Fyrsta GPS gæsin kom til Íslands á laugardag. Þetta er með fyrsta móti en flestar koma þær í byrjun apríl. Arnór Þórir Sigfússon dýravistfræðingur hjá Verkís heldur utan um gæsaverkefni Verkís og samstarfsaðila. Arnór er iðinn við að deila upplýsingum um gæsir sem merktar eru sendum. Hann skrifaði á facebook síðuna sína í dag.
„Gæsirnar eru farnar að sjást, Ég frétti af fyrstu blesgæsunum á Hvanneyri síðasta föstudag og fregnir hafa borist af álftum og gæsum frá Suðurlandinu. Og á laugardaginn kom fyrsta grágæsin sem ber GPS/GSM sendi til landsins eftir tæplega 34 klukkutíma ferðalag frá Orkneyjum. Þetta var gæs 531 sem er fullorðinn karlfugl merktur í Breiðafirði í júlí í fyrra.“
Arnór segir að gæsin hafi eytt vetrinum á meginlandi Orkneyja. Hann tók svo flugið til Íslands hálf sex að morgni föstudagsins 21 mars. Þá var nokkuð stíf suðaustanátt eða um þrettán metrar á sekúndu. Grágæsin tók fjögur hvíldarstopp á leiðinni. Þrjú þeirra voru stutt eða 40 til 120 mínútur. Það fjórða var hins vegar einir fimmtán klukkutímar og var það eftir að fuglinn hafði farið í gegnum veðraskil. Eftir þetta langa stopp flaug 531 rakleiðis í Þykkvabæ á Suðurlandi og náði landi klukkan 15:13 laugardaginn 22. mars. Arnór bætir svo við að í morgun hafi 531 haldið áfram á heimaslóðir og síðasti punktur hafi sýnt á flugi yfir Snæfellsnesi á norðurleið.
Það er ljóst að gæs 531 þurfti ekki að jafn mikið fyrir hlutunum og helsinginn Bjössi sem setti met í fyrra þegar hann var hvorki meira né minna en 59 klukkustundir á leiðinni frá Skotlandi til Íslands. Hann hreppti mikinn mótvind og var þrekraun hin mesta.
Hraðametið í flugi milli Íslands og Skotlands var hins vegar sett haustið 2022 þegar helsingjahópur lagði af stað frá Íslandi í appelsínugulri viðvörun. Vindur var um þrjátíu metrar á sekúndu og hópurinn var með hressilegan vind í rassinn alla leiðina. Flugið við þessar aðstæður tók ekki nema sjö klukkustundir og reiknaði Arnór út að meðalhraðinn hefði verið um 125 kílómetrar á klukkustund.
Fólk sem tjáir sig um færslu Arnórs bendir á að fyrstu gæsirnar hafi sést í námunda Stykkishólms og einnig gæsir og álftir við Blönduós.
Arnór segir að um 54 grágæsir með senda séu á lífi að talið er. Spurning er þó um afdrif einhverra þeirra og þar muni bara tíminn leiða í ljós hvort þær skili sér. Sendir getur hafa bilað eða gæs dauð og týnd. Framundan eru spennandi tímar í þessu því gæsir með senda fara að streyma til landsins.
Grágæsamerkingar er sameiginlegt átak Verkós, Náttúrufræðistofnunar, Náttúrustofu Austurlands og NatureScot sem er umhverfisstofnun Skotlands. NatureScot lagði til sendana auka þess sem sendar á Verkís gæsum eru styrktar af fyrirtækjum, samtökum og einstaklingum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |