Staða laxins – ógnir og tækifæri

Veiðimaður togast á við stórlax í hinum tilkomumikla veiðistað Fossi …
Veiðimaður togast á við stórlax í hinum tilkomumikla veiðistað Fossi 2 efst í Hofsá í Vopnafirði. Á opna fundinum á morgun verður rædd staðan og farið yfir nýjar upplýsingar úr rannsóknum Six Rivers Iceland. mbl.is/Einar Falur

Six Ri­vers Ice­land sem leig­ir og rek­ur laxveiðiár á Norðaust­ur­horni lands­ins held­ur op­inn upp­lýs­inga­fund á Vopnafirði á morg­un. Farið verður yfir stöðu, tæki­færi og ógn­ir sem blasa við þegar kem­ur að villt­um fiski­stofn­um í ferskvatni á Íslandi. Vís­inda­menn, hags­munaðilar og land­eig­end­ur fara yfir stöðuna og horfa til framtíðar, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Mark­miðið með fund­in­um er að veita upp­lýs­ing­ar og um leið að kalla eft­ir skoðana­skipt­um við hags­munaaðila og land­eig­end­ur sem eiga og gæta þeirra nátt­úru­auðlinda sem ís­lensk­ar laxveiðiár og líf­ríki þeirra eru. 

Fund­ur­inn verður hald­inn í fé­lags­heim­il­inu Miklag­arði á Vopnafirði, á morg­un laug­ar­dag­inn 29. mars. Hann er öll­um op­inn á meðan að hús­rúm leyf­ir.

„Við höf­um staðið fyr­ir marg­vís­leg­um ráðstefn­um og fund­um með hags­munaaðilum í gegn­um árin. Við lít­um á þetta sem lið í því að miðla upp­lýs­ing­um til land­eig­enda og áhuga­fólks um líf­ríkið og þá með sér­stakri áherslu á lax­inn. Fé­lagið stund­ar viðamikl­ar rann­sókn­ir á hegðun lax­ins í þeim ám sem við leigj­um og rek­um. Þær niður­stöður eiga er­indi til allra. Það er ljóst að Atlants­hafslax­inn á mjög und­ir högg að sækja vegna ógna sem að hon­um steðja. Þær ógn­ir er bæði af manna­völd­um og einnig er nátt­úr­an breyt­ing­um háð. Til þess að eiga von um að hjálpa lax­in­um er nauðsyn­legt að hafa sem gleggst­ar upp­lýs­ing­ar um hvar áhrif­in eru mest. Þær rann­sókn­ir sem Six Ri­vers Ice­land stund­ar í sín­um ám eru um­fangs­mikl­ar og eru stöðugt að bæta í þá þekk­ingu sem til er. Á fund­in­um verður meðal ann­ars farið yfir hvað bæst hef­ur í þann þekk­ing­ar­brunn. Með upp­lýs­inga­gjöf af þessu tagi erum við líka að hvetja okk­ar sam­starfs­fólk sem eru land­eig­end­ur og hags­munaaðilar að taka þátt í bar­átt­unni sem snýst um um­hverf­is­vernd og ábyrgð á þeim nátt­úruperl­um sem laxveiðiárn­ar á Íslandi eru,“ er haft eft­ir Gísla Ásgeirs­syni í frétta­til­kynn­ingu um fund­inn.

Feðgar losa úr laxi í Hofsá. Þeir Gísli Ásgeirsson og …
Feðgar losa úr laxi í Hofsá. Þeir Gísli Ásgeirs­son og Óskar Hæng­ur dást að lax­in­um. Ljós­mynd/​Gísli Ásgeirs­son

Fund­ur­inn verður hald­inn í fé­lags­heim­il­inu Miklag­arði á Vopnafirði, á morg­un laug­ar­dag­inn 29. mars. Hann er öll­um op­inn á meðan að hús­rúm leyf­ir.

Funda­formið verður með þeim hætti að flutt verða stutt er­indi af sér­fróðum aðilum og að þeim er­ind­um lokn­um verða umræður og geta fund­ar­gest­ir tekið þátt í þeim.

Er­indi á fund­in­um flytja:

Stefán Hrafns­son, Six Ri­vers Ice­land

Guðni Guðbergs­son, sviðsstjóri ferskvatns­svið Haf­rann­sókna­stofn­un­ar

Gunn­ar Örn Peter­sen, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands veiðifé­laga

Har­ald­ur Ei­ríks­son, leigutaki Laxár í Kjós

Katrín Odds­dótt­ir, lögmaður og bar­áttu­kona gegn sjókvía­elda

Fund­ur­inn hefst klukk­an 11 og er eins og fyrr seg­ir öll­um op­inn.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert