McDonald's hættir - Metro tekur við

Metro-máltíð.
Metro-máltíð.

Lyst ehf. mun um mánaðamót­in hætta sam­starfi við McDon­ald's skyndi­bita­keðjuna, en fyr­ir­tækið rek­ur þrjá veit­ingastaði sam­kvæmt sér­leyfi frá McDon­ald's. Rekstri staðanna verður haldið áfram und­ir nafn­inu Metro. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Fram kem­ur að ástæðan fyr­ir breyt­ing­unni sé erfitt efna­hags­um­hverfi hér á landi. Þar ráði hrun geng­is ís­lensku krón­unn­ar mestu. Lyst ehf. hafi und­an­far­in ár keypt flest hrá­efni í McDon­ald's rétt­ina, kjöt, ost, græn­meti og önn­ur aðföng af er­lend­um birgj­um, sam­kvæmt kröf­um og stöðlum McDon­ald's.

Geng­is­hrunið, ásamt háum toll­um á inn­flutt­ar bú­vör­ur, hafi tvö­faldað hrá­efn­is­kostnað fyr­ir­tæk­is­ins og gert af­kom­una erfiða. Aðilar hafi ekki trú á að efna­hagsaðstæður hér batni nægi­lega til að rekst­ur veit­ingastaða und­ir merkj­um McDon­ald's verði arðbær til lengri tíma.

Þá kem­ur fram að Metro-staðirn­ir muni áfram bjóða svipaðar vör­ur og áþekk­an mat­seðil á sam­bæri­legu verði. Áhersla verði lögð á ís­lenskt hrá­efni, gæði og hraða þjón­ustu eins og áður. Breyt­ing­in sé gerð í góðu sam­komu­lagi við McDon­ald's.

Veit­ingastaðirn­ir á á Suður­lands­braut, í Kringl­unni og á Smára­torgi muni halda áfram und­ir nýju nafni. Einnig komi fram að 10-15 ný störf verðo til hjá inn­lend­um fram­leiðend­um vegna breyt­ing­ar­inn­ar. Nauta­kjöt, kjúk­ling­ur, mjólk­ur­vör­ur, sós­ur, ís, brauð, græn­meti og umbúðir allt frá inn­lend­um fram­leiðend­um.

Þá seg­ir að viðskipta­vin­ir Metro muni frá og með 1. nóv­em­ber geta gengið að svipuðum mat­seðli og hafi verið á McDon­ald´s stöðunum.

mbl.is

Viðskipti — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Þriðjudaginn 11. mars

Mánudaginn 10. mars

Sunnudaginn 9. mars

Laugardaginn 8. mars