Útlit gott og stefnir í spennandi opnanir

Svona leit Þórðarvörðuhylur í Eldvatni út í morgun. Sjálfsagt fá …
Svona leit Þórðarvörðuhylur í Eldvatni út í morgun. Sjálfsagt fá einhverjir vatn í munninn við að sjá þetta. Aðeins frostgrámi við ána en ekkert sem dægursveifla í hita vinnur ekki á. Ljósmynd/Jón Hrafn Karlsson

Mars hef­ur verið óvenju mild­ur og nán­ast gert til­kall til þess að vera hluti af vor­inu. Veður­spá er enn á sömu nót­um. Milt áfram og frek­ar hlýtt. Nú þegar níu dag­ar eru í að sjó­birt­ingsveiðin hefj­ist eru að teikn­ast upp afar spenn­andi skil­yrði.

Snjó­laust á lág­lendi og árn­ar í góðu vatni. Sporðaköst tóku stöðuna hjá leigu­tök­um Eld­vatns í Meðallandi og Tungufljóts. Erl­ing­ur Hann­es­son einn af leigu­tök­um Eld­vatns seg­ist orðinn mjög spennt­ur að opna. „Áin lít­ur vel út og marg­ir farn­ir að titra af spenn­ingi,“ svaraði Elli aðspurður um út­litið.

Í morg­un var fal­legt veður við Eld­vatnið. Jón Hrafn Karls­son, einn af leig­tök­un­um sagði aðstæður góðar. Hann skaust fyr­ir Sporðaköst og tók mynd af ánni. Fyr­ir val­inu varð Þórðavörðuhyl­ur sem lít­ur vel út. „Við höf­um séð all­ar aðstæður í þessu. Opnað í tutt­ugu metr­um á sek­úndu og tíu gráðu frosti. Svo höf­um við líka fengið sól og blíðu og allt þar á milli,“ svaraði Jón Hrafn, þegar hann var spurður hvort þetta liti ekki óvenju vel út.

Iðnaðarmenn hafa verið á fullu í veiðihúsinu við Tungufljót. Húsið …
Iðnaðar­menn hafa verið á fullu í veiðihús­inu við Tungufljót. Húsið tekið í gegn og gert kótelettuklárt. Veiði þar hefst 1. apríl. Ljós­mynd/​Hreggnasi

Sem bet­ur fer ekki með stöng

Nýr leigutaki er með Tungufljót. Það er fé­lagið Hreggnasi sem samdi við veiðifé­lag í vet­ur. Jón Þór Júlí­us­son er mik­ill aðdá­andi Tungufljóts­ins og þó að hann sé ekki að veiða þar í apríl sjálf­ur er til­hlökk­un­in mik­il. „Það er verið að taka húsið í gegn og upp­færa. Nú er kom­inn ofn þannig að kótelett­ur í raspi er ekki vanda­mál fyr­ir þá sem það kjósa og líka fröll­ur ef menn vilja það. En einn iðnaðarmönn­un­um sem var að vinna í hús­inu kíkti upp á brú og sá þar bara fjöru­tíu til fimm­tíu fiska, hring­sólandi. Sleggj­ur inn­an um. Hann sagðist hafa verið feg­inn að vera ekki með stöng í bíln­um því hann hefði varla ráðið við sig,“ hlær Jón Þór.

Útlitið er vissu­lega gott, þegar horft er á veður­spá. Virðist eins og mars ætli að enda á þess­um mildu nót­um, en það þekkja flest­ir veiðimenn að skjótt skip­ast veður í lofti. Báðar árn­ar eru upp­seld­ar í apríl og færri kom­ast að en vilja. 

Það vita það flest­ir hvort sem þeir stunda vor­veiði eða ekki að páska­hret kem­ur. Það er bara spurn­ing hvenær og hversu lengi. Jú og hversu mikið. Pásk­arn­ir eru að þessu sinni 17. til 21. apríl. Svo kem­ur tveggja daga hlé og þá skell­ur sum­arið á. Alla vega er sum­ar­dag­ur­inn fyrsti 24. apríl. Þá opn­ar Elliðavatn og er það merk­is­dag­ur í hug­um margra.

Sporðaköst deila eft­ir­vænt­ingu með veiðifólki og munu flytja ykk­ur frétt­ir af vor­veiðinni um leið og hún byrj­ar. Af nógu verður að taka á fjöl­mörg­um veiðisvæðum og hundruð veiðimanna mun halda til veiða þriðju­dag­inn fyrsta dag apr­íl­mánaðar, ef að lík­um læt­ur.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert