Átta buðu í Litluá í Kelduhverfi

Rússneskur veiðimaður með 80 cm bleikju úr Skjálftavatni í Kelduhverfi.
Rússneskur veiðimaður með 80 cm bleikju úr Skjálftavatni í Kelduhverfi. www.litlaa.is

Átta aðilar sendu inn sam­tals níu til­boð í veiðirétt í Litluá í Keldu­hverfi. Mik­ill mun­ur var á til­boðunum og hlupu þau á ríf­lega fimm­tíu millj­ón­um króna upp í 125,7 millj­ón­ir fyr­ir svæðið í sam­tals fimm ár.

Veiðifé­lag Litlu­ár­vatna óskaði eft­ir til­boðum á öll­um veiðirétti fé­lags­ins í Litluá og Skjálfta­vatni í Keldu­hverfi fyr­ir veiðitíma­bil ár­anna frá 2026 til og með 2030.

Til­boðsfrest­ur rann út í dag og voru til­boð opnuð á skrif­stofu Lands­sam­bands veiðifé­laga í dag. Stanga­veiðifé­lag Reykja­vík­ur bauð upp á umboðssölu og sama má segja um Fish Partner og fé­lagið R&R sem Krist­inn hjá veiða.is er á bak við. 

RogM bauð 125,7 millj­ón­ir. Á bak við það til­boð er Matth­ías Þór Há­kon­ar­son sem meðal ann­ars er með Mýr­arkvísl á leigu.

Hóp­ur­inn Við læk­inn bauð 115,5 millj­ón­ir. Þar á bak við er Björn K. Rún­ars­son sem er einn af leigu­tök­um Vatns­dals­ár.

Flyf­is­hing in Ice­land var með 110 millj­ón­ir.

Fish Partner bauð 105 millj­ón­ir krón­ar

Hóp­ur­inn Litlu­ár­vin­ir sem leidd­ur er af Þór­arni Blön­dal bauð 100 millj­ón­ir.

Loks bauð fé­lagið Seyr­ur rúm­lega 51 millj­ón.

Nú mun veiðifé­lagið fara yfir til­boðin en kveðið var á um í aug­lýs­ingu að veiðifé­lagið áskil­ur sér rétt til að taka hvaða til­boði sem er og hafna öll­um.

Ný leigutaki, vænt­an­lega úr þess­um hópi mun taka við svæðinu á næsta ári. 

Leiðrétt­ing

Í upp­haf­legu frétt­inni var sagt að Pálmi Gunn­ars­son leiddi hóp­inn Litlu­ár­vin­ir. Hið rétta er að driffjöðurin í hópn­um er Þór­ar­inn Blön­dal, þó að Pálmi sé vissu­lega hluti af hópn­um. Leiðrétt­ist þetta hér með.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert