Fyrsta GPS gæsin komin til landsins

Ein gæs með sendi mætt. Einn pinni á Íslandi. Hinir …
Ein gæs með sendi mætt. Einn pinni á Íslandi. Hinir eru enn nyrst á Bretlandseyjum en nú styttist í að lagt verði í hann heim til Íslands. Ljósmynd/Verkís

Fyrsta GPS gæs­in kom til Íslands á laug­ar­dag. Þetta er með fyrsta móti en flest­ar koma þær í byrj­un apríl. Arn­ór Þórir Sig­fús­son dýra­vist­fræðing­ur hjá Verkís held­ur utan um gæsa­verk­efni Verkís og sam­starfsaðila. Arn­ór er iðinn við að deila upp­lýs­ing­um um gæs­ir sem merkt­ar eru send­um. Hann skrifaði á face­book síðuna sína í dag.

„Gæs­irn­ar eru farn­ar að sjást, Ég frétti af fyrstu bles­gæs­un­um á Hvann­eyri síðasta föstu­dag og fregn­ir hafa borist af álft­um og gæs­um frá Suður­land­inu. Og á laug­ar­dag­inn kom fyrsta grá­gæs­in sem ber GPS/​GSM sendi til lands­ins eft­ir tæp­lega 34 klukku­tíma ferðalag frá Orkn­eyj­um. Þetta var gæs 531 sem er full­orðinn karl­fugl merkt­ur í Breiðafirði í júlí í fyrra.“

Arn­ór seg­ir að gæs­in hafi eytt vetr­in­um á meg­in­landi Orkn­eyja. Hann tók svo flugið til Íslands hálf sex að morgni föstu­dags­ins 21 mars. Þá var nokkuð stíf suðaustanátt eða um þrett­án metr­ar á sek­úndu. Grá­gæs­in tók fjög­ur hvíld­ar­stopp á leiðinni. Þrjú þeirra voru stutt eða 40 til 120 mín­út­ur. Það fjórða var hins veg­ar ein­ir fimmtán klukku­tím­ar og var það eft­ir að fugl­inn hafði farið í gegn­um veðraskil. Eft­ir þetta langa stopp flaug 531 rak­leiðis í Þykkvabæ á Suður­landi og náði landi klukk­an 15:13 laug­ar­dag­inn 22. mars. Arn­ór bæt­ir svo við að í morg­un hafi 531 haldið áfram á heima­slóðir og síðasti punkt­ur hafi sýnt á flugi yfir Snæ­fellsnesi á norður­leið.

Það er ljóst að gæs 531 þurfti ekki að jafn mikið fyr­ir hlut­un­um og hels­ing­inn Bjössi sem setti met í fyrra þegar hann var hvorki meira né minna en 59 klukku­stund­ir á leiðinni frá Skotlandi til Íslands. Hann hreppti mik­inn mótvind og var þrekraun hin mesta.

Hraðametið í flugi milli Íslands og Skot­lands var hins veg­ar sett haustið 2022 þegar hels­ingja­hóp­ur lagði af stað frá Íslandi í app­el­sínu­gulri viðvör­un. Vind­ur var um þrjá­tíu metr­ar á sek­úndu og hóp­ur­inn var með hressi­leg­an vind í rass­inn alla leiðina. Flugið við þess­ar aðstæður tók ekki nema sjö klukku­stund­ir og reiknaði Arn­ór út að meðal­hraðinn hefði verið um 125 kíló­metr­ar á klukku­stund.

Fólk sem tjá­ir sig um færslu Arn­órs bend­ir á að fyrstu gæs­irn­ar hafi sést í námunda Stykk­is­hólms og einnig gæs­ir og álft­ir við Blönduós.

Arn­ór seg­ir að um 54 grá­gæs­ir með senda séu á lífi að talið er. Spurn­ing er þó um af­drif ein­hverra þeirra og þar muni bara tím­inn leiða í ljós hvort þær skili sér. Send­ir get­ur hafa bilað eða gæs dauð og týnd. Framund­an eru spenn­andi tím­ar í þessu því gæs­ir með senda fara að streyma til lands­ins.

Grá­gæsam­erk­ing­ar er sam­eig­in­legt átak Verkós,  Nátt­úru­fræðistofn­un­ar, Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands og Natur­eScot sem er um­hverf­is­stofn­un Skot­lands. Natur­eScot lagði til send­ana auka þess sem send­ar á Verkís gæs­um eru styrkt­ar af fyr­ir­tækj­um, sam­tök­um og ein­stak­ling­um.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert