Greinar föstudaginn 28. apríl 1995

Forsíða

28. apríl 1995 | Forsíða | 107 orð

Deilt um skjöl Churchills

SKJALFRÆÐINGURINN Alan Kucia sést hér með skjöl úr bréfa- og ræðusafni Winstons Churchills, forsætisráðherra og þjóðhetju Breta á stríðsárunum, alls er um að ræða hálfa aðra milljón skjala. Opinber sjóður keypti skjölin af erfingjunum í gær á 12,5 milljónir punda, nær 1.300 milljónir króna. Féð var tekið af lottó-tekjum sjóðsins. Meira
28. apríl 1995 | Forsíða | 286 orð

Jeltsín boðar vopnahlé í Tsjetsjníju

BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Borís Jeltsín Rússlandsforseti ræddust í gær við í síma í hálfa klukkustund um mikilvæg mál sem fjallað verður um á fundi þeirra í Moskvu í maí. Clinton mun þá ásamt um 50 öðrum þjóðarleiðtogum taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni þess að 9. maí fagna Rússar því að hálf öld verður liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Meira
28. apríl 1995 | Forsíða | 150 orð

Kóngulær undir áhrifum

ÞAÐ leynir sér ekki lengi ef kóngulær eru undir áhrifum maríjúana eða annarra fíkniefna. Þá verða vefirnir hinir skringilegustu og augljóst, að einbeitingin er rokin út í veður og vind. Hefur þetta komið í ljós við rannsóknir bandarískra vísindamanna og telja þeir, að kóngulær geti verið hentugar við að prófa eituráhrif af nýjum lyfjum. Meira
28. apríl 1995 | Forsíða | 109 orð

Tafla gegn óþef

UNGAR konur í Japan notfæra sér óspart nýjar töflur sem eyða óþef frá hægðum. Taflan er tekin með mat og virkar á þrem dögum hjá Asíufólki, talið að hún sé fljótvirkari hjá hvítum vegna styttri þarma, að sögn fyrirtækisins Dairen K.K. Meira
28. apríl 1995 | Forsíða | 82 orð

Verkföll leyfð á ný

FORYSTA helstu samtaka hjúkrunarfræðinga í Bretlandi ákvað í gær að nema úr gildi bann við verkfallsaðgerðum en samtökin settu það sjálf fyrir 79 árum. Christine Hancock, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði, að nú væri hjúkrunarfræðingum heimilt að fylgja kaupkröfum eftir með aðgerðum en lagði áherslu á, að þær myndu ekki bregðast sjúklingum. Meira
28. apríl 1995 | Forsíða | 88 orð

Vináttu hlaup í Ho Chi Minh

BANDARÍKJAMAÐURINN Michael Liscio (fremstur) frá Los Angeles og víetnamskir vinir hans koma inn á aðaltorgið í Ho Chi Minh- borg, áður Saigon, í gær. Svonefnt "vináttuhlaup" Liscios var alls 2.080 kílómetrar og hófst í höfuðstaðnum Hanoi í norðri. Meira
28. apríl 1995 | Forsíða | 230 orð

Vopnahléið að renna út

BARIST var á mörgum vígstöðvum í Bosníu í gær og talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja allt stefna í allsherjarstríð þegar vopnahléinu lýkur um mánaðamótin. Forsætisráðherra Bosníu ítrekaði í gær fyrri yfirlýsingar um að vopnahléið yrði ekki framlengt og Serbar hafa lýst yfir því sama. Meira

Fréttir

28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 492 orð

14,6 millj. kjarabót vegna hagræðingar

Í INNANHÚSSTLLÖGU ríkissáttasemjara sem samninganefndir Flugfreyjufélagsins og VSÍ fyrir hönd Flugleiða féllust á í fyrrakvöld er, auk almennra launahækkana, sem eru að mestu leyti í samræmi við kjarasamninga landssambanda ASÍ og vinnuveitenda sem gerðir voru í vetur, Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Aðalfundi Vinnuveitendasambands frestað um eina viku

AÐALFUNDI Vinnuveitendasambands Íslands hefur verið frestað um viku, frá 9. til 16. maí. Magnús Gunnarsson formaður VSÍ segir ástæðuna þá að Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem ætlar að halda ræðu á aðalfundinum, verður í útlöndum 9. maí. "Okkar niðurstaða var að þar sem mjög forvitnilegt væri að fá Davíð til að ræða við okkur væri rétt að fresta fundinum um viku. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Afkoma batnaði um 567 millj.

AFKOMA Samskipa batnaði um 567 milljónir króna milli áranna 1993 og 1994. Hagnaður af rekstri félagsins í fyrra var tæpar 82 milljónir króna, sem eru mikil umskipti frá árunum 1992 og 1993 þegar tap félagsins var tæpar 500 milljónir króna hvort ár. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

Afmælisráðstefna um mannréttindamál

HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar stendur fyrir ráðstefnu um mannréttindamál laugardaginn 29. apríl nk. í Áskirkju í Reykjavík. Efnt er til ráðstefnunnar í tilefni af 25 ára afmæli stofnunarinnar og verða þar fluttir fyrirlestrar um ýmsar hliðar mannréttinda og hjálpar- og þróunarstarfs. Ráðstefnan stendur til kl. 13.30 til 16.30 og er öllum opin. Meira
28. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 405 orð

Athugasemdir við áfengisverzlun og vörugjöld

BJÖRN Friðfinnsson, eftirlitsfulltrúi hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir að veigamestu athugasemdir eftirlitsnefndar stofnunarinnar, sem er stödd hér á landi, varðandi framkvæmd EES- samningsins, varði fyrirkomulag áfengisverzlunar og álagningu vörugjalda. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Á kajak á Elliðaánum

28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Á kajak á Elliðaánum

GAMLA rafstöðin við Elliðaárnar verður í dag keyrð í síðasta skipti á þessum vetri en hún er notuð frá því í október og út apríl. Eftir þann tíma er vatninu hleypt í árfarveginn. Að sögn Þorsteins Inga Kragh stöðvarstjóra er stöðin keyrð frá klukkan átta á morgnana til átta á kvöldin. Álagið er mest í tvo til þrjá tíma eftir klukkan fimm og nær þá vatnsflæði úr stöðinni hámarki. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Ákærður fyrir stera í líkamsræktarstöð

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært mann á fimmtugsaldri fyrir innflutning á og viðtöku á 8-9.000 skömmtum af ólöglega innfluttum sterum. Málið kom upp síðla árs 1993 þegar lögregla gerði húsleit í líkamsræktarstöð mannsins og fann þar þúsundir skammta af anabólískum sterum. Rannsókn málsins hefur verið viðamikil en mál yfir manninum var höfðað nýlega fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
28. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 186 orð

Átta sönghópar syngja ljóð Davíðs

KÓRAR og sönghópar á Akureyri og nágrenni efna til tónleika í Íþróttaskemmunni í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Sungin verða lög eftir ýmsa höfunda við ljóð Davíðs. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Basar og kaffisala í Sunnuhlíð

VORBASAR verður haldinn í Dagdvöl Sunnuhlíðar í Kópavogi laugardaginn 29. apríl kl. 14. Verða þar seldir ýmsir munir af fólki í Dagdvöl og einnig heimabakaðar kökur og lukkupokar. Kaffisala verður í matsal þjónustukjarna og verða þar nýbakaðar vöfflur á boðstólum. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 290 orð

Bjóðum Íslandi kvóta og aðild að stjórnun veiða

JAN Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, lýsir því opinberlega yfir fyrstur norskra ráðamanna að Noregur og Rússland vilji bjóða Íslandi "umtalsverðan kvóta" í Smugunni í Barentshafi og koma þar á "fullri fiskveiðistjórnun sem Ísland eigi aðild að." Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Breytingar á skipulagi skrifstofu Dagvistar barna

BORGARRÁÐ samþykkti í febrúar sl. nýtt skipurit fyrir skrifstofu Dagvistar barna. Hefur verið unnið að frekari útfærslu á þeim breytingum sem voru samþykktar. Á fundi stjórnar Dagvistar barna 19. apríl sl. var samþykkt að ráða Steinunni Hjartardóttur félagsráðgjafa í nýtt starf, yfirmann þjónustusviðs, og tekur hún til starfa á komandi sumri. Meira
28. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 138 orð

Breytingar íheila lystar-stolssjúkra

VÍSINDAMENN við Great Ormond Street sjúkrahúsið í London segjast hafa fundið merki um að heili barna sem þjást af lystarstoli (anorexiu) sé frábrugðinn heila annarra barna. Er blóðflæði minna í ákveðnum hlutum heila hinna fyrrnefndu en þeirra sem ekki eiga við slíkt vandamál að etja. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Davíð fer til Moskvu

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hefur þegið boð Bórisar Jeltsíns Rússlandsforseta um að taka þátt í athöfn í Moskvu 9. maí næstkomandi í tilefni þess að hálf öld er liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 178 orð

Endurteknar dylgjur og rangfærslur

"ÞESSI grein er, eins og fyrri greinar lögmannsins, full af rangfærslum og dylgjum. Það sem er nýtt í þessu er að nú tekur hann upp róg á forsendum sem hann veit að eru rangar," sagði Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár- Almennra þegar leitað var viðbragða hans við grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu á laugardag. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 30 orð

Ferming í Hofsóskirkju á laugardag

FERMING í Hofsóskirkju laugardaginn 29. apríl kl. 14. Prestur sr. Bragi J. Ingibergsson. Fermdar verða: Sigríður Selma Magnúsdótt ir, Hrauni, Sléttuhlíð. Unnur Berglind Reynisdóttir Mýrarkoti, Höfðaströnd. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Flugfreyjur samþykktu

FLUGFREYJUR og flugþjónar hjá Flugleiðum samþykktu sáttatillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í kjaraviðræðum Flugfreyjufélagsins og Flugleiða á fjölmennum félagsfundi í gærkvöldi með 107 atkvæðum gegn 20. Fjórir seðlar voru auðir. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Flugfreyjur samþykktu

28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 146 orð

Fræddir um afleiðingar sinubruna

LÖGREGLAN og slökkviliðið í Reykjavík hafa tekið höndum saman um að fara í grunnskóla borgarinnar næst þeim svæðum þar sem sinubrunar hafa verið algengastir, og fræða nemendur um hættur samfara sinubrunum og afleiðingar þeirra. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 153 orð

Fræddir um afleiðingar sinubruna

28. apríl 1995 | Miðopna | 315 orð

Gengið hreint til verks

"ENGIN þjóð hefur gengið eins hreint til verks eins og Þjóðverjar í að gera upp fortíð sína. Þeir vilja komast til botns í því sem átti sér stað á þeim tíma og draga allt fram í dagsljósið," segir Þröstur Ólafsson, sem var við nám í Þýskalandi á sjöunda áratugnum. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 480 orð

Greinilegt að þjóðirnar hafa sömu sjónarmið

Viðræður fjögurra landa um stjórnun veiða í Síldarsmugunni komnar á rekspöl Greinilegt að þjóðirnar hafa sömu sjónarmið VIÐRÆÐUR Íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um stjórnun veiða úr norsk-íslenzka síldarstofninum í Síldarsmugunni svokölluðu hófust í Ósló í gær og komust á nokkurn rekspöl. Meira
28. apríl 1995 | Miðopna | 1211 orð

Hátíðarhöld eða minningarathöfn?

ÞANN 8. maí næstkomandi mun Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, taka á móti þjóðhöfðingjum Breta, Bandaríkjamanna, Frakka og Rússa til að minnast þess að fimmtíu ár verða þá liðin frá því að Þjóðverjar biðu ósigur í heimsstyrjöldinni síðari. Gestirnir munu fagna sigri sínum á nasistum. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Heillaóskir frá Clinton

28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

Heillaóskir frá Clinton

SENDIHERRA Bandaríkjanna hefur fært Davíð Oddssyni forsætisráðherra heillaóskir Bills Clinton Bandaríkjaforseta í tilefni af skipun hins nýja ráðuneytis. Í kveðju forsetans segir m.a. að hann vænti þess að þjóðirnar muni áfram byggja gott og gjöfult samstarf á áratugalangri samvinnu sem bandamenn og samherjar. Meira
28. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Helgistundir vegna HM

HELGISTUNDIR verða í Akureyrarkirkju og Hallgrímskirkju í Reykjavík alla virka daga í tengslum við heimsmeistakeppnina í handknattleik sem hefst innan tíðar. Sr. Birgir Snæbjörnsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju sagði að búist væri við að fylgjendur keppnisliða yrðu meðal þátttakenda í helgistundunum, en þær yrðu alla virka daga frá kl. 12.00 til 12.20. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 19 orð

Hringir leika á Jazzbarnum

Hringir leika á Jazzbarnum SVEIFLUBANDIÐ Hringir, sem smíðuð er úr hljómsveitinni Júpíters, leikur föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld á Jazzbarnum. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 20 orð

Hringir leika á Jazzbarnum

28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 396 orð

Hæstiréttur mildaði dóm ímeiðyrðamáli

HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli sem Ástþór Bjarni Sigurðsson og fyrirtækið ÁBS Frístund hf í Keflavík höfðuðu gegn blaðamönnunum Sigurði Má Jónssyni og Haraldi Jónssyni. Málið var höfðað til að krefjast ómerkingar á sex tilgreindum ummælum í grein sem birtist í Pressunni um málefni fyrirtækisins og stofnanda þess. Jafnframt var krafist bóta og málskostnaðar. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 190 orð

Júpíter náði 200 tonnum

ÍSLENSKU síldveiðiskipin sem nú eru í Síldarsmugunni fundu veiðanlega síld í gær syðst í smugunni, og þannig fékk Júpíter 200 tonn, að sögn Helga Jóhannssonar skipstjóra. Hins vegar rifnaði nótin hjá Guðrúnu Þorkelsdóttur þegar hún náði stóru kasti. Fjögur íslensk skip eru nú komin í Síldarsmuguna. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Kanadísk herskip í heimsókn

ÞRJÚ herskip kanadíska flotans munu heimsækja Reykjavík um næstkomandi helgi á leið sinni til annarra Evrópulanda í tilefni þess að hálf öld er liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Skipin þrjú HMCS (kanadísk skip hennar hátignar) Terra Nova, HMCS Halifax, og HMCS Toronto, munu leggjast að bryggju í Sundahöfn þar sem Terra Nova, Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 238 orð

Kanadísk herskip í heimsókn

28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Klippt af fjölda bíla

28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Klippt af fjölda bíla

LÖGREGLAN hefur klippt númer af fjölda bíla undanfarna daga vegna ógreiddra bifreiðagjalda og vangoldins þungaskatts. Lögreglan í Reykjavík klippti númer af um 30 bílum í gær og lögreglan í Kópavogi af á annan tug bíla. Þeir sem skulda bifreiðagjöld eða þungaskatt geta búist við því að koma að ökutækjum sínum númerslausum því átak lögreglunnar heldur áfram næstu daga. Meira
28. apríl 1995 | Smáfréttir | 24 orð

LEIKSKÓLARNIR í Grafarvogi hafa opið hús laugardaginn 29. apríl

LEIKSKÓLARNIR í Grafarvogi hafa opið hús laugardaginn 29. apríl frá kl. 10.30­12.30. Þá gefst fólki tækifæri til að skoða leikskólana og kynna sér starfsemi þeirra. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Loftfimleikar á snjóbretti

Morgunblaðið/Halldór SNJÓBRETTI hafa notið sívaxandi vinsælda hér á landiupp á síkastið og er talið aðum 200 manns iðki þessaíþrótt að staðaldri. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð

Málþing um Björn í Sauðlauksdal

MÁLÞING um séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal verður haldið laugardaginn 29. apríl nk. í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla Íslands og hefst kl. 13. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal (1724­1794) var einn þeirra íslensku upplýsingarmanna sem mörkuðu spor á ýmsum sviðum þjóðlífs og menningar. Á síðasta ári var tvö hundruðasta ártíð hans. Ævistarf sr. Björns var býsna fjölþætt. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 235 orð

Meirihluti ÍÚ kaupir nær öll hlutabréf minnihluta

SAMNINGAR munu vera á lokastigi um að 20 hluthafar sem standa að Útherja hf. og mynda meirihluta í stjórn Íslenska útvarpsfélagsins hf. kaupi stærstan hluta af hlutabréfum minnihlutans. Nokkir stórir hluthafar sem eru í minnihluta í félaginu ákváðu í ágúst sl. að fela bandaríska verðbréfafyrirtækinu Oppenheimer í New York að selja hlutabréf sín. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 319 orð

Melnikov farinn til Kaupmannahafnar

FÓTBROTNI Rússinn Alexander Melnikov hélt til Kaupmannahafnar í gær eftir sex daga legu á Landspítalanum. "Mér var sagt að ég þyrfti að fara og búið væri að ganga frá öllu," sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun. Meira
28. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 352 orð

Mikil leit að leiðtoganum

JAPANSKA lögreglan hóf í gær mikla leit um allt Japan að Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsafnaðarins Æðsta sannleiks, en hann er talinn hafa staðið fyrir taugagasárásinni í neðanjarðarlestinni í Tókýó. Meira
28. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 402 orð

Möguleiki talinn á að Jospin hafi sigur

FRANSKIR stjórnmálaskýrendur eru teknir að velta fyrir sér því sem þeir hafa hingað til talið óhugsandi; að Lionel Jospin, forsetaefni franskra sósíalista, fari með sigur af hólmi í seinni umferð forsetakosninganna, 7. maí næstkomandi. Meira
28. apríl 1995 | Landsbyggðin | 219 orð

Nemendur Alýðuskólans á Eiðum senda gjafir til Albaníu

Egilsstöðum-Nemendur Alþýðuskólans á Eiðum hafa tekið upp vináttusamband við albanskan skóla. Samband þetta er liður í átaki Evrópuráðsins um eflingu menntakerfisins í Albaníu. Mikil fátækt ríkir þar og gríðarlegur skortur er á kennslugögnum. Skólinn sem Eiðakrakkar tengjast er í þorpinu Vergo í héraðinu Delvine sem er syðst í Albaníu. Meira
28. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 310 orð

Núverandi hlutafé um 79 millj. afskrifað að fullu

GENGIÐ hefur verið frá drögum að samkomulagi um hlutafjáraukningu og aðrar aðgerðir við fjárhagslega endurskipulagningu Foldu hf. Ásgeir Magnússon stjórnarformaður Foldu sem nú hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði að kjölfar erfiðrar stöðu fyrirtækisins eftir töluverðan taprekstur á liðnu ári hefði verið unnið að því að endurskipuleggja fjárhag fyrirtækisins og þeirri vinnu Meira
28. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 349 orð

Nýr her Rússa raskar jafnvægi í Evrópu

RÚSSAR hafa ákveðið að stofna nýjan her í suðurhluta landsins en það stangast á við sáttmálann um takmörkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE) sem undirritaður var árið 1990. Í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) er óttast að þetta raski hernaðarjafnvægi í álfunni og verði til þess að samskipti NATO og stjórnvalda í Moskvu versni. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Nýr prestur Óháða safnaðarins

28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

Nýr prestur Óháða safnaðarins

SR. ÞÓRSTEINN Ragnarsson kveður sunnudaginn 30. apríl kl. 14 söfnuðinn við guðsþjónustu og Pétur Þorsteinsson cand. theol. tekur við. Sr. Þórsteinn hefur verið safnaðarprestur sl. níu ár. Hann sagði starfinu við söfnuðinn lausu er hann var ráðinn forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um síðustu áramót. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 169 orð

Nýtt hjólbarðaverkstæði í Hafnarfirði

OPNAÐ hefur verið nýtt hjólabarðaverkstæði í Dalshrauni 1, Hafnarfirði, og nefnist það Sandtak. Viðskiptavinum er boðið að bíða í notalegri biðstofu og einnig er séraðstaða með myndbandshorni fyrir börnin. Fyrirtækið býður upp á endurunnar felgur undir flestar gerðir fólksbíla og er athygli vakin á því að gamlar felgur eru teknar upp í nýjar. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 262 orð

Opinber rannsókn á undirskrift bæjarstjóra

BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur hefur falið lögmanni sínum, Andra Árnasyni, að óska eftir opinberri rannsókn á því hvort starfsmenn Ósvarar hafi misnotað undirskrift og embættisstimpil bæjarstjórans, Ólafs Kristjánssonar, er fyrirtækið leigði kvóta af m/b Dagrúnu nú nýverið, en skipið liggur vélarvana í Bolungarvíkurhöfn eftir að aðalvél skipsins brotnaði í desember síðastliðnum. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Rannveig formaður þingflokksins

RANNVEIG Guðmundsdóttir hefur verið kjörin þingflokksformaður Alþýðuflokksins. Össur Skarphéðinsson var kjörinn varaformaður þingflokksins og Lúðvík Bergvinsson ritari. Embættaskiptingin var samþykkt einróma eftir tillögu Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ráðstefna um flogaveiki

RÁÐSTEFNA um flogaveiki verður haldin laugardaginn 29. apríl kl. 13­17 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. LAUF, landssamtök áhugafólks um flogaveiki, gangast fyrir ráðstefnunni. Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir: Flogaveiki sem fylgifiskur annarra fatlana, Evald Sæmundsen, sálfræðingur, Flogaveiki hjá börnum, Pétur Lúðvíksson, læknir, Flogaveiki og meðganga, Arnar Hauksson, Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Ráðstefna um flogaveiki

28. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 126 orð

Reuter

BARUCH Avraham, 73 ára, bendir á sjálfan sig á mynd sem tekin var í útrýmingarbúðum nasista í Buchenwald fyrir hálfri öld. Myndin er í Yad Vashem-safninu í Jerúsalem sem reist var til minningar um helförina gegn gyðingum í heimsstyjöldinni síðari. Í gær minntust Ísraelar þeirra sem létu lífið í helförinni. Kl. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

riggja bíla árekstur

28. apríl 1995 | Landsbyggðin | 497 orð

Samstarf við aðra um að gera Breytingar strax

Ísafirði-Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum héldu fund á Ísafirði á miðvikudaginn, þar kom fram að þeir hefðu haft samstarf við 6­8 þingmenn stjórnarflokkanna um hugsanlegar breytingar á fiskveiðistefnunni og með þeim komið inn í stjórnarsáttmálann viðunandi texta um breytingar. Meira
28. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 309 orð

Segja gasleiðslur öruggar

28. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 307 orð

Segja gasleiðslur öruggar RÚSSNESKA gasfélagi

RÚSSNESKA gasfélagið Gazprom varði í gær öryggismál við gasleiðslur félagsins eftir að gífurleg sprenging varð vegna leka í leiðslum í norðurhluta landsins. Eldar kviknuðu í skóglendi og íbúar á nærliggjandi svæðum urðu að flýja heimili sín. Sögðu fulltrúar félagsins að þetta væri aðeins annað slysið á öldinni í gasiðnaðinum. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 580 orð

SH vill kaupa hlutabréf fyrir 125 milljónir kr.

SÖLUSMIÐSTÖÐ Hraðfrystihúsanna bauðst í gær til þess að kaupa hlutabréf í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur að nafnverði 100 milljónir króna á genginu 1,25, en Íslenskar sjávarafurðir hf. höfðu áður boðist til að leggja fram 75 milljónir króna í aukið hlutafé á genginu 1. Stjórnendur SH áttu í gærkvöldi fund með Einari Njálssyni, bæjarstjóra á Húsavík, þar sem þeir kynntu tilboð SH. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Skólanefnd MR mælti með Ragnheiði Torfadóttur

SKÓLANEFND Menntaskólans í Reykjavík mælti einróma til menntamálaráðherra með Ragnheiði Torfadóttur til að taka við stöðu rektors skólans. Ragnheiður hefur verið deildarstjóri í latínu og grísku við skólann frá 1972 og setið í stjórn hans. Hún er fædd 1. maí 1937 á Ísafirði, dóttir hjónanna Torfa Hjartarsonar, fyrrv. tollstjóra í Reykjavík og ríkissáttasemjara og Önnu Jónsdóttur. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

Skuldir heimilanna hafa sjöfaldast á 25 árum

ÁÆTLAÐ er að skuldir heimila hafi vaxið úr 36 milljörðum króna í árslok 1968 í 293 milljarða í árslok 1994, og er þá miðað við verðlag í árslok 1994. Meirihluti skuldanna, eða um 162 milljarðar króna, er við byggingarsjóði ríkisins. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Hagtalna mánaðarins, sem hagfæðisvið Seðlabanka Íslands gefur út Meira
28. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Starfsaðstæður ungs fólks í atvinnulífinu

DR. Gerður G. Óskarsdóttir flytur opinn fyrirlestur á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri, húsi skólans við Þingvallastræti, á morgun, laugardaginn 29. apríl. Í fyrirlestrinum fjallar hún um áhrif menntunar á gengi og starfsaðstæður ungs fólks í atvinnulífinu. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 206 orð

Sumarhátíð hjá Jöfri

28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 202 orð

Sumarhátíð hjá Jöfri

ÞRÍR nýir bílar verða sýndir hjá Jöfri hf. um næstu helgi. Frá Skoda verður kynntur nýr bíll, Skoda Felicia. Felicia er ný kynslóð bíla sem hannaður var í samstarfi við Volkswagen samsteypuna og var miklu kostað til við hönnun bílsins sem hefur hlotið mikið lof bílagagnrýnenda. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Sumarið undirbúið

Það er ef til vill full mikil bjartsýni að halda sumarið í raun komið, þrátt fyrir að fyrsta sumardegi hafi verið fagnað fyrir rúmri viku, en vorið er svo sannarlega farið að láta á sér kræla víða. Garðeigendur eru farnir að athuga hvernig gróðurinn kemur undan vetri og ýmiss konar tiltektir í garðinum eru hluti vorverkanna. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Sune Lyxell í Fíladelfíu

SUNE Lyxell verður gestur í Fíladelfíu, Hátúni 2, dagana 29.­30. apríl nk. Hann er rektor norræna fjölmiðlaháskólans sem er staðsettur í Svíþjóð. Sune Lyxell er sænskur og hefur ferðast víða um heiminn og haldið fyrirlestra. Hann mun fjalla um tvö meginefni: Vandamál Norðurlanda - lausn Biblíunnar. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sune Lyxell í Fíladelfíu

28. apríl 1995 | Miðopna | 1197 orð

Súðvíkingar bjartsýnir á nýja uppbyggingu

Súðvíkingar eru bjartsýnir á að hægt verði að byggja upp á ný eftir snjóflóðið sem féll á bæinn í vetur. Í umfjöllum Jóhannesar Tómassonar kemur fram að engin uppgjöf er í íbúunum þrátt fyrir erfiðleikana Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 237 orð

Tamningamenn ekki hluti af kynbótaeiginleikum

EGILL Jónsson þingmaður og bóndi á Seljavöllum segir að fullyrðingar Þorkels Bjarnasonar hrossaræktarráðunauts í Morgunblaðinu í gær um að Austfirðingar standi öðrum landsmönnum að baki í hrossarækt séu fullar af mótsögnum. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 279 orð

Tvö námskeið um málefni þroskaheftra

FFA, fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, sem Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna eiga aðild, að standa fyrir tveimur námskeiðum laugardagana 6. og 13. maí nk. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Tvö umferðarslys á sama stað

28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

Tvö umferðarslys á sama stað

TVÖ umferðarslys urðu á sama stað, við Laugaveg 174, á miðvikudag og í báðum tilvikum áttu hlut að máli barn á reiðhjóli og bifreið. Fyrra slysið varð um tíuleytið á miðvikudagsmorguninn. Bifreið var ekið mjög hægt út af planinu við Laugaveg 174 þegar stúlka kom hjólandi eftir gangstéttinni til vesturs og lenti á hlið bifreiðarinnar. Meira
28. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 411 orð

Tyrknesk stjórnvöld hunza samstarfið

ÞING Evrópuráðsins samþykkti á miðvikudag ályktun með 12 atkvæða meirihluta, þar sem skorað er á ráðherranefnd ráðsins að víkja Tyrklandi tímabundið úr ráðinu, bæti stjórnvöld þar í landi ekki ráð sitt í mannréttindamálum fyrir 26. júní. Tyrkir hafa mótmælt harðlega og ætla nú að hunza allt starf Evrópuráðsins. Mikið uppnám er í höfuðstöðvum Evrópuráðsins í Strassborg. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 1032 orð

Tækifærið til viðræðna verði notað

Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra Noregs um viðræður um úthafsveiðar Tækifærið til viðræðna verði notað Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir að hægt sé að halda áfram viðræðum um lausn Smugudeilunnar. Meira
28. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 519 orð

Veira breytir líffærum í vökva

EIN illskeyttasta veira sem mannkynið hefur komist í kynni við, ebola-veiran, hefur stungið upp kollinum að nýju í Afríku eftir tæplega 20 ára hlé. Ebola ræðst á líffæri manna og veldur því að þau breytast í vökva. Vísindamenn standa ráðþrota frammi fyrir vandanum, lítið sem ekkert er vitað um uppruna veirunnar, sem er talin mun hættulegri en alnæmisveiran. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 162 orð

Verð á bjór breytist eftir helgina

NÝTT bjórverð tekur gildi á útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins þriðjudaginn 2. maí. Fjármálaráðuneytið ákvað fyrir þrýsting frá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, að fella niður 35% innflutningsgjald á bjór sem lagt var á til að vernda innlenda framleiðendur. Meira
28. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Þriggja bíla árekstur

HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Hálsabrautar og Dragháls skömmu fyrir hádegi í gærmorgun. Flytja þurfti tvo menn á slysadeild. Tveir bílar lentu saman á gatnamótunum og kastaðist annar þeirra á þann þriðja. Tækjabíll slökkviliðsins og tveir sjúkrabílar voru kallaðir á staðinn. Skera þurfti ökumann út úr einum bílanna. Tveir menn voru fluttir á slysadeild með sjúkrabílum. Meira

Ritstjórnargreinar

28. apríl 1995 | Staksteinar | 321 orð

SÚr gjaldþrotum í hagvöxt FYRIR fáeinum árum voru gjaldþrot fyrirtækja nánas

FYRIR fáeinum árum voru gjaldþrot fyrirtækja nánast "daglegt brauð". Nýjasta spá Þjóðhagsstofnunar stendur á hinn bóginn til þriggja prósenta hagvaxtar í ár. Spáð er að þjóðartekjur vaxi um svipað hlutfall. Spáð er hagstæðum viðskiptajöfnuði og minnkandi atvinnuleysi. Um þessi mál er fjallað í leiðara VR-blaðsins. Stöðugleikinn og batinn Meira
28. apríl 1995 | Leiðarar | 784 orð

VIÐRÆÐUR UM SMUGUNA

VIÐRÆÐUR UM SMUGUNA fyrradag slitnaði upp úr viðræðum Íslendinga, Norðmanna og Rússa um þorskveiðar íslenzkra fiskiskipa í Smugunni svonefndu. Á fundinum náðist þó sá árangur, sem telja verður nokkurs virði, Meira

Menning

28. apríl 1995 | Menningarlíf | 99 orð

11 dagar

28. apríl 1995 | Menningarlíf | 96 orð

11 dagar G.R. Lúðvíksson og Jón Garðar Henrysson opna myndlistarsýningu í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði, á morgun, 1.

G.R. Lúðvíksson og Jón Garðar Henrysson opna myndlistarsýningu í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði, á morgun, 1. maí, kl. 15. Hér er á ferðinni nýtt sýningarrými inn af Listhúsi 39. Á sýningunni er G.R. Lúðvíksson með þrjú olíumálkverk sem heita Ísland og voru unnin í Hollandi á þessu og síðasta ári. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 147 orð

Á lands lagshefðin enn erindi?

MÁLÞING um landslagsmálverk verður haldið í Hafnarborg í Hafnarfirði á laugardaginn, en þar stendur nú yfir sýningin Norrænt landslag, verk eftir norska listmálarann Patrick Huse. Í tilkynningu frá Hafnarborg segir: "Ýmsir yngri myndlistarmenn hafa á undanförnum árum leitað aftur til landslagsins og ef verk þeirra eru skoðuð sést hve fráleitt er að telja landslagsmálverkið dautt og Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 85 orð

Birgir Snæbjörn við Hamarinn MÁLVERKASÝNINGU Birgis Snæbjarnar Birgissonar í sýningarsalnum Við Hamarinn, Strandgötu 50,

MÁLVERKASÝNINGU Birgis Snæbjarnar Birgissonar í sýningarsalnum Við Hamarinn, Strandgötu 50, Hafnarfirði, lýkur nú á sunnudag. Í kynningu segir að "verk Birgis séu óður til sakleysislegrar heimsmyndar barna. Verkin lýsi þó miklu sakleysi og alvöru í senn, því lífið sé nú þannig gert að á endanum hrynji þessi sakleysislega heimsmynd og alvaran taki við". Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 69 orð

Burtfararpróf í Listasafni Sigurjóns TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Listasafni Sigurjóns

TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sunnudaginn 30. apríl kl. 17. Tónleikarnir eru burtfararpróf Guðmundar Hafsteinssonar trompetleikara frá skólanum. Á efnisskrá eru Sónata eftir Paul Hindemith, Military Septet, og Konsert fyrir trompet eftir Johann Nepomuk Hummel. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 76 orð

Burtfararpróf í söng

28. apríl 1995 | Menningarlíf | 72 orð

Burtfararpróf í söng TÓNLEIKAR verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun, laugardag, kl. 16 þar sem Díana

TÓNLEIKAR verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun, laugardag, kl. 16 þar sem Díana Ívarsdóttir sópransöngkona lýkur burtfararprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Á efnisskránni eru ljóð og aríur eftir Gluck, Schumann, Dvorák, Mozart, Grieg, Saint-Saëns, Britten, Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar og Karl Ottó Runólfsson. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 153 orð

Burtfarartónleikar í Íslensku óperunni

TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar gengst fyrir tónleikum í Íslensku óperunni á morgun, laugardag 29. apríl, kl. 17. Einsöngvari á tónleikunum er Finnur Bjarnason baritónsöngvari og eru þetta burtfarartónleikar hans frá skólanum. Meira
28. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 64 orð

Crawford í Sanngjörnum leik

FYRIRSÆTAN Cindy Crawford fer með eitt aðalhlutverka kvikmyndarinnar "Fair Game" eða Sanngjarn leikur. Hér má sjá förðunarmeistara leggja síðustu hönd á gervi Crawford áður en tökur hefjast, en í einu atriði myndarinnar verður persóna hennar fyrir skoti í handlegginn. Til gamans má geta þess að á tökustað eru sextíu gallabuxur sem Crawford hefur til skiptanna. Meira
28. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 65 orð

Crawford í Sanngjörnum leik

28. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 56 orð

Dynjandi danstónlist

28. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 54 orð

Dynjandi danstónlist

ÞAÐ FÓR varla framhjá mörgum áhangendum danstónlistar þegar hljómsveitin Drum Club kom hingað til lands fyrir skömmu. Danssveitin hélt nokkra tónleika, meðal annars í Tunglinu þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Eins og sjá má náði Drum Club upp mjög góðri stemmningu meðal unga fólksins sem troðfyllti dansgólfið undir dynjandi danstónlist. Meira
28. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 237 orð

Háskólabíó frumsýnir Höfuð uppúr vatni

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á spennumyndinni Höfuð uppúr vatni eða "Hodet over vannet" eftir norska leikstjórann Nils Gaup sem þekktastur er fyrir kvikmyndina Leiðsögumanninn með Helga Skúlasyni í aðalhlutverki. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 42 orð

Henson með yfirlitssýningu

HALLDÓR Einarsson iðnrekandi(Henson) efnir um helgina til yfirlitssýningar á verkum sínum í viðhafnarsalVals að Hlíðarenda. Sýningin verðiropnuð meðskemmtikvöldi klukkan 17 í dagþar semverða ýmsaruppákomur og er samkoman öllum opin. Á morgun laugardag verður sýningin opin klukkan 10-16. Halldór Einarsson. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 270 orð

Jóhann Smári kominn í undanúrslit

BASSASÖNGVARINN Jóhann Smári Sævarsson er kominn í undanúrslit alþjóðlegu söngvarakeppninnar Belvedere sem hefjast í Vínarborg 10. júlí næstkomandi. Tvö þúsund óperusöngvarar tóku þátt í undankeppninni sem haldin var nýverið í 25 borgum víðsvegar um heiminn og komust 75 þeirra í undanúrslit. Jóhann Smári spreytti sig í Dublin en þar komust þrír af þrjátíu söngvurum áfram. Meira
28. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 142 orð

Laugarásbíó sýnir myndina Banvæn ráðagerð

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á myndinni Banvæn ráðagerð með Mickey Rourke og Stephen Baldwin í aðalhlutverkum. Ungir menntaskólapiltar ákveða að gera íbúum í smábæ nokkrum rétt fyrir utan heimili þeirra saklausan grikk að þeim finnst. Þeir ákveða að sviðsetja morð fyrir utan bankann á staðnum, stinga af og hlæja síðan að útvarpsfréttunum. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 69 orð

Leirvasar í Sneglu

28. apríl 1995 | Menningarlíf | 66 orð

Leirvasar í Sneglu SÝNING á handgerðum leirvösum verður opnuð í Sneglu Listhúsi við Klapparstíg, laugardaginn 29. apríl kl. 15.

SÝNING á handgerðum leirvösum verður opnuð í Sneglu Listhúsi við Klapparstíg, laugardaginn 29. apríl kl. 15. Að sýningunni standa sex af fimmtán listakonum Sneglu listhúss, þær Arnfríður Lára Guðnadóttir, Elín Guðmundsdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Jóna Thors, Sigríður Erla og Vilborg Guðjónsdóttir. Sýningin stendur til 13. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 63 orð

Lúðrasveitartónleikar

28. apríl 1995 | Menningarlíf | 61 orð

Lúðrasveitartónleikar LÚÐRASVEIT Hafnarfjarðar heldur sína árlegu vortónleika í Hafnarborg á morgun, laugardag, kl. 17. Á

LÚÐRASVEIT Hafnarfjarðar heldur sína árlegu vortónleika í Hafnarborg á morgun, laugardag, kl. 17. Á efnisskránni eru meðal annars vek eftir Wagner, Mancini, Glen Miller, Gluck og fleiri. Lúðrasveitin er um þessar mundir að ljúka sínu 45. starsfári og félagar í sveitinni eru um 35 talsins. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar er Stefán Ómar Jakobsson. Meira
28. apríl 1995 | Bókmenntir | 906 orð

Náttúran og mennirnir

Safn greina um siðfræði og náttúru. Róbert H. Haraldsson og Þorvarður Árnason (ritstj.). Rannsóknastofnun í siðfræði, 1994, 356 bls. STAÐA náttúrunnar og viðhorf til hennar hafa verið að breytast á síðustu árum og áratugum. Þetta kemur fram á ýmsan hátt. Skýrasta dæmi um þetta, sem snertir Íslendinga, er staða hvala. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 265 orð

Norsk kvikmynd hlutskörpust í Rouen

NORSKA myndin "Ti kniver í hjertet" eftir Maríus Holst var af dómnefnd kjörin besta myndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Rouen í Frakklandi í ár. Og sama mynd var af kvikmyndagestum líka valin besta myndin á hátíðinni. Dönsku leikararnir Kim Bodnia og Ulla Henningsen hlutu verðlaun fyrir bestan leik í karlhlutverki og í kvenhlutverki. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 119 orð

Olíumálverk eftir Sigrúnu Eldjárn

SÝNING á olíumálverkum eftir Sigrúnu Eldjárn verður opnuð í Norræna húsinu á morgun laugardag kl. 15. Þetta eru um það bil 30 verk máluð á síðustu þremur árum. Hluti myndanna er samsettur, þ.e. þrjú eða fleiri málverk eru fest saman svo þau myndi eina heild. Þessar samsettu myndir minna sumar á altaristöflur en aðrar jafnvel á teikniseríur, segir í kynningu. Þetta er 14. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 79 orð

Olíuverk Sossu

28. apríl 1995 | Menningarlíf | 76 orð

Olíuverk Sossu SÝNING á olíuverkum Sossu, Margrétar Soffíu Björnsdóttur, verður opnuð í Gallerí Fold, Laugavegi 118d, á morgun,

SÝNING á olíuverkum Sossu, Margrétar Soffíu Björnsdóttur, verður opnuð í Gallerí Fold, Laugavegi 118d, á morgun, laugardag. Á sama tíma hefst kynning á verkum Grétu Þórsdóttir í kynningarhorni Foldar. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 998 orð

Röddin er túlkur hjartans

Halla Margrét Árnadóttir sópran hefur leyst hjarta sitt úr fjötrum og Orri Páll Ormarsson komst að því að hún er hvergi smeyk við að reyna fyrir sér í hinum harða heimi óperunnar á Ítalíu. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 214 orð

Sálmalög eftir Áskel Jónsson

MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur tónleika í Glerárkirkju á morgun laugardag kl. 15. Á efnisskránni eru verk eftir þá feðga Áskel Jónsson og Jón Hlöðver Áskelsson, messuþættir eftir Palestrina og mótettur eftir Sch¨utz og Bruckner. Þetta er í þriðja sinn sem Mótettukórinn heimsækir Akureyri. Stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 68 orð

Skrúðganga áhugaleikfélaga BANDALAG íslenskra leikfélaga hefur starfrækt skrifstofu í Hafnarstræti 9. Þaðan hefur

BANDALAG íslenskra leikfélaga hefur starfrækt skrifstofu í Hafnarstræti 9. Þaðan hefur áhugaleikfélögum landsins verið þjónað. Þar er handritasafn til húsa og þar fæst farði og ýmislegt til leikstarfsemi. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 33 orð

Stefnir og Elín í Garðinum KARLAKÓRINN Stefnir úr Mosfellsbæ og Elín Ósk Óskarsdóttir sópran halda tónleika í íþróttamiðstöðinni

KARLAKÓRINN Stefnir úr Mosfellsbæ og Elín Ósk Óskarsdóttir sópran halda tónleika í íþróttamiðstöðinni í Garði laugardaginn 29. apríl kl. 17. Tónleikarnir eru á vegum M-nefndar og Tónlistarfélags Gerðahrepps. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 288 orð

Styrkir Hagþenkis

LOKIÐ er veitingu helstu styrkja og þóknana sem Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, úthlutar í ár. Starfsstyrkir til ritstarfa voru veittir 14 höfundum, samtals 2.280.000 kr. en umsóknir bárust frá 23 höfundum um tæplega fimm milljónir kr. Hámarksstyrkur að þessu sinni var 225 þúsund kr. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 295 orð

Styrkir Hagþenkis

28. apríl 1995 | Menningarlíf | 159 orð

Suzuki söngkennsla

TÓNLISTARSKÓLI Íslenska Suzukisambandsins stendur fyrir kynningarnámskeiði um söngkennslu í anda Suzuki nú í byrjun maí. Kynnt verður tónlistaruppeldisstefna Shinichi Suzuki og aðferðafræði finnsku söngkonunnar Paivi Kukkamaki. Hún byggist meðal annars á því að foreldrar geti byrjað undirbúning söngnáms barnanna strax á meðgöngunni. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 161 orð

Suzuki söngkennsla

28. apríl 1995 | Menningarlíf | 108 orð

Syrpa með Sigvalda Kaldalóns

SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík heldur vortónleika í samkomuhúsinu Hvoli á Hvolsvelli á sunnudag kl. 16 og í kirkjunni í Þorlákshöfn að kvöldi sama dags kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt og má nefna íslensk lög eftir Sigfús Einarsson, Emil Thoroddsen, Sigurð Þórðarson, Björgvin Þ. Valdimarsson og Sigvalda Kaldalóns, en söngstjóri hefur sett nokkur lög hans saman í eina syrpy. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 137 orð

Sýning á veggteppum og veggskúlptúrum í Borgarnesi

GUÐRÚN Gunnarsdóttir opnar á morgun laugardag sýningu á veggteppum og veggskúlptúrum í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Sýningin stendur til 28. maí. Guðrún Gunnarsdóttir er fædd í Borgarnesi 1948, dóttir Gunnars Ólafssonar, sem var skipstjóri á Akraborginni á sínum tíma. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1962. 10. einkasýningin Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 34 orð

Sýningu Önnu Jóa að ljúka SÝNINGU Önnu Jóa í Gallerí Greip lýkur á sunnudag. Á sýningunnieru olíumyndir tileinkaðar Esjunni.

SÝNINGU Önnu Jóa í Gallerí Greip lýkur á sunnudag. Á sýningunnieru olíumyndir tileinkaðar Esjunni. Annaútskrifaðistúr Myndlista-og handíðaskóla Íslands1993 og er í framhaldsnámi í París Þetta er hennar önnur einkasýning. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 61 orð

Teiknimynd fyrir börn

28. apríl 1995 | Menningarlíf | 58 orð

Teiknimynd fyrir börn DANSKA teiknimyndin "Fuglekrigen í Kanøfleskogen" verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Myndin

DANSKA teiknimyndin "Fuglekrigen í Kanøfleskogen" verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Myndin fjallar um fuglalíf í stórum skógi. Þar er friðnum í sífellu ógnað af ránfuglinum Fagin. Tveir litlir fuglar í skóginum Óliver og Ólafía vilja berjast á móti Fagin, en engin vill hjálpa þeim. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 71 orð

Textílkynning í Sneglu

28. apríl 1995 | Menningarlíf | 69 orð

Textílkynning í Sneglu Í GLUGGUM Sneglu listhúss stendur nú yfir kynning á verkum eftir Ingiríði Óðinsdóttur textílhönnuð.

Í GLUGGUM Sneglu listhúss stendur nú yfir kynning á verkum eftir Ingiríði Óðinsdóttur textílhönnuð. Ingiríður lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 225 orð

Yfirsýn

LEIFUR Breiðfjörð opnar sýningu á verkum sínum í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á morgun, laugardag. Leifur hefur valið saman verk frá síðustu 15 árum og nefnir hann sýninguna Yfirsýn. Hann sýnir í þremur sölum og forsal, málverk, pastelmyndir, vatnslitamyndir, steinda glugga, glermálverk og glerskúlptúra. Meira
28. apríl 1995 | Menningarlíf | 233 orð

Yfirsýn

Umræðan

28. apríl 1995 | Velvakandi | 370 orð

Austantjaldsmórar

Austantjaldsmórar Jóhanni Gunnari Arnarssyni: TILEFNI þess að ég ræðst fram á ritvöllinn er grein sem Guðsteinn Þengilsson læknir ritar í Morgunblaðið miðvikudaginn 8. mars sl. svo og furðuleg viðbrögð fyrrverandi (núverandi?) kommúnista við þætti Árna Snævarr og Vals Ingimundasonar í sjónvarpinu fyrir skemmstu. Meira
28. apríl 1995 | Velvakandi | 705 orð

Er trúfrelsi "ókristilegt"?

Er trúfrelsi "ókristilegt"? Þorvaldi Erni Árnasyni: ÞÓRDÍS Pétursdóttir hefur í tvígang hér á lesendasíðunni veist ósmekklega að borgaralegri fermingu og opinberað þar fáfræði og fordóma. Í tilefni fyrri skrifa hennar reyndi ég 7. Meira
28. apríl 1995 | Aðsent efni | 1318 orð

Fjárhagsvandi sveitarfélaganna

NÝ RÍKISSTJÓRN Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur birt stefnuyfirlýsingu sína. Þar er vikið að stöðu ríkisfjármála og fjárhagsstöðu sveitarfélaga með sérkennilegum og ólíkum hætti. Ekki er minnst á, að hallarekstur ríkissjóðs með tilheyrandi skuldasöfnun, sem áætla má að nemi tæplega 60 milljörðum króna, á verðlagi hvers árs, á árunum 1991 til 1995, Meira
28. apríl 1995 | Velvakandi | 149 orð

Fór að eigin ósk

ÞANN 22. þ.m. sendi Eggert Haukdal fyrrverandi samþingmönnum sínum, Þorsteini Pálssyni og Árna Johnsen, kveðjur sínar í Mbl., enda skiljast nú leiðir ­ þeir á þingi en hann ekki. Að dómi Eggerts drýgði Þorsteinn höfuðsynd "að reka Albert Guðmundsson fyrir litlar sakir... Meira
28. apríl 1995 | Aðsent efni | 1093 orð

Framtíð Lyfja verslunar Íslands

NOKKUR umræða hefur verið um Lyfjaverslun Íslands að undanförnu vegna væntanlegs aðalfundar félagsins sem haldinn verður laugardaginn 29. apríl næstkomandi. Ég er einn af forsvarsmönnum hluthafahóps sem hefur ákveðið að standa að stjórnarframboði á væntanlegum aðalfundi og vil í því sambandi nota þetta tækifæri til að skýra hvað fyrir okkur vakir og hverjir verða í framboði fyrir okkur. Meira
28. apríl 1995 | Velvakandi | 443 orð

INUR Víkverja ákvað að taka daginn snemma í vikubyrjun

INUR Víkverja ákvað að taka daginn snemma í vikubyrjun og upplifa vorkomuna í dagrenningu. Eftir erfiðan vetur vildi hann fylla hug og hjarta af fegurð heimsins. Veðrið var guðdómlegt, birtan ómótstæðileg og kyrrðin alger allt þar til hún var skyndilega rofin af sargi. Meira
28. apríl 1995 | Velvakandi | 203 orð

Ofgert í íþróttum

HVAÐ er að gerast í íþróttahreyfingunni hér í Reykjavík? Ósætti og æsingur í hámarki; hvað er að gerast? Höfum við smáþjóð eins og Íslendingar efni á því miðað við stórþjóðir að láta íþróttir snúast um embætti og fjármuni? Sem betur fer hefur þessum íþróttafrömuðum fækkað á Alþingi og úr borgarstjórn Reykjavíkur. Meira
28. apríl 1995 | Aðsent efni | 697 orð

"Oj" í Þjóðleikhúsinu

FYRIR nokkru fór ég í Þjóðleikhúsið að sjá söngleikinn West Side Story, með mér voru tvær ungar stúlkur (10 og 14 ára). Við skemmtun okkur vel og nutum þess að hlusta á það sem fram fór á leiksviðinu. Í stóru hlutverki var sá ágæti leikari Gunnar Eyjólfsson fyrrverandi skátahöfðingi. Þegar hann birtist á sviðinu reykjandi vindil barst tóbaksreykurinn yfir til okkar en við sátum á tíunda bekk. Meira
28. apríl 1995 | Velvakandi | 203 orð

Skýr svör óskast

ÁGÆTUR Velvakandi fékk fyrir nokkru línur frá mér vegna máls Sophiu Hansen og dætra hennar. Þar beindi ég spurningum til forsætis- og dómsmálaráðherra um þeirra aðstoð til handa þessum íslensku ríkisborgurum sem eiga í miklum vanda. Ekki hefur verið látið svo lítið að svara, enda kannski ekki af svo miklu að státa. Nú hefur okkur birzt 20. Meira

Minningargreinar

28. apríl 1995 | Minningargreinar | 671 orð

Einar Ásgeirsson

Kær frændi er látinn, 77 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur að kvöldi sumardagsins fyrsta. Þegar lífsþráðurinn slitnar svona snöggt er höggið þungt og það tekur tíma fyrir aðstandendur að sætta sig við orðinn hlut. Síðasta símtal mitt við Einar móðurbróður minn var á páskadag, afmælisdag hans. Þá var hann á leið til barna sinna, sem ætluðu að halda upp á afmæli hans. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 820 orð

Einar Ásgeirsson

Nú er hann Einar afi okkar látinn, varð bráðkvaddur 20. apríl síðastliðinn. Einar afi fæddist á Uppsölum á Ísafirði og ólst þar upp til sextán ára aldurs en langafi og langamma, Ásgeir Jónsson og Guðrún Stefánsdóttir, ráku þar gisti- og veitingahúsið Uppsali. Einar afi útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands árið 1937. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 173 orð

EINAR ÁSGEIRSSON

EINAR ÁSGEIRSSON Einar Ásgeirsson var fæddur á Ísafirði 16.4. 1918. Hann lést 20. apríl sl. Sonur hjónanna Ásgeirs Jónssonar rennismiðs, f. 29.11. 1879, d. 10.3. 1966, og Guðrúnar Stefánsdóttur hótelstýru og veitingamanns, f. 4.9. 1885, d. 24.6. 1964. Systkini Einars voru Jón Ásgeirsson, f. 26.10. 1908, d. 20.2. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 293 orð

Guðmundur Diðrik Sigurðsson

Nokkur kveðjuorð til þín, elsku afi, sem í dag verður til moldar borinn frá Hruna í Hrunamannahreppi. Margt ber að þakka og kveðjustundin er tregabundin en í leiðinni minnist ég góðra stunda sem ég átti með afa og ömmu heima á Kanastöðum, þar sem við barnabörnin þeirra vorum umvafin góðvild þeirra og hlýju. Hjá afa og ömmu dvaldi ég oft og kom nær daglega enda bjó ég í nábýli við þau. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 344 orð

Guðmundur Diðrik Sigurðsson

Okkur langar til að kveðja afa okkar Diðrik Sigurðsson, eða "afa á Kanastöðum" eins og við kölluðum hann alltaf, með fáeinum orðum. Afi og amma á Kanastöðum voru meðal miðpunkta tilveru okkar systkinanna. Við eldri systkinin vorum í sveit hjá þeim öllum sumrum og þau yngri komu reglulega í heimsókn. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 108 orð

GUÐMUNDUR DIÐRIK SIGURÐSSON

GUÐMUNDUR DIÐRIK SIGURÐSSON Guðmundur Diðrik Sigurðsson fæddist 25.8. 1914 að Stekk í Garðahreppi. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 18. apríl sl. Foreldrar hans voru Sigurður Magnússon frá Digranesi í Kjós og Helga Eiríksdóttir frá Kjarnholtum í Biskupstungum. Hann var kvæntur Guðrúnu Hansdóttur, f. 21.10. 1920, d. 2.11. 1993. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 147 orð

Haukur Vigfússon

Í dag kveðjum við elskulegan afa okkar. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Við munum alltaf minnast þess þegar við komum í heimsókn á Hellissand og þið amma stóðuð úti á palli og tókuð svo vel á móti okkur. Tilhlökkunin að fara með þér út í Krossavík var svo mikil, það var skemmtilegur tími sem við áttum með þér og munum aldrei gleyma. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 527 orð

Haukur Vigfússon

Mig langar með fáum orðum að kveðja góðan vin, Hauk Vigfússon frá Gimli á Hellissandi. Margt er það sem flýgur í gegnum hugann á kveðjustund sem þessari, því margs er að minnast og margt er að þakka. Ég hef talið það gæfu mína hvað ég hef kynnst mörgu góðu fólki á vegferð minni í gegnum lífið og er Haukur í þeim hópi. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 143 orð

HAUKUR VIGFÚSSON

HAUKUR VIGFÚSSON Haukur Vigfússon frá Gimli, Hellissandi, fæddist 26. desember 1913. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. apríl sl. Kona hans er Steinunn Jóhannsdóttir, f. 19.2. 1917, kennari frá Löngumýri í Skagafirði. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Jóhann, d. 1986, kvæntur Önnu Aradóttur og eiga þau þrjár dætur og fjögur barnabörn. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 785 orð

Klara Ólafsdóttir

Mig langar að minnast móður minnar Klöru Ólafsdóttur með nokkrum orðum. Mamma mín var alltaf besta mamman sem til var. Þegar ég var lítill strákur þótti mér gott að hjúfra mig að henni og var faðmur hennar ávallt hlýr og notalegur og þar var skjólið og öryggið sem litli snáðinn þurfti. Við urðum strax miklir mátar og fann ég fljótt, að allt vildi hún gera fyrir drenginn sinn. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 746 orð

Klara Ólafsdóttir

Þá er ástkær amma mín Klara Ólafsdóttir látin, 81 árs að aldri. Amma var fædd á bænum Skoruvík á Langanesi, elsta barn hjónanna Margrétar Kristjánsdóttur og Ólafs Sigfússonar bónda. Margrét móðir ömmu var ein af fjórtán systkinum og dóttir hjónanna Kristjáns Þorlákssonar, sem lengi var vitavörður á Langanesi og konu hans, Kristbjargar Maríu Helgadóttur. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 284 orð

Klara Ólafsdóttir

Klara Ólafsdóttir var orðin roskin kona með langa lífsreynslu að baki þegar ég kynntist henni fyrst árið 1984. Var þá farið að bera á sjúkdómi þeim sem henni fylgdi eftir það. Náið samband hennar og Svölu, dótturdóttur hennar og eiginkonu minnar, gerði það að verkum að hún varð upp frá því einnig snar þáttur í lífi mínu og sona okkar hjóna. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 167 orð

KLARA ÓLAFSDÓTTIR

KLARA ÓLAFSDÓTTIR Klara Ólafsdóttir fæddist á bænum Skoruvík á Langanesi 13. nóvember 1913. Hún lést á Droplaugarstöðum 21. apríl sl. Hún var elsta barn hjónanna Margrétar Kristjánsdóttur og Ólafs Sigfússonar. Yngri systkini hennar, sem öll eru látin, hétu Ásta, Kristbjörg, Helgi, Guðrún og Sigfús. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 302 orð

Margrét Gunnlaugsdóttir

Okkur systkinin langar til að minnast ömmu okkar í nokkrum orðum. Þegar horft er til baka er efst í hugum okkar þakklæti fyrir að hafa átt hana fyrir ömmu. Amma var fyrst og fremst húsmóðir og móðir alla tíð og stjórnaði hún stóru heimili af miklum myndarskap. Fyrstu ár ævi okkar bjuggum við fjölskyldan í sama húsi og amma og afi í Rauðagerðinu. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 187 orð

Margrét Gunnlaugsdóttir

Síðustu daga hefur hugur minn reikað til þeirra stunda sem ég átti með Möggu ömmu. Ég get séð fyrir mér eldhúsið hennar á Kleppsveginum þar sem ég sit við eldhúsborðið með mjókurglas og kökusneið og hún að sýsla í eldhúsinu. Amma átti alltaf kökur þegar gesti bar að garði sem var ansi oft enda stór fjölskylda. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 240 orð

Margrét Gunnlaugsdóttir

Mig langar að minnast tengdamóður minnar Margrétar Gunnlaugsdóttur sem lést 19. apríl sl. Margar minningar frá liðnum áruim mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Hún var húsmóðir á stóru heimili með marga unglinga þegar ég kynntist henni sem væntanleg tengdadóttir. Hún tók mér mjög vel og var alla tíð kært með okkur. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 185 orð

MARGRÉT GUNNLAUGSDÓTTIR

MARGRÉT GUNNLAUGSDÓTTIR Margrét Jónína Gunnlaugsdóttir fæddist að Reynhólum í Miðfirði, V-Húnavatnssýslu, 3. ágúst 1912. Hún lést í Hrafnistu, Reykjavík, 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnlaugur Eiríksson bóndi, Reynhólum, f. 2.12. 1880, d. 19.10. 1947, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 19.8. 1878, d. 2.5. 1915. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 183 orð

Margrét Jónína Guðmundsdóttir

Hún elsku amma okkar er dáin. Það er svo skrýtin tilfinning að amma sé farin af því að það var alltaf svo gott að koma til hennar. Hún var svo hlý og góð og tók manni alltaf opnum örmum. Við systkinin eigum svo ljúfar minningar því oft fengum við að gista hjá ömmu þegar við vorum lítil og þá var svo gaman að spila og spjalla saman. Hún sagði okkur svo margar sögur frá æskuárum sínum. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 816 orð

Sigurður Kristinn Þórðarson

Hann afi í Hátúni var mér svo miklu meira en orðið eitt kann að gefa til kynna. Ég var átta ára gamall þegar foreldrar mínir fluttu ásamt systkinum mínum úr Hátúni í Garðabæinn. Ég fékk afa og ömmu í lið með mér til þess að telja foreldra mína á að fá að vera hjá þeim fram á vor til þess að ljúka skólanum. Svo kom sumar og brátt leið að hausti. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 1159 orð

Sigurður Kristinn Þórðarson

Ég var átta ára, það var haust og ný stelpa komin í bekkinn. Hún mætti seint, hafði verið í sveit. Mér leist vel á hana, langaði til að leika mér við hana. Einn daginn stóð ég á tröppunum og hringdi dyrabjöllunni - lengi, lengi. Ég var um það bil að gefast upp þegar loksins var opnað. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 213 orð

Sigurður Kristinn Þórðarson

Þegar ég hugsa til hans langafa míns, Sigurðar Þórðarsonar (Sigga langafa) er margs að minnast. Þegar ég var lítil og átti að hætta með snuðið, gekk það frekar illa, því ég vildi alls ekki hætta. En langafi geymdi alltaf eitt snuð fyrir mig uppi á lofti hjá sér í Hátúninu og þegar ég kom í heimsókn hljóp ég alltaf upp til hans og fékk snudduna mína hjá honum í smástund án þess að mamma eða Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 823 orð

Sigurður Kristinn Þórðarson

Þeim fer nú óðum fækkandi sem fæddust um og upp úr seinustu aldamótum. Er næsta ótrúlegt hvað seiglan og hraustleikinn hefur verið mikill í þessari kynslóð miðað við þann aðbúnað og þau lífsskilyrði sem allur almenningur átti við að búa. Húsakostur var oftast lélegur, ýmist vegna vankunnáttu, efnisleysis eða vanefna. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 454 orð

Sigurður Kristinn Þórðarson

Lífið slokknar, minningin lifir. Lífshlaupi frá Flóa til Reykjavíkur, með viðkomu í Hafnarfirði, er lokið. Hann afi er dáinn. Frá fyrsta degi hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í nálægð við afa og ömmu. Stundum í sama húsi, annars í næsta nágrenni. Siggi í Tungu eins og hann var oft kallaður, var félagslyndur gleðimaður, kærleiksríkur og réttlátur. Samferðamönnum var hann góð fyrirmynd. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 349 orð

SIGURÐUR KRISTINN ÞÓRÐARSON

SIGURÐUR KRISTINN ÞÓRÐARSON Sigurður Kristinn Þórðarson fæddist 30. mars 1904 að Votmúla í Flóa. Hann lést 21. apríl sl. Foreldrar hans voru Anna Lafransdóttir frá Norðurkoti í Votmúlahverfi, f. 2. okt. 1872, d. 11. maí 1957, og Þórður Þorvarðarson bóndi og hreppsnefndarmaður ættaður frá Litlu-Sandvík, f. 16. ágúst 1875, d. 28. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 716 orð

Sigurmundur Jónsson

Með þessum línum vil ég minnast Sigurmundar Jónssonar tengdaföður míns. Hann ólst upp í stórum systkinahóp og fór ungur að vinna fyrir sér. Hann vann að almennum bústörfum á Brjánsstöðum og eftir að hann fluttist þaðan vann hann ýmiss konar verkamannastörf. Mundi var einn af fyrstu bormönnum Íslands og vann við borun á heitu og köldu vatni á Reykjavíkursvæðinu og víða um land m.a. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 524 orð

Sigurmundur Jónsson

Mig langar að minnast tengdaföður míns með nokkrum orðum. Ég kynntist Munda fyrst er ég kom í "Hvassó" fyrir rúmum fjórtán árum. Hann tók þessari fyrstu tengdadóttur sinni strax mjög vel. Mér er sérstaklega minnisstætt fyrsta sumarið mitt í Hvassó þar sem við hjónaefnin ungu drukkum kaffi með Eddu og Munda á fallegu sumarkvöldi úti í garðinum. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 238 orð

Sigurmundur Jónsson

Í dag kveðjum við Munda, pabba hennar Önnu vinkonu okkar. Öll okkar unglingsár áttum við því láni að fagna að vera nær daglegir heimaganga hjá fjölskyldunni í Hvassaleiti 97. Þar var oft þétt setinn bekkurinn í eldhúsinu og var kaffið teygað í ómældu magni og lífsgátan ráðin. Við minnumst Munda, þegar hann á sinn hægláta og rólynda hátt heilsaði upp á okkur. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 296 orð

Sigurmundur Jónsson

Nú er hann afi minn og nafni dáinn. Hann var góður maður og koma margir til með að sakna hans. Þegar ég var yngri sagði hann mér oft sögur sem hann samdi jafnóðum. Það voru sögur um álfa og tröll sem hann færði í nútímalegan búning. Stundum fórum við tveir upp í Fagrahvamm, sumarbústað sem amma og afi eiga, og náðum í kartöflur og rabbarbara. Þá ókum við saman á gulu bjöllunni hans afa. Meira
28. apríl 1995 | Minningargreinar | 405 orð

SIGURMUNDUR JÓNSSON

SIGURMUNDUR JÓNSSON Sigurmundur Jónsson fæddist á Brjánsstöðum á Skeiðum 8. desember 1910. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 15. apríl sl. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, f. 1865, d. 1934, bóndi á Brjánsstöðum og eiginkona hans Helga Þórðardóttir, f. 1876, d. 1949. Meira

Viðskipti

28. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Hver fær Vernd?

Umhverfisviðurkenning Iðnlánasjóðs verður veitt í fjórða sinn á næstunni. Nefnd skipuð fulltrúum frá sjóðnum, umhverfisráðuneyti og Vinnueftirliti ríkisins hefur síðustu vikur verið að skoða fyrirtæki sem koma til álita og verður niðurstaða nefndarinnar kynnt á ársfundi sjóðsins 2. maí næstkomandi, að því er fram kemur í frétt frá Iðnlánasjóði. Meira
28. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Lausafjárstaðan að rétta úr kútnum

LAUSAFJÁRSTAÐA banka og sparisjóða hefur verið að batna upp á síðkastið eftir mikla rýrnun undangengna 12 mánuði. Í lok mars áttu bankarnir 15,8 milljarða í lausafé og hafði það rýrnað um 7,6 milljarða frá sama tíma í fyrra. Þessi samdráttur stafaði af aukningu á almennum útlánum en þau jukust um 8,8 milljarða á tímabilinu. Meira
28. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 239 orð

Spariskír teini keypt og seld til að fá þóknunartekjur

FULLVÍST er talið að hluti viðskipta með spariskírteini í þessari viku á verðbréfamarkaði hafi haft þann tilgang einan að afla verðbréfafyrirtækjum þóknanatekna frá Lánasýslu ríkisins. Frá því Seðlabankinn setti fram ný og hærri tilboð í spariskírteini á þinginu í byrjun vikunnar hafa viðskipti þar nær eingöngu falist í að bankinn hefur keypt skírteini af verðbréfafyrirtækjum. Meira
28. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 529 orð

Voru 24% 1980 en orðnar 136% í fyrra

SKULDIR heimilanna gagnvart lánakerfinu hafa vaxið úr 36 milljörðum króna frá árslokum 1968 í 293 milljarða um síðustu áramót, eða alls um 257 milljarða. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Hagtalna mánaðarins og miðað er við verðlag í árslok 1994. Meirihluti skuldanna, eða 162 milljarðar, er við byggingarsjóði ríkisins. Þá eru 233 milljarðar af skuldum heimilanna til langstíma. Meira

Fastir þættir

28. apríl 1995 | Fastir þættir | 80 orð

Bridsfélag Akureyrar Sunnudaginn 23. apríl lauk einmennings-

Sunnudaginn 23. apríl lauk einmennings- og Firmakeppni félagsins. Úrslit í Einmenningskeppninni voru mjög jöfn, en Akureyrarmeistari varð Sigurbjörn Haraldsson. Staða efstu spilara varð þessi: Sigurbjörn Haraldsson217Kristján Guðjónsson216Gissur Jónasson215 S.S. Byggir sigraði í Firmakeppninni en úrslit urðu annars þessi: S.S. Byggir - Stefán G. Meira
28. apríl 1995 | Fastir þættir | 110 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri borg

Spilaður var tvímenningur föstudaginn 21. apríl. 20 pör mættu, og var spilað í tveim riðlum. Úrslit í A- riðli: Þorsteinn Erlingsson - Þorleifur Þórarinsson140 Bergur Þorvaldsson - Þórarinn Árnason128 Jósef Sigurðsson - Júlíus Ingibergsson116 Meðalskor108 B-riðill: Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson127 Cyrus Meira
28. apríl 1995 | Fastir þættir | 100 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Sjálfsbj

Mánudaginn 24. apríl lauk 3. kvölda einmenningi, spilað var á 8 borðum. Í þremur efstu sætum urðu: Ómar Óskarsson346Sveinbjörn Axelsson311Meyvant Meyvantsson304 Í lok vetrar er öllum spilurum þakkað samstarfið í vetur með ósk um að sjá þá alla á komandi hausti. Bridsfélag Akureyrar Þriðjudaginn 25. Meira
28. apríl 1995 | Fastir þættir | 158 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Heiðar Agnarsson og Pétur Júlíusson hafa nú tekið forystuna í aðaltvímenningnum en nú er lokið 14 umferðum af 23. Pétur og Heiðar hafa skorað 105 stig yfir meðalskor en röð efstu para er annars þessi: Kjartan Ólason - Óli Þór Kjartansson - Karl G. Meira
28. apríl 1995 | Dagbók | 196 orð

Möggubrá

Ljósm. Kristinn MöggubráVEGNA þess hve Möggubránni leið vel íkeri sínu fyrir utan stjórnarráðið í sumar semleið, þó þar hafi verið vindasamt, var tekinsú ákvörðun að framleiða hana og gróðursetja á grænum svæðum borgarinnar í vor,eins og fram kom í viðtali við Kolbrúnu Finnsdóttur, Meira

Íþróttir

28. apríl 1995 | Íþróttir | 160 orð

Afreksfólk ÍF fær styrk

Ásgeir Sigurðsson h/f umboðsaðili Unilever vara á Íslandi hefur gert samstarfsamning við Íþróttafélag fatlaðra um stuðning við þátttöku fatlaðs íþróttafólks á stórmót. Samningurinn er áætlaður að jafnvirði um tvær milljónir króna á tímabilinu sem er frá 22. nóvember í fyrra og fram yfir Ólympíumót fatlaðra sem fram er í Atlanta í ágúst á næsta ári. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 616 orð

Algjört ævintýri

KIM Magnús Nielsen tók á dögunum fyrstur Íslendinga þátt í Opna breska meistaramótinu í skvassi, en þetta er stærsta og sterkasta mót sem haldið er í íþróttinni og því mikil upplifun fyrir Kim að taka þátt í mótinu að hans sögn. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 174 orð

Danir sigruðu Svía léttilega

Danir komu á óvart í síðast leik alþjóða mótsins í handknattleik og unnu Svía 31:27 í Valbyhöllinni í gærkvöldi. Heimamenn byrjuðu mjög vel og voru með sjö marka forskot í hléi, 18:11. Þegar skammt var til leiksloka var munurinn enn sjö mörk, 28:21, og sigur Dana á mótinu blasti við en til að svo mætti fara urðu þeir að sigra með sjö marka mun. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 384 orð

Gott að hafa skapað okkur svona mörg færi

Íslendingar léku við Pólverja í Bikuben mótinu í Danmörku í gærkvöldi og sigrðu með tveggja marka mun, 23:21. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leikinn gegn Pólverjum og sigurinn. "Við komumst í 17:10 og sköpuðum okkur færi allan tímann sem ég er ánægður með. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 93 orð

Guðmundur í viðræðum við Framara

"ÉG hef verið í viðræðum við Fram að undanförnu þess efnis að ég taki að mér þjálfun þeirra næsta vetur. Hvað kemur út úr þeim skýrist væntanlega á næstu dögum," sagði Guðmundur Guðmundsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar í gærkvöldi, en orðrómur hefur verið í gangi síðustu daga um að hann ætti í viðræðum við forráðamenn Fram þess efnis að taka við þjálfun 2. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 123 orð

HANDKNATTLEIKURStrákarnir l

MAGNÚS A. Magnússon, línumaður úr KR, er hér kominn í dauðafæri í æfingaleik landsliðs Íslands skipað leikmönnum 21s árs og yngri gegn A - landslið Austurríkis í Víkinni í gærkvöldi. Þrátt fyrir að íslenska liðið léki oft á tíðum lipurlega saman í leiknum í gærkvöldi dugði það ekki gegn gestunum sem fóru með sigur af hólmi, 19:25. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 241 orð

Hjalti Ólafsson bestur á þýsku móti

Hjalti Ólafsson karatemaður, sem keppir í -80 kg flokki, stóð sig vel á alþjóðlegu móti í Þýskalandi um síðustu helgi. Hann keppti þar með þýska karatefélaginu Bad Bramstedt, sem lenti í öðru sæti á mótinu, næst á eftir ensku liði. Hjalti vann allar viðureignir sínar og var sá eini sem gerði það í mótinu og var í lokin útnefndur maður mótsins. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 40 orð

Í kvöld Handknattleikur A-landsleikur Kaplakriki: Ísland - Austurríki20 Skvass Íslandsmótið í skvassi hefst í kvöldkl. 20 í

Handknattleikur A-landsleikur Kaplakriki: Ísland - Austurríki20 Skvass Íslandsmótið í skvassi hefst í kvöldkl. 20 í Veggsporti við Stórhöfða. Á morgun Frjálsíþróttir Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 149 orð

Ísland - Pólland23:21

Valbyhöllin í Kaupmannahöfn, 3. umferð í Bikubenmótinu í handknattleik, fimmtudaginn 27. apríl 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 2:2, 2:3, 6:3, 6:4, 9:5, 12:8, 14:9, 14:10, 17:10, 17:13,18:13, 18:16, 19:16, 20:17, 20:19, 21:19, 21:20, 22:20, 22:21, 23:21. Mörk Íslands: Gústaf Bjarnason 6, Sigurður V. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 126 orð

Ísland U21 - Austurríki19:25 Víkin 27. apríl 1995, æfingalei

Ísland U21 - Austurríki19:25 Víkin 27. apríl 1995, æfingaleikur landsliðs Íslands 21 árs og yngri gegn A-liði Austurríkis. Gangur leiksins: 0:1, 3:3, 6:6, 7:8, 9:9, 10:9, 12:13, 14:18, 16:22, 19:25. Mörk Íslands: Davíð ólafsson 4, Páll Beck 3, Magnús A. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 212 orð

JIMMY White

JIMMY White tryggði sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í snóker með því að vinna John Parrott 13:11 í 8-manna úrslitum. Hann mætir heimsmeistaranum Stephen Hendry, sem vannRonnie O'Sullivan, í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Nigel Bond og Andy Hicks. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 131 orð

Knattspyrna Litla bikarkeppnin Breiðablik - Reynir S.6:0 Gunnlaugur Einarsson 2, Rastislav Lazorik, Júlíus Kristjánsson,

Litla bikarkeppnin Breiðablik - Reynir S.6:0 Gunnlaugur Einarsson 2, Rastislav Lazorik, Júlíus Kristjánsson, Guðmundur Guðmundsson, Grétar Sveinsson. Reykjavíkurmót kvenna Valur - KR4:1 Íshokkí Heimsmeistaramótið Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 220 orð

Landsliðshópurinn er jafn og til alls vís

Ég er nokkuð sáttur við leikinn í heildina. Þetta var annar æfingaleikur okkar á undirbúningstímanum fyrir forkeppni heimsmeistaramótsins. Það var nokkuð mikið um mistök hjá okkur, en þetta lagast vonandi allt á næstu vikum," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari 21s árs landsliðsins að loknum leik liðsins gegn A-liði Austurríkis í Víkinni í gærkvöldi, lokatölur urðu, Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 43 orð

LOKASTAÐANBikuben-mótið Ísland - Svíþjóð19:25

Ísland - Svíþjóð19:25 Danmörk - Pólland34:23 Danmörk - Ísland20:22 Svíþjóð - Pólland34:17 Ísland - Pólland23:21 Danmörk - Svíþjóð31:27 Lokastaðan Svíþjóð3 2 0 1 86:67 4 Danmörk3 2 0 1 85:72 4 Ísland3 2 0 1 64:66 4 Pólland3 0 0 3 61:91 Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 148 orð

Miðinn á úrslitaleik HM kostar 7.900 krónur

Forsölu aðgöngumiða á leiki heimsmeistarakeppninnar í handknattleik lýkur á mánudaginn, 1. maí. Miðaverð á leikina í keppninni er nokkuð mismunandi. Á leiki Íslands í riðlakeppninni í Laugardalshöll kostar stúkumiði 3.300 krónur en 1.990 krónur í stæði. Á leikina í riðlunum sem spilaðir eru í Kópavogi og á Akureyri er sama verð og í Laugardalshöll, en 1. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 366 orð

Mörg færi og góð skotnýting í tæpum sigri

SIGURÐUR Sveinsson komst laglega inn úr hægra horninu 26 sekúndum fyrir leikslok í leik Íslands og Póllands á Bikubenmótinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi en var felldur og fékk dæmt vítakast. Valdimar Grímsson tók vítið, skaut í gólfið og inn og tryggði þar með 23:21 sigur. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 73 orð

NM hér á landi um helgina

Norðurlandamótið í pílukasti verður haldið hér á landi um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Norðurlandamót í þessari íþróttagrein fer fram á Íslandi. Mótið verður haldið í stóra ráðstefnusalnum á Scandic Hótel Loftleiðum og eru keppendur 80 talsins og koma frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku auk Íslands. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 220 orð

STEFÁN Carlsson, læknir íslenska

STEFÁN Carlsson, læknir íslenska liðsins útbjó í gær sérstaka spelku utan um þumalfingur Júlíusar Jónassonar og það varð til þess að hann gat leikið gegn Pólverjum. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 80 orð

Svíar hafa valið HMliðið sitt

Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía, tilkynnti liðið sem hann kemur með á HM á Íslandi. Ekkert kemur á óvart í vali hans, enda hefur hann keyrt meira og minna á sömu leikmönnunum undanfarin ár. Liðið verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Mats Olsson, Tomas Svensson og Peter Gentzel. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 115 orð

Svíar treysta nú á Íslendinga

SVÍAR verða nú að treysta alfarið á Íslendinga ætli þeir sér að komast í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu. Eftir tapið gegn Ungverjum í Búdapest í fyrra kvöldi minnkuðu möguleikar þeirra til muna. Sænskir fjölmiðlar sögðu í gær að nú væru það aðeins Íslendingar sem gætu bjargað heiðri bronsverðlaunahafanna frá HM því þeir kæmust ekki til Englands af eigin afli. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 189 orð

Svíar ætla að vinna Akureyringa á sitt band

SÆNSKA landsliðið í handknattleik kemur til Íslands vegna heimsmeistarakeppninnar laugardaginn 6. maí og heldur hópurinn þegar til Akureyrar þar sem liðið leikur í riðlakeppninni. Sænsku landsliðsmennirnir ætla að vinna að því að fá áhorfendur á sitt band og liður í því er að selja sænskar áritaðar landsliðstreyjur á nýjum veitingastað, Café Olsen, sem verður opnaður 4. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 117 orð

Tveir fóru holu í höggi í landsliðsferðin

ARNAR Már Ólafsson, golfkennari og Sigurður Hafsteinsson kylfingur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur fóru báðir holu í höggi á Vila Moura golfvöllunum í Portúgal. Þeir voru þar á ferð í æfingaferð landsliðsins sem nýkomið er heim eftir tíu daga æfingaferð. Arnar Már fór holu í höggi í fyrsta sinn á ævinni á Vila Moura velli númer þrjú þegar hann lék 133 metra holu á einu höggi. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 47 orð

Tvær breytingar

ÞORBERGUR Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, gerði tvær breytingar á hópnum frá leiknum gegn Dönum. Júlíus Jónasson kom inn fyrir Gunnar Beinteinsson og Valdimar Grímsson tók sæti Bjarka Sigurðssonar. Sigmar Þröstur Óskarsson, Konráð Olavson og Róbert Sighvatsson hvíldu gegn Dönum og voru heldur ekki með gegn Pólverjum í gærkvöldi. Meira
28. apríl 1995 | Íþróttir | 49 orð

Tvær breytingar

Fasteignablað

28. apríl 1995 | Fasteignablað | 775 orð

Blandað í beðin Gróður og garðar

Með hækkandi sól vakna garðarnir smám saman af vetrardvalanum. Þetta er besti tíminn fyrir garðáhugamenn til að þess að gera áætlanir um hvað skuli aðhafast í garðinum í sumar. Í þessari viku langar mig til að spjalla svolítið við lesendur um blönduð beð, gróðursetningaraðferð sem að mínu viti er of lítið notuð. Meira
28. apríl 1995 | Fasteignablað | 278 orð

Einbýlishús við Korpúlfsstaði

TIL SÖLU eru hjá byggingavöruversluninni Smiðsbúð í Garðabæ þrjú einbýlishús við Starengi 108 til 112, Reykjavíkurmegin við Korpúlfsstaði. Söluverð er 13,050 millj.kr., en húsnæðismálalán fylgir, ca 6,275 milljónir króna. Eftirstöðvar greiðast samkvæmt samkomulagi. Afföll húsbréfa eru inni falin í söluverði. Meira
28. apríl 1995 | Fasteignablað | 1417 orð

Fyrsta fjölbýlishúsið að rísa við Kirkjutún

FYRSTA skóflustungan hefur þegar verið tekin að fyrsta fjölbýlishúsinu í nýju hverfi, sem á að rísa á horni Kringlumýrarbrautar og Borgartúns. Húsið verður 8 hæðir og með 30 íbúðum. Það eru byggingafyrirtækin Álftárós hf. og Ístak hf. Meira
28. apríl 1995 | Fasteignablað | 210 orð

Færri umsóknir en í fyrra

UMSÓKNIR í húsbréfakerfinu voru færri í marz sl. en í sama mánuði í fyrra. Hugsanlegt er, að óvissa vegna þingkosninganna hafi ráðið þar einhverju um, en breytingar á húsnæðiskerfinu voru á meðal þess, sem rætt var um í kosningabaráttunni. Meira
28. apríl 1995 | Fasteignablað | 224 orð

Garðyrkjubýli í Biskupstungum

GARÐYRKJUBÝLIÐ Ljósaland í Biskupstungnahreppi er nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Um er að ræða leiguland með erfðafestuábúð eins og önnur býli í Laugarási, en það stendur nyrst í Laugaráshverfi í Biskupstungum. Því var komið á fót árið 1965 og hafa þar aðallega verið ræktuð blóm. Meira
28. apríl 1995 | Fasteignablað | 177 orð

Glæsilegt einbýlishús á Hellu

EINBÝLISHÚSIÐ Freyvangur 22 á Hellu á Rangárvöllum er nú til sölu hjá fasteignasölunni Fannbergi sf. Hús þetta reisti Páll G. Björnsson, framkvæmdastjóri glerverksmiðjunnar Samverks, árið 1973, en það var teiknað af Baldri Friðgeirssyni byggingafræðingi. Húsið er 227 fermetrar á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Meira
28. apríl 1995 | Fasteignablað | 631 orð

Hvað er öðru háð MARKAÐURINN

FASTEIGNAMARKAÐURINN er dæmi um lögmál framboðs og eftirspurnar. Verði röskun á einum hluta markaðarins, kemur það fram annars staðar með einum eða öðrum hætti. Án íbúðarkaupenda verða engir seljendur og öfugt. Ef dregið er úr möguleikum kemur það fram hjá öðrum, því hvað er öðru háð. Tveir hópar íbúðarkaupenda Meira
28. apríl 1995 | Fasteignablað | 493 orð

Jóhannes í Bónus og Rúmfatalagerinn kaupa 5 ha. byggingalóð

ÍSALDI hf., eignarhaldsfélag þeirra feðga, Jóhannesar Jónssonar í Bónus og Jóns Ásgeirs, sonar hans, hefur í félagi við Rúmfatalagerinn keypt 5 ha. lóð í Smárahvammslandi í Kópavogi og þar verða væntanlega byggð 7-9 verslunarhús í kringum stórt torg. Frumdrög að skipulagi svæðisins eiga að verða tilbúin í maí, en framkvæmdir verða hafnar vorið 1996. Meira
28. apríl 1995 | Fasteignablað | 967 orð

LaugarnesskólinnSmiðjan

HÉR Í smiðjugreinum Morgunblaðsins hefur verið rakin byggingasaga barnaskólanna í Reykjavík frá upphafi. Smiðjugrein 3. febrúar 1995 var um fyrsta skólahús sem byggt var sem barnaskóli í Reykjavík, Pósthússtræti 3, 1882. Grein 10. mars 1995 sagði frá byggingu barnaskólahúss nr. 2 Miðbæjarskólans, 1898. Hinn 12. janúar 1992 birtist smiðjugrein um byggingu Austurbæjarskólans. Meira
28. apríl 1995 | Fasteignablað | 152 orð

Stórt hús við Starhaga

28. apríl 1995 | Fasteignablað | 146 orð

Stórt hús við Starhaga

TIL SÖLU er húseignin Starhagi 16 í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Viðari Böðvarssyni hjá fasteignasölunni Fold er þetta sérlega fallegt hús, teiknað af Halldóri Jónssyni. Húsið er reist fyrri hluta sjötta áratugarins," sagði Viðar. Það er steinsteypt, um 300 fermetrar með bílskúr. Það er tvær hæðir og kjallari. Meira
28. apríl 1995 | Fasteignablað | 268 orð

Utanhúsklæðning viðfangsefni AVS

UTANHÚSKLÆÐNING er meginviðfangsefnið í nýjasta tölublaði tímaritsins Arkitektúr, verktækni, skipulag, sem komið er út fyrir skömmu. Í inngangsorðum, sem Gestur Ólafsson arkitekt og ritstjóri blaðsins skrifar, segir m. a., að þar sem byggingar verða fyrir mikilli áraun af völdum veðurfars, eins og víðast hvar er á Íslandi, er mikilvægt að velja byggingarefni, sem þola þetta álag. Meira
28. apríl 1995 | Fasteignablað | 265 orð

Viðarkyntir pottar

SPA HF. hefur hafið innflutning á viðarkyntum pottum úr sedrusviði frá bandaríska fyrirtækinu Snorkel Stove Company. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá Spa hf. Eldhólfið eða ofninn sem hitar vatnið er ofan í pottinum og er hann kyntur á sama hátt og arinn með öllu sem brennur, eldiviði, kolum og jafnvel garðarusli. Meira
28. apríl 1995 | Fasteignablað | 270 orð

Viðarkyntir pottar

Úr verinu

28. apríl 1995 | Úr verinu | 420 orð

"Greiðum stórfé fyrir að skemma fiskinn"

FISKKAUP hf., fyrirtæki Jóns Ásbjörnssonar, í Ólafsvík hefur ákveðið að hætta kaupum á fiski á Fiskmörkuðum á Snæfellsnesi og hefja þess í stað bein viðskipti við útgerðarmenn á Nesinu og greiða fast verð fyrir fiskinn. Meira
28. apríl 1995 | Úr verinu | 418 orð

Þættir sem snúa að öðrum en mörkuðunum

"ÞAÐ er út í hött að við séum að skemma fiskinn á Fiskmarkaði Breiðafjarðar. Það er rétt að gæðum á saltfiski hjá Fiskkaupum í Ólafsvík hefur hrakað, en það er ekki við okkur að sakast. Í bréfi sínu telur Jón Ásbjörnsson, eigandi fyurirtækisins, upp þá þætti, sem hann telur ábótavant, en þeir þættir snúa að sjómönnum en ekki fiskmörkuðum," segir Tryggvi Leifur Óttarsson, Meira

Daglegt líf (blaðauki)

28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 181 orð

Breyttar áherslur hjá Ferðamálráði

28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 178 orð

Breyttar áherslur hjá Ferðamálráði

VERIÐ er að breyta áherslum í ferðaþjónustu á Íslandi í ljósi reynslu af átakinu Ísland-sækjum það heim í fyrra. Frá þessu er greint í síðasta tölublaði Ferðafrétta, sem Ferðamálaráð Íslands gefur út. Meira
28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 196 orð

British Airways, Virgin og Singapore Airlines á toppnum

BRITISH Airways er besta flugfélagið á Evrópuleiðum, Singapore Airlines til Austurlanda fjær, Virgin Atlantic fær bestan vitnisburð á flugleiðinni yfir Norður-Atlantshaf og Emirates er það flugfélag sem hugnanlegast er að fljúga með til Mið-Austurlanda. Þetta voru niðurstöður í verðlaunaveitingu breska blaðsins Travel Weekly. Meira
28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 130 orð

Dýr og dægradvöl

TÍVOLÍ-garðurinn í Kaupmannahöfn laðar að sér nærri fjórar milljónir ferðamanna á ári og eru skemmti- og dýragarðar í Danmörku áberandi vinsælli en söfn og menningarstofnanir. Tímaritið Dansk turisme, sem danska ferðamálráðið gefur út, birti nýlega tölur yfir vinsælustu viðkomustaði ferðamanna í Danmörku og er Tívolí vinsælastur allra. Meira
28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 122 orð

Einn bjór, takk

EKKI er sama hvernig beðið er um bjórglas á Írlandi. Í ritinu International livingvar nýlega bent á þetta og lesendur fræddir um tilhlýðilega framkomu á írskum krám. Þeir sem biðja um bjór með því að segja: "a bear, please," fá afgreiddan hálfpott af Guinnes-bjór. Biðji þeir um bjórglas, a glass, fá þeir um 250 ml glas. Meira
28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 126 orð

Einn bjór, takk

28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 236 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 267 orð

Hvers vegna byrja unglingarnir að reykja

REYKSKÝ af völdum tóbaks ættu víða að þynnast fimmtudaginn 4. maí. Tóbaksvarnanefnd hefur ákveðið að sá dagur verði reyklaus og núna helgaður spurningunni hvers vegna unglingar byrji að reykja. Allir unglingar 15 til 18 ára eiga að fá blaðið Skýlaust sem Tóbaksvarnanefnd og Krabbameinsfélagið gefa út. Meira
28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 278 orð

Hvers vegna byrja unglingarnir að reykja

28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 424 orð

Innritun í flug í gegnum síma

28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 414 orð

Innritun í flugí gegnum síma

FARÞEGAR Flugleiða í millilandaflugi geta nú innritað sig í flug í gegnum síma, allt að 23 klukkustundum fyrir brottför. "Um miðjan maí verður bætt við þessa þjónustu og þá verður hægt að innrita sig á Scandic-hótelunum í Reykjavík," segir Gunnar Olsen forstöðumaður stöðvareksturs Flugleiða. Meira
28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 787 orð

Kastali, sígaunar og gúllasveisla

-Hvað viltu sjá? -Kastala og sígauna, svara ég. -Ekkert mál og svo býð ég til veislu á eftir, segir bæjarstjórinn í Hiögysh, ungversku þorpi. Hann gæti verið íslenskur hreppstjóri, blátt áfram en valdsmannlegur. Þegar stjórnmálabreytingar urðu 1989 voru 99% embættismanna rekin. Meira
28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 361 orð

Naflaskoðun á norrænni ráðstefnu

VIÐHORF karla til húsverka, ólétti pabbinn, árásarhvöt, styrjaldir, kynvald karlmannsins og hugmyndaflug skynseminnar. Þetta eru yfirskriftir á nokkrum þeirra fjölmörgu málstofa sem eru í gangi á tveggja daga karlaráðstefnu í Stokkhólmi sem lýkur síðdegis í dag, föstudag. Meira
28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 271 orð

SVISS Einföld og þægileg hótel á viðráðanlegu

HÓTELGESTUM fækkaði á síðasta ári í Sviss, ekki síst vegna verðlagsí landinu. Hingað til hefur farið heldur lítið fyrir litlum og ódýrum hótelum, en það er að breytast. Eigandi fjölskylduhótels í fjallabænum Grindelwald stofnaði samtök einfaldra og þægilegra hótela, E&G Hotels (Einfach & Gemütlich), fyrir rúmum tíu árum. Meira
28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 522 orð

Trier - skemmtileg menningarborg

BORGIN Trier á bökkum Mosel er fyrir margra hluta sakir einhver sú áhugaverðasta á þessu svæði Evrópu. Þegar Rómverjar hinir fornu sóttu norður á bóginn fyrir meira en tvö þúsund árum völdu þeir borgarstæðið, hófu byggingar og svo vel völdu þeir að þar sem hinn forni kjarni Trier stendur hefir aldrei orðið skaði af flóðum. Meira
28. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 234 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir strönd Grænlands er minnkandi 1.038 mb hæð sem þokast austur. Skammt suðvestur af landinu er dálítið lægðardrag sem þokast vestsuðvestur. Austur af Nýfundnalandi er víðáttumikil en hægfara 975 mb lægð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.