miðlar hafa einnig orðið til þess að áhug­inn hef­ur auk­ist og ekki síst átakið Fe­brú­arflug­ur sem flugu­hnýt­ar­inn og veiðimaður­inn Kristján Friðriks­son hef­ur haldið úti af mikl­um mynd­ar­skap síðustu árin.
Í dag er fjöldi frá­bærra flugu­hnýt­ara þarna úti, ekki síst hnýt­ar­ar sem til­einka sér sil­ungsveiði og hafa náð mik­illi leikni í að end­ur­skapa hin ýmsu skor­dýr á hnýt­ingakróka.
Í apríl for­um við að pakka niður hnýt­inga­efni sem þakið hef­ur hluta búðar­inn­ar í all­an vet­ur. Vor- og sum­ar­vör­urn­ar streyma nú í hús og þær þurfa sitt pláss.
Flugu­hnýt­inga­efnið verður því fá­an­legt í net­versl­un ein­göngu frá maí og fram á haustið þegar allt fer á fullt á ný.

Niklas Dahlin og Ólafur Vigfússon fara yfir smáatriðin áður en …
Niklas Dahlin og Ólaf­ur Vig­fús­son fara yfir smá­atriðin áður en farið er í sjálf­ar hnýt­ing­arn­ar. Ljós­mynd/​Veiðihornið


Nú er komið að því að við för­um að veiða og láta reyna á all­ar flug­urn­ar sem við höf­um hnýtt í vet­ur,“ bros­ir Ólaf­ur. Auðvitað er það stóra mark­miðið að vel vafðir og fjöðrum prýdd­ir krók­arn­ir hljóti náð fyr­ir aug­um dóm­ar­ans. Sá er kröfu­h­arður og læt­ur ekki glepj­ast af hverju sem er. Vor­veiðin í sjó­birt­ingi hefst eft­ir tólf daga og þá munu marg­ar heima­smíðarn­ar verða tekn­ar til kost­anna.

Tök­um upp þráðinn – Hnýt­um sjálf


Í frétta­til­kynn­ingu sem Veiðihornið hef­ur sent frá sér er vak­in at­hygli á nýju verk­efni, sem til er orðið í beinu fram­haldi af þeim mikla áhuga sem flugu­hnýt­ing­ar njóta. Þar seg­ir:

„Hnýt­um sjálf er nýtt verk­efni sem Veiðihornið ýtir úr vör nú á föstu­dag. Hnýt­um sjálf er flugu­efn­ispakki þar sem í hverj­um pakka er ein fyr­ir­mynd­arfluga ásamt efni til að hnýta 15 stykki af sömu flugu ásamt upp­lýs­ing­um um flug­una og að lok­um QR kóða sem leiðir eig­and­ann að kennslu­mynd­bandi þar sem flug­an er hnýtt.
Um er að ræða sex pakka sem fara í sölu næstu sex föstu­daga. Í serí­unni eru tvær púp­ur, tvær straum­flug­ur og tvær laxa­flug­ur.

Fyrstu tvær flugurnar í sex flugna seríunni eru Heimasætan eftir …
Fyrstu tvær flug­urn­ar í sex flugna serí­unni eru Heima­sæt­an eft­ir Óskar Björg­vins­son og Peacock sem Kol­beinn Gríms­son hannaði. Ljós­mynd/​Veiðihornið


Í fyrsta pakk­an­um er hin vel þekkta og veiðna púpa Peacock eft­ir Kol­bein Gríms­son og í pakk­an­um sem kem­ur eft­ir viku er Heima­sæt­an eft­ir Óskar Björg­vins­son.
Þetta er skemmti­legt „kon­sept“ sem við ætl­um einkum þeim sem eru að byrja að hnýta en einnig öll­um þeim sem vilja hnýta og veiða á sín­ar eig­in flug­ur.
Við erum með til­búið pró­gram fyr­ir næsta vet­ur en við ætl­um að fara af stað aft­ur í haust ef vel tekst til með þess­ar sex flug­ur sem fara í sölu fyr­ir vorið.
Pakk­arn­ir eru gerðir fyr­ir okk­ur hjá Shadow Flies í Thailandi en þar eru nán­ast all­ar flug­ur Veiðihorns­ins hnýtt­ar. Vel þekkt­ur sænsk­ur flugu­hnýt­ari, Niklas Dahlin sem starfar hjá Shadow hnýt­ir flug­urn­ar og María Anna Clausen les. Á mynd­bönd­un­um er einnig ensk­ur texti fyr­ir þá sem ekki hafa ís­lensku að móður­máli.“

Veiðihornið er sam­starfsaðili Sporðak­asta

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert