GERÐ var húsleit í gær hjá nokkrum pappírsframleiðendum í Finnlandi en Evrópusambandið, ESB, hefur hafið rannsókn á því hvort evrópskir pappírsframleiðendur hafi sammælst um að hækka verð á dagblaðapappír umfram það, sem eðlilegt getur talist. Nær rannsóknin til 40 fyrirtækja í sjö löndum.
Meira
MINNI neysla olli því, að hagvöxtur í Bandaríkjunum minnkaði verulega á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Vegna þess hafa óseldar birgðir hlaðist upp hraðar en í meira en áratug. Hagvöxtur á fyrsta fjórðungi þessa árs var 2,8% en var 5,1% á síðustu þremur mánuðum 1994. Er þetta minnsti ársfjórðungsvöxtur í hálft annað ár og allnokkru minni en spáð hafði verið.
Meira
SUÐUR-kóreskur karlmaðurvirðir fyrir sér leifar strætisvagns sem brann í gassprengingunni í borginni Taegu ísuðurhluta landsins í gær.Umhverfis bifreiðina og allt íkring liggja sundurtætt bílflök og málmstykki sem þeyttust í allar áttir í sprengingunni með þeim afleiðingumað yfir 100 manns biðu bana,rúmlega helmingurinn unglingar á leið í skóla.
Meira
SADDAM Hussein, forseti Íraks, átti 58 ára afmæli í gær og var mikið um dýrðir víða um landið af því tilefni. Um 100.000 manns söfnuðust saman í fæðingarbæ hans og hétu að fórna lífinu fyrir afmælisbarnið ef með þyrfti.
Meira
VOPNAHLÉIÐ, sem Rússar lýstu yfir í Tsjetsjníju í fyrradag, fór út um þúfur eftir að hafa staðið aðeins í nokkrar klukkustundir. Kváðust Rússar hafa neyðst til að svara tveimur árásum tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna en töldu ekki útilokað, að um hefði verið að ræða einangraða atburði.
Meira
AÐEINS ein ákvörðun var tekin á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar í Brussel í gær og var borið við áframhaldandi "tæknilegum örðugleikum". Olli það vonbrigðum meðal fulltrúa EFTA-ríkjanna en þeim hefur helst skilist, að um sé að ræða einhver þýðingavandamál hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB.
Meira
VERÐI af fyrirhugaðri stækkun álvers ÍSAL í Straumsvík um 62 þúsund tonna afkastagetu á ári er reiknað með hún verði komin í rekstur á síðari hluta árs 1997. Er áætluð orkuþörf stækkunarinnar um 924 gígawattstundir á ári (GWst/ári) og er talið að forgangsorkuþörf ÍSAL gæti samtals aukist í rúmlega 1.000 gígawattstundir á árinu 1997.
Meira
1. MAÍ hátíðarhöldin í Borgarnesi fara fram á Hótel Borgarnesi. Samkoman veður sett kl. 14. Hátíðarræðu flytur Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ. Jóhannes Kristjánsson verður með gamanmál, Snorri Hjálmarsson syngur einsöng, sönghópurinn Medúsa skemmtir og Samkór Mýramanna syngur.
Meira
VERÐBÓLGA í ríkjum ESB jókst að meðaltali um 0,1% frá marz í fyrra til marz síðastliðins. Í marz var verðbólgan 3,3% á ársgrundvelli. Að sögn tölfræðiskrifstofu ESB, Eurostat, hefur verðbólga innan sambandsins verið nokkuð stöðug síðastliðið ár. Hækkunin endurspeglar einkum aukna verðbólgu á Ítalíu, Spáni og í Portúgal.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fertugan mann, Þorstein Þorsteinsson, til 3 ára fangelsisvistar fyrir að hafa 28. október sl. nauðgað 38 ára gamalli fyrrum sambýliskonu sinni og veitt henni stórfellda áverka. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 940 þúsund krónur í bætur vegna árásarinnar.
Meira
Hveragerði- Á vegum verkefnis um heilsueflingu var ákveðið að stuðla að samstöðu fólks um bíllausa daga í H-bæjunum nú í vor. Það er Hveragerðisbær sem ríður á vaðið og heldur bíllausa daga þessa vikuna. Þetta átak Hvergerðinga hefur vakið verðskuldaða athygli.
Meira
Egilsstöðum-Austfirðingur ársins, Rúnar Kristinsson, var verðlaunaður að loknum aðalfundi Hótels Valaskjálfar. Rúnar kom að slysstað á Fagradal og bjargaði fólki út úr brennandi bíl fyrir u.þ.b. ári. Það eru hlustendur Svæðisútvarps Austurlands sem velja Austfirðing ársins og er þetta í sjötta sinn sem það er gert.
Meira
CASPAR Einem, innanríkisráðherra Austurríkis, og Robert Urbain, formaður Schengen- hópsins, undirrituðu í Brussel í gær samkomulag um aðild Austurríkis að samkomulaginu. Er Austurríki tíunda ríkið, sem gerist aðili að Schengen og leggur þar með niður landamæri sín gagnvart öðrum Schengen-ríkjum.
Meira
RITSTJÓRN Morgunblaðsins barst í vikunni nafnlaust bréf með 500 krónum sem áheit á Strandarkirkju. Blaðið hefur komið þessum peningum til skila en vill taka fram af marggefnu tilefni, að það tekur ekki lengur við áheitum á Strandarkirkju. Er fólki bent á að koma áheitum til skrifstofu biskups.
Meira
MIKIL hneykslun hefur gripið um sig í Bretlandi yfir þeirri ákvörðun opinbers sjóðs, er annast skal þjóðleg menningarverðmæti, að kaupa skjöl Sir Winstons heitins Churchills, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, frá stríðsárunum af erfingjum hans. Þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýna harkalega hvernig staðið var að kaupunum, segja að um spillingu sé að ræða.
Meira
ELLEFU vetra hryssu, sem datt og braut höfuðbein að kvöldi skírdags, heilsast nú eftir atvikum. "Það kom hlaupandi laus hestur og fólk á eftir. Hryssan er viljug og tók sprettinn, við það lendir hún í holu á reiðgötunni og steypist niður," segir Sigurður Sigurðsson eigandi Freyju, sem er undan Gusti frá Höfða.
Meira
SÍÐASTA skólaár, veturinn 1993/94, stóðu þáverandi nemendur 10. bekkjar Tjarnarskóla í Reykjavík að sölu jólakorta og sælgætis til fjáröflunar. Salan gekk vel og alls söfnuðust 100.000 krónur sem ákveðið var að gefa Barnaspítala Hringsins í byggingarsjóð. Þriðjudaginn 25. apríl sl. var söfnunarféð afhent og er myndin tekin við það tækifæri.
Meira
Selfossi.BJ¨ORGUNARSVEITIN Tryggvi á Selfossi fékk nýlega afhentan nýjan snjóbíl í stað þess sem eyðilagðist í vetur er sveitin fór í leiðangur áleiðis til Reykhólasveitar. Gamli snjóbíllinn gjöreyðilagðist þegar tengivagn sem bíllinn var á rann til í hálku og valt. Björgunarsveitin fékk gamla bílinn að fullu bættan með nýja snjóbílnum.
Meira
BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar mun opna sýninguna Bær í byrjun aldar í Smiðjunni að Strandgötu 50 sunnudaginn 30. apríl kl. 16. Á sýningunni er fjöldi muna er voru notaðir við dagleg störf fólksins í firðinum um aldamótin síðustu og er leitast við að varpa ljósi á hvernig lífi þetta fólk lifði.
Meira
BÆJARSTJÓRN Dalvíkur samþykkti á fundi á þriðjudag að selja Samherja hf. eignarhlut sinn í Söltunarfélagi Dalvíkur hf. Dalvíkurbær átti rúmlega 36% hlut í fyrirtækinu. Kaupverðið er 50 milljónir króna.
Meira
ÁSDÍS Ólafsdóttir listfræðingur varði 31. mars sl. doktorsritgerð sína í listasögu við Sorbonne-háskólann í París. Titill ritgerðarinnar er "La diffusion internationale du design entre 1920 et 1940: le mobilier d'Alvar Aalto" og fjallar um alþjóðlega útbreiðslu hönnunar milli stríða með sérstaka áherslu á húsgögn Alvars Aaltos.
Meira
EKKERT íslensku síldveiðiskipanna fjögurra sem nú eru í Síldarsmugunni svokölluðu komst í veiðanlega síld í gær. Skipin voru þá komin nokkuð norðar í Síldarsmugunni en þar sem Júpíter og Guðrún Þorkelsdóttir voru í fyrradag. Skipin urðu vör við allnokkrar síldartorfur, en síldin hélt sig á miklu dýpi og engin leið að ná henni.
Meira
STÚDENTAEFNI Menntaskólans á Laugarvatni sungu fyrir kennara sína í englakór og kvöddu með rós í dimmisjón sinni á dögunum. Heldur þóttu sumir englarnir hafa litla vængi, sumir rytjulega og aðrir alls enga.
Meira
NÝTT verð á bjór tekur gildi á útsölustöðum ÁTVR á þriðjudag vegna niðurfellingar 35% innflutningsgjalds frá og með 1. maí. Sex dósa kippa af Budweiser-bjór lækkar úr 960 í 860 krónur eða um 10,42%. Kippan af Heineken- bjór (50 cl dósir) lækkar úr 1.270 í 1.140 kr. eða um 10,24%. Kippan af Beck's-bjór (50 cl dósir) lækkar úr 1.130 í 1.040 kr. eða um 7,95%.
Meira
ÍRINN Peter Sutherland, fráfarandi framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), gagnrýnir írska þjóðernisstefnu nútímans í viðtali við Reuters-fréttastofuna og segir að þróunin innan Evrópusambandsins hafi gert sameiningarhugmyndir þjóðernissinna úreltar.
Meira
HRÍSEYJARKIRKJA: Fermingarmessa verður í Hríseyjarkirkju á morgun, sunnudaginn 30. apríl, kl. 11.00. Fermd verða: Ingi Freyr Sveinbjörnsson, Sólvallargötu 5. Helga Jónasdóttir, Miðbraut 12. BAKKAKIRKJA: Ferming verður í Bakkakirkju í Öxnadal á morgun, sunnudaginn 30. apríl, kl. 13.30. Fermd verða: Anna Berglind Þorsteinsdóttir, Þverá, Öxnadal.
Meira
DJASSTRÍÓIÐ Fitlar spilar á Kaffi Króki á Sauðárkróki annað kvöld, sunnudagskvöldið 30. apríl. Í tríóinu eru Ingvi Rafn Ingvason, tónlistarkennari á Húsavík, sem leikur á trommur, Jón Rafnsson, tónlistarkennari á Akureyri, sem leikur á kontrabassa og Jóel Pálsson, tónlistarkennari í Reykjavík, sem blæs í saxófón.
Meira
FLOTKVÍIN sem Akureyrarhöfn hefur keypt af skipasmíðastöðinni í hafnarbænum Klaipeta í Litháen verður formlega afhent ytra næstkomandi þriðjudag, 2. maí. Viðstaddir afhendinguna af hálfu Akureyrarbæjar verða hafnarstjórinn á Akureyri, formaður hafnarstjórnar, bæjarlögmaður og framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar-Odda.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson segir að Íslendingar hafi ekki ákveðið að slíta viðræðum um þorskveiðar í Smugunni. Ekki hafi orðið niðurstaða af fundinum með Noregi og Rússlandi í Ósló á miðvikudag og ekki samkomulag um framhaldið. Hann segir það verða að koma í ljós á næstunni hvort hægt verði að taka upp þráðinn að nýju fljótlega.
Meira
FUGLASKOÐUN Fuglaverndarfélags Íslands fer fram sunnudaginn 30. apríl og verður lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10. Ströndin við Eyrarbakka og Stokkseyri allt að Knarrarósvita verður skoðuð og á leiðinni til baka verður komið að Soginu og hugað að hvinöndum, húsöndum og öðrum tegundum anda sem þar kynnu að finnast.
Meira
BRÚ, félag áhugamanna um þróunarlöndin, og Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands standa að fyrirlestri og myndasýningu um kjör kvenna og barna á Indlandi á mánudagskvöldið 1. maí nk. Marta og Margrét Einarsdætur segja frá för sinni til Indlands þar sem þær kynntu sér sérstaklega barnaþrælkun og aðstæður kvenna í fátækrahverfunum.
Meira
Í FYRIRLESTRI sem haldinn er á vegum Heimilisiðnaðarskólans í dag, laugardag, kl. 14 í Norræna húsinu talar Védís Jónsdóttir fatahönnuður um prjónahönnun. Í fyrirlestrinum mun hún rekja í máli og myndum hönnunarferil fyrir handprjónapeysur, frá hugmynd til frumgerðar. Védís Jónsdóttir lærði fatahönnun við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn.
Meira
RÍKISKAUP hafa ákveðið að ganga til samninga við Áburðarverksmiðjuna hf. um kaup á tilbúnum áburði fyrir Landgræðslu ríkisins í kjölfar útboðs. Eftir að hafa yfirfarið tilboð sem bárust og reiknað þau yfir í íslenskar krónur miðað við gengi opnunardags komst Ríkiskaup að þeirri niðurstöðu að tilboð Áburðarsölunnar sem hljóðaði upp á rúma 21 milljón kr. með virðisaukaskatti hafi verið lægst.
Meira
HJÚKRUNARKONA hefur verið handtekin í Bergen í Noregi, grunuð um dráp á 10 sjúklingum á elliheimili skammt fyrir utan borgina, að sögn lögreglu. Hið eina sem lögreglan hefur viljað segja um hjúkrunarkonuna, er að hún er 38 ára. Hún var yfirheyrð í tengslum við dauðsföllin í júní í fyrra en ekki handtekin.
Meira
HINAR vinsælu gönguferðir skátafélagsins Hraunbúa eru nú að hefjast á ný. Skátarnir bjóða upp á léttar gönguferðir fyrir almenning um Hafnarfjörð síðasta sunnudag hvers mánaðar og hefjast þær alltaf kl. 14 og taka 12 klst. Sérfróðir leiðsögumenn leiða ávallt göngurnar. Sunnudaginn 30. apríl verður farið í fuglaskoðunarferð um hafnarsvæðið og Hvaleyrina.
Meira
STJÓRNARFORMAÐUR Granda hf., Árni Vilhjálmsson prófessor, segir að sá háttur á töku veiðigjalds, sem hann hallist helst að, sé að núverandi handhöfum veiðiréttar sem vilja taka við tryggum varanlegum veiðirétti verði gert að greiða gjald í eitt skipti fyrir öll fyrir hlutdeild sína í aflamarki. Nefnir hann sem dæmi að 50 kr. gjald á hvert tonn aflakvóta Granda hf.
Meira
HELGI Björnsson hefur verið ráðinn í hlutverk Franks-N-Furters í uppfærslu Flugfélagsins Lofts á Rocky Horror Picture Show í sumar. Leikstjóri söngleiksins verður Baltasar Kormákur, en hann leikstýrði Hárinu í fyrra. Í hlutverki Brads verður Hilmir Snær og Valgerður Guðnadóttir fer með hlutverk Janet í uppfærslunni. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson verður tónlistarstjóri.
Meira
REIÐHJÓLAHJÁLMUR sem Ása Harðardóttir, 23 ára, var með á höfðinu forðaði henni frá alvarlegum áverkum þegar bíll ók í veg fyrir hana á miðvikudagsmorguninn þar sem hún var á ferð á reiðhjóli sínu á Laugavegi austan Nóatúns. Ása kastaðist yfir bílinn við áreksturinn og brotnaði hjálmurinn þegar hún skall með höfuðið í götuna.
Meira
ÞÆR eru hressar húsmæðurnar á Svalbarðseyrinni, fara út í nánast hvaða veðri sem er og ganga rösklega langa vegalengd. Þó svo hann blási að norðan og lítt sé vorlegt um að litast voru þær hinar hressustu í gærmorgun þegar ljósmyndari rakst á þær á þjóðveginum á Svalbarðsströnd.
Meira
MIKIÐ er um að vera í íþróttahúsum bæjarins þessa helgi. Í KA-húsinu taka liðlega 200 keppendur þátt í Hængsmótinu 1995, en bogfimin fer fram í íþróttahúsi Glerárskóla. Mótið hófst í gær, föstudag og lýkur með veglegu lokahófi í kvöld. Keppt er í boccia, bogfimi, lyftingum og borðtennis. Í Íþróttahöllinni taka 56 lið víða af landinu þátt í Íslandsmóti öldunga í blaki.
Meira
Ílenskum ungmennum, 18-22 ára, gefst í sumar kostur á að taka þátt í verkefninu Evrópska ungmennalestin. Ungmenni á Norðurlöndum ferðast þá saman í lest, einni af sex lestum, sem aka um meginland Evrópu. Ferðin endar í Strassborg, þar sem haldin verður Evrópsk ungmennavika.
Meira
JAKOB Frímann Magnússon, sem gegnt hefur stöðu menningarfulltrúa í sendiráði Íslands í London síðastliðin fjögur ár, hefur verið kallaður heim til starfa í utanríkisráðuneytinu frá og með 1. ágúst næstkomandi.
Meira
LIONEL Jospin, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, gaf í gær í skyn að hann myndi velja Jacques Delors, fyrrum forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem forsætisráðherra ef hann næði kjöri sem forseti.
Meira
ÞÓ svo snjó eigi eftir að taka upp í miklum mæli og ekki sé beint vorlegt um að litast var ekki laust við að fólk fyndi keim af vori í lofti á Akureyri í gær. Sólin braust fram úr skýjaþykkninu og þá var ekki að sökum að spyrja, allra hörðustu veiðiklærnar fóru á stúfana og prófuðu stangirnar sem legið hafa óhreyfðar í geymslunni vetrarlangt. Gunnar B.
Meira
VÍDALÍNSKIRKJA heitir svo til minningar um Jón Vídalín, biskup í Skálholti. Kirkjan stendur í heimabyggð hans, því hann fæddist að Görðum á Álftanesi þann 21. mars 1666. Jón fór til náms í Skálholtsskóla 13 ára gamall og lauk þaðan stúdentsprófi þremur árum síðar. Hann hélt áfram bóknámi jafnhliða ýmsum störfum, til dæmis reri hann tvær vertíðir frá Vestmannaeyjum.
Meira
ÞJÓÐÞING Finna samþykkti í gær stefnuskrá ríkisstjórnar Paavos Lipponens forsætisráðherra með 139 atkvæðum gegn 49. Þrír þingmenn úr röðum stjórnarliða greiddu atkvæði á móti og þykir það boða illt varðandi samstarf stjórnarflokkanna fimm.
Meira
DR. NIGEL Evans, forstjóri breska ráðgjafarfyrirtækisins Caminus Energy Ltd., flutti erindi um samkeppni í raforkuiðnaði á ársfundi Landsvirkjunar í gær. Nigel Evans sagði ljóst að Landsvirkjun ætti allmikla viðskiptamöguleika á alþjóðavettvangi, með þátttöku í uppbyggingu raforkuvera og tæknilegri ráðgjöf. Rök með og á móti samkeppni á raforkumarkaðinum
Meira
UNGUR maður úr Garðabæ lést í vélsleðaslysi á Akureyri í gær. Maðurinn sem var 21 árs gamall ökumaður vélsleða ók á streng í girðingu og er talið er að hann hafi látist samstundis. Slysið varð laust eftir kl. 14 í gærdag, á túni vestan Borgarsíðu á Akureyri. Hann var einn á ferð á vélseða sínum þegar slysið varð.
Meira
HÖRÐ átök eru á milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Íslenskra sjávarafurða hf. um kaup á hlutafé í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Flest bendir til að það ráðist á fundi stjórnenda FH og ÍS nk. þriðjudag hvort fyrirtækið verður áfram í viðskiptum við ÍS eða hvort SH verður falið að sjá um sölumál þess.
Meira
AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju fer á hátíð sunnudagaskólans í Ólafsfirði á morgun og verður lagt af stað frá Akureyrarkirkju kl. 10. Öll börn sem sótt hafa skólann í vetur eru velkomin ásamt foreldrum. Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun kl. 14. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta verður í kirkjunni á morgun kl. 11.
Meira
Á ÞEIM rúmum fjórum árum sem liðin er frá opnun Sundlaugar Kópavogs hafa tæplea 1.000.000 sundgestir sótt laugina. Einhverntímann á næstunni mun milljónasti gesturinn sækja laugina. Milljónasti sundgesturinn mun fá ferð fyrir tvo með Samvinnuferðum-Landsýn til Dublinar á Írlandi í sumar, frían aðgang að Sundlaug Kópavogs til áramóta, ásamt ýmsum öðrum gjöfum.
Meira
FRAMHALDSAÐALFUNDI Íslenska útvarpsfélagsins hf., sem haldinn var í gær, var frestað til maíloka vegna þess að ekki var hægt að afgreiða ársreikninga félagsins fyrir síðasta ár. Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, stjórnarformanns félagsins, var það vegna kröfu minnihlutans í stjórn félagsins um að fá að gera athugasemdir við ársreikningana.
Meira
MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur tónleika í Glerárkirkju í dag, laugardag kl. 15.00. Á efnisskránni eru verk eftir feðgana Áskel Jónsson og Jón Hlöðver Áskelsson, messuþættir eftir Palestrina og mótettur eftir Schütz og Bruckner. Þetta er þriðja heimsókn kórsins til Akureyrar. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Meira
ÍSLENZK stjórnvöld mælast til þess að síldarflotinn haldi sig í höfn og haldi ekki til veiða í Síldarsmugunni fyrr en eftir framhaldsfund Íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um stjórn veiða í Síldarsmugunni, sem haldinn verður í Reykjavík næstkomandi þriðjudag. Þar verður reynt að semja um bráðabirgðaaðgerðir til að hindra að fleiri lönd komist inn í veiðarnar í Síldarsmugunni.
Meira
"EFTIR margra ára kyrrstöðu í þróun orkufreks iðnaðar hér á landi virðist nýr gróandi vera í lofti," sagði dr. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar, á ársfundi fyrirtækisins í gær. Jóhannes sagði að batnandi afkoma fyrirtækja í orkufrekum iðnaði hvarvetna í heiminum ásamt hagkvæmum skilyrðum til stækkunar stóriðjuvera,
Meira
OPIÐ hús verður í Samvinnuháskólanum á Bifröst í dag, laugardaginn 29. apríl milli klukkan 13-16 og munu nemendur og kennarar kynna starfsemina og þá aðstöðu sem skólinn hefur upp á að bjóða.
Meira
OPIÐ HÚS verður að venju í Félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, á alþjóðlegum baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí nk. mánudag. Kaffisalan verður frá kl. 14 fram eftir deginum. Þá verða kvikmyndasýningar í bíósalnum einkum ætlaðar yngri kynslóðinni og efnt verður til hlutaveltu. Sýning á margskonar myndefni (ljósmyndum, veggspjöldum, grafík o.
Meira
VDO HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI varð aðfaranótt 27. febrúar sl. fyrir tjóni af vatni og reyk þegar nærliggjandi og samfast hús að Suðurlandsbraut 16 brann. Starfsemin raskaðist en er nú með opnun hjólabarðaverkstæðisins komin í fyrra horf á sama stað. Eins og fyrr er boðið upp á alhliða hjólbarðaþjónustu fyrir fólksbíla og jeppa.
Meira
ÓEINING er innan bæjarstjórnar um hvernig eigi að halda á málefnum Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Harkan í bæjarpólitíkinni er tilkomin m.a. vegna þess að bæjarstjórnarmenn eru sjálfir að takast á um völd og áhrif í atvinnulífinu á staðnum.
Meira
Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra á Iðnþingi Ósáttur við vaxtahækkun bankanna Nýi vaxtamálaráðherrann talar eins og flón um vaxtamál, segir Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans FINNUR Ingólfsson, viðskiptaráðherra,
Meira
KENNSLU stúdentsefna íframhaldsskólum landsins erað ljúka þessa dagana og ádimission sem var í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gærskrýddust nemendur alls kynsfurðufatnaði í tilefni dagsins.Framundan er svo próflesturinn og prófin áður en hægter að setja upp hvíta kollinn.
Meira
STJÓRNENDUR Landsvirkjunar gera ráð fyrir áframhaldandi bata í afkomu fyrirtækisins í ár og á næstu árum. Í áætlunum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að rekstrarafkoman verði um einum milljarði króna hagstæðari á yfirstandandi ári en á síðastliðnu ári og að rekstrarhallinn lækki í samræmi við það úr 1.491 millj. kr. í 540 millj. kr. á þessu ári.
Meira
Geitargerði-Riðuveiki hefur nýlega greinst á bænum Víðivöllum I í Fljótsdal og hefur niðurskurður á stofninum verið ákveðinn sem er um 190 fjár alls. Riða hafði áður komið upp á bænum. Öllu fé var fargað árið 1986 og var fjárlaust til ársins 1991. Fyrr í vetur greindist riða á bænum Víðivöllum II og öllu fé þar var þegar fargað.
Meira
RÚSSNESKA utanríkisráðuneytið sagði í yfirlýsingu í gær, að fyrirhuguð nafnbirting þýska tímaritsins Spiegel á 165 meintum rússneskum njósnurum í Þýskalandi væri til þess fallin að eitra andrúmsloftið í samskiptum Rússa og Þjóðverja. Virtist það reyndar tilgangur tímaritsins.
Meira
SLÖKKVILIÐIÐ var kallað út klukkan ellefu í gærkvöldi vegna mikilla sinuelda á stóru svæði í grennd við sjúkrastöð SÁÁ við Stórhöfða í Reykjavík. Skömmu síðar var slökkviliðið einnig kallað út vegna elds í íbúðarhúsi í Laugardal.
Meira
FRÚ Evelyn Stefánsson Nef, ekkja Vilhjálms Stefánssonar, afhjúpar skjöld til minningar um Vilhjálm Stefánsson við athöfn við framtíðarhúsnæði Háskólans á Akureyri, Sólborg, mánudaginn 1. maí næstkomandi kl. 14.00.
Meira
FJÁRHAGSSTAÐA Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. hefur farið batnandi á síðustu tveimur árum og framtíð þess er að flestra mati nokkuð björt. Staða Höfða hf. hefur jafnframt batnað mikið. Stjórnendur Íshafs hf. gera sér einnig vonir um að staða þess fari batnandi nú þegar búið er að breyta Kolbeinsey í frystitogara.
Meira
RÚMLEGA eitthundrað Suður- Kóreumenn biðu bana í gífurlegri gassprengingu í neðanjarðargöngum í borginni Taegu, sem er 240 km suður af Seoul, á mesta umferðartíma í gærmorgun. Meira en helmingur hinna látnu voru unglingar, sem voru á leið í skóla rétt við slysstaðinn. Að auki slösuðust á þriðja hundrað manns, flestir lífshættulega.
Meira
Á AÐALFUNDI sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar hf. í gær var samþykkt að hefja undirbúning að útsendingum reglulegrar dagskrár, sem stefnt er að því að hefjist á vegum stöðvarinnar í haust.
Meira
ÚTLIT er fyrir að halli ríkissjóðs á þessu ári verði svipaður og ráð var fyrir gert í fjárlögum eða um 7,4 milljarðar króna, þrátt fyrir að hagvaxtarhorfur eru betri en reiknað var með við gerð fjárlaganna, en það eykur tekjur ríkissjóðs vegna meiri tekju- og veltuskatta.
Meira
STJÓRNENDUR Landsvirkjunar telja að afkoma fyrirtækisins verði mun hagstæðari árið 1995 en í fyrra. Áætlanir Landsvirkjunar gera m.a. ráð fyrir að tekjur af raforkusölu til stóriðju aukist um tæplega 300 millj. kr. á yfirstandandi ári miðað við seinasta ár og verði 2.170 millj. kr.
Meira
"Það er ástæða til að benda þeim tjónþolum, sem tekið hafa á undanförnum árum við bótum samkvæmt verklagsreglum tryggingafélaganna, á að snúa sér nú til lögmanna sinna til athugunar á endurupptöku bótamálanna.
Meira
TVÖ bifhjólaslys urðu í Reykjavík í gær. Í hvorugu tilviki urðu alvarleg meiðsl á ökumönnum. Ungur ökumaður missti vald á léttu bifhjóli í Skeifunni síðdegis í gær, datt í götuna og hlaut höfuðáverka. Annar ökumaður á stóru bifhjóli missti hjól sitt aftur fyrir sig á Vatnsmýrarvegi við BSÍ í gær en hann mun hafa verið að láta hjólið "prjóna" þegar óhappið varð.
Meira
SAMNINGAR hafa tekist um að Útherji hf., félag Jóns Ólafssonar, Sigurjóns Sighvatssonar, Haralds Haraldssonar, Jóhanns J. Ólafssonar og 16 annarra aðila, kaupi öll hlutabréf þeirra aðila sem deilt hafa við þá um yfirráð yfir Íslenska útvarpsfélaginu hf., en það er um 46% hlutafjár í félaginu. Hlutafé Íslenska útvarpsfélagsins er tæplega 550 milljónir króna að nafnvirði og á Útherji hf.
Meira
ÚTSÝNISPALLUR í hamrahlíð á vesturströnd suðureyju Nýja Sjálands hrundi í gær og féll um 30 metra vegalengd með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Fjórir slösuðust mikið en eru taldir úr lífshættu. Slysið er hið mannskæðasta í landinu í nær þrjá áratugi.
Meira
KVENNADEILD Skagfirðingafélagsins í Reykjavík verður með hlutaveltu og veislukaffi í Drangey, Stakkahlíð 17, mánudaginn 1. maí nk. kl. 14 til eflingar starfsemi sinni. Kvennadeildin, sem starfað hefur í rúm 30 ár, hefur einkum styrkt líknar- og menningarmál heima í héraði og er ætlunin að áfram njóti slík málefni styrks hennar.
Meira
BANKAR og sparisjóðir hækka verðtryggða útlánsvexti sína á vaxtabreytingardegi 1. maí um 0,35%- 0,70% í kjölfar þeirrar hækkunar sem orðið hefur á ávöxtunarkröfu spariskírteina í útboði í vikunni og á eftirmarkaði eftir að Seðlabanki Íslandi hækkaði kauptilboð sín í spariskírteini um allt að 0,55 prósentustig.
Meira
SUMARIÐ kemur hægt í flestum landshlutum og Vetur konungur vill greinilega ekki sleppa takinu af landinu, eins og þessi mynd af einmanalegum ljósastaur á Rifi er táknræn fyrir. Lísa Ásgeirsdóttir stendur við staurinn og heldur á tíkinni Blíðu. Vonandi verður nafn hennar meira ríkjandi í veðurfarinu á næstunni en verið hefur í vetur.
Meira
VÍDALÍNSKIRKJA í Garðabæ verður vígð við hátíðlega athöfn á morgun, sunnudag, kl. 14. Biskup Íslands. hr. Ólafur Skúlason, vígir kirkjuna, en kór kirkjunnar og Skólakór Garðabæjar syngja við athöfnina.
Meira
VORÞING Kvennalistans verður haldið dagana 30. apríl til 1. maí að Hótel Örk í Hveragerði. Þar verða rædd úrslit kosninga og hvernig bregðast skuli við því að hlutur kvenna skuli áfram vera jafnrýr og raun ber vitni við stjórn landsins, segir í frétt frá Kvennalista.
Meira
SAMKVÆMT ársskýrslu Seðlabanka var hrein skuldastaða við útlönd 228,6 milljarðir króna í lok árs 1994 en var 238,8 milljarðar í lok árs 1993. Þetta er í fyrsta skipti í aldarfjórðung sem hrein skuldastaða lækkar í krónum talið. Í fyrsta skipti í aldarfjórðung
Meira
VALFRELSI Í LÍFEYRISSPARNAÐI tjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kveður á um breytingar á lífeyriskerfinu. Meðal annars segir í sáttmálanum: "Tryggja þarf aukið valfrelsi í lífeyrissparnaði og innleiða samkeppni milli lífeyrissjóða.
Meira
STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðsson listmálari opnar sína 78. málverkasýningu heima og erlendis í salarkynnum Verslunarmannafélags Suðurnesja í Keflavík í dag kl. 16. Þetta er afmælissýning. Listamaðurinn er 70 ára í dag.
Meira
Í AFMÆLISHEFTI The Facesem nýlega kom út er fjallað um fimmtán manneskjur undir yfirskriftinni "Andlit framtíðarinnar", en margar þeirra sátu enn á skólabekk þegar tímaritið kom út í fyrsta skipti árið 1980. Í umfjölluninni segir að þetta fólk standi fyrir fimmtán ólík sjónarhorn á menningarlífið í Bretlandi.
Meira
ÍBÚAR Borgarfjarðar eystri fagna á þessu ári 100 ára verzlunarafmæli staðarins og af því tilefni fór Leikfélagið Vaka út í það verk að láta skrifa fyrir sig leikrit sem afmælisgjöf til Borgfirðinga.
Meira
Kaflar úr óperum eftir Mozart, Gounod, Bizet, Puccini og Borodin. Einsöngvari: Ingibjörg Guðjónsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Owain Arwell Hughes. Háskólabíó. Fimmtudagur, 27. apríl, 1995. TÓNLEIKARNIR hófust á forleiknum að Töfraflautunni, eftir Mozart og mátti starx heyra að stjórnandinn er "tempo" maður og heldur tónlistinni í "réttum hraða" frá upphafi til enda.
Meira
MÆRUDAGA kalla Húsvíkingar þá daga hvers árs sem þeir helga menningu og listum. Það er meðal annars gert með ljóðalestri, söng og sýningum af ýmsu tagi. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum var ýmislegt um að vera í bæjarlífinu á Húsavík þessa daga. Morgunblaðið/Silli GUÐRÚN Reynisdóttir spinnur hrosshár á halasnældu og bregður gjarðir.
Meira
SAMSÝNING tíu myndlistarmanna verður opnuð í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, í dag, laugardag, kl. 15. Hópurinn útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands vorið 1988. Þeir listamenn sem sýna eru; Ásdís Kalmann, Dósla, Erla Sigurðardóttir, Guðrún Einarsdóttir, Iðunn Thors, Magnús S.
Meira
Í TILEFNI af 75 ára afmæli Félags járniðnaðarmanna gefst almenningi kostur á að skoða eitt sérstæðasta safn landsins, en það er Sjó- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar, sem verður opið í dag og á morgun, sunnudag, frá kl. 13-16. Í safni Jósafats er margt merkilegra gripa, verkfæri og ýmis tæki sem notuð voru við málmsmíðar og sjómennsku.
Meira
VERSLUNIN Smart var opnuð síðastliðinn fimmtudag á neðri hæð Kringlunnar. Þetta er verslun í bandarískum stíl með graffíti-myndum á veggjum og um helgar er plötusnúður til staðar í versluninni sem leikur tónlist fyrir viðskiptavini.
Meira
KVENNAKÓR Suðurnesja heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, laugardag, kl. 15 og mun Kvennakór Hreyfils einnig koma fram á tónleikunum sem gestakór. Á efnisskránni má meðal annars nefna Ave Maríu eftir Montani, negrasálma, syrpu úr Sound of Music, syrpu eftir Magnús Eiríksson auk fjölda annarra verka, einnig verður flutt lag eftir söngstjóra kórsins, Sigvalda Snæ Kaldalóns.
Meira
AÐALTÖKUM á kvikmyndinni Draumadísum lauk í Tunglinu á sunnudaginn var, en búist er við að hún verði frumsýnd í haust eða um jólin. Um er að ræða upphafsatriði myndarinnar þar sem aðalsöguhetjan, Steina, gengur fram á kærasta sinn í faðmlögum við aðra stúlku og Styrja vinkona Steinu reynir að forða slagsmálum.
Meira
HUGMYNDIN um að halda alþjóðlegan dansdag kom upp á fundi dansara í Finnlandi árið 1981 og var m.a. litið til hins alþjóðlega leikhússdags sem haldinn hefur verið hátíðlegur lengi. Rússneski danshöfundurinn Peter Gusev flutti tillögu um að velja fæðingardag franska danshöfundarins Jean- Georges Noverre (17271810), 29. apríl, sem dansdag, en Noverre hafði mikil áhrif á þróun danslistar í Evrópu.
Meira
Borgaraleg ferming Kára Auðar Svanssyni: ÉG HEF orðið þeirrar slembilukku aðnjótandi að hafa rekist á afar frumleg og nýstárleg bréf Þórdísar Pétursdóttur sem birtust í lesendadálki Morgunblaðsins 1. og 20. apríl síðastliðinn.
Meira
Í SAMVINNU Ríkisútvarpsins og Veðurstofunnar hefur verið ákveðið að gera talsverðar breytingar á veðurfregnum í Ríkisútvarpinu frá og með 2. maí 1995. Markmiðið með þessum breytingum er einkum fjórþætt. Tengja veðurfregnir bestu hlustunartímum útvarpsins, þ.e. fréttum. Auka samlestur veðurfregna á báðum rásum Ríkisútvarpsins.
Meira
ÞYRLUR hafa reynst ómetanleg tæki við björgunarstörf og sjúkraflutninga við erfiðar aðstæður hér á landi sem í öðrum löndum. Árið 1965 kom fyrsta gæslu- og björgunarþyrla Íslendinga til landsins og var tekin í notkun 30. apríl. Hún var nefnd TF-EIR og var af gerðinni Bell 47J.
Meira
Því verður seint neitað að seigla, sjálfsvirðing, stolt, kjarkur og sjálfsbjargarviðleitni hafa haldið lífinu í forfeðrum okkar Íslendinga sem byggjum land á hjara veraldar. Forfeður okkar máttu í gegnum aldirnar þola kulda, myrkur, fátækt, sult, náttúruhamfarir, farsóttir, valdníðslu og niðurlægingu frelsissviptingar og smæðar.
Meira
SUNNUDAGINN fyrsta í sumri 1925 hélt Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps sína fyrstu tónleika, en þeim stjórnaði Guðmunda Jónsdóttir frá Eyvindarstöðum systir Gísla Jónssonar, en hann var söngstjóri þennan fyrsta vetur, meðan bróðir hans Þorsteinn sinnti námi sínu við Hólaskóla. Var söngnum mjög vel tekið og endurtekin mörg lög, en söngskráin var að vísu aðeins 8 lög og flest útlend.
Meira
OKSINS hefur fjármálaráðuneytið ákveðið að afnema 35% aukagjald, sem lagt hefur verið á verð innflutts bjórs í Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Íslenzkir bjórdrykkjumenn ættu að fagna þessu, en því miður kemur þessi ákvörðun alltof seint.
Meira
FYRIR síðustu kosningar lýstu allir flokkar yfir vilja sínum til að berjast gegn því mikla launamisrétti sem íslenskar konur búa við í föðurlandi sínu. Í kosningabaráttunni var jafnrétti kynjanna eitt þeirra mála sem hæst bar. Að loknum kosningum þurfa íslenskar konur, hvar í flokki sem þær standa, að fylgjast grannt með efndum þessara loforða.
Meira
AÐ UNDANFÖRNU hefur í Morgunblaðinu nokkuð verið fjallað um uppgjör vátryggingafélaga á skaðabótum vegna slysa. Hefur þar komið fram gagnrýni á breytt og vandaðri vinnubrögð vátryggingafélaganna, sem tekin voru upp síðla árs 1991. Lýsa þau sér í strangari kröfum varðandi sönnun og mat á raunverulegu fjártjóni vegna slysa heldur en áður hafði tíðkast.
Meira
ATVINNULEYSI í Reykjavík nú í apríllok er svipað og það var í febrúarmánuði sem að öllu jöfnu er einn mesti atvinnuleysismánuðurinn. Atvinnuleysið nú er með því mesta sem mælst hefur og þegar tekið er mið af því hvaða mánuð er um að ræða er ástandið það alvarlegt að öllum sem hlut eiga að máli, ríki, borg, og aðilum vinnumarkaðar ber að hugsa vel sinn gang.
Meira
Við sitjum hér systkini þrjú, við skiljum ekki alveg hvað hefur komið fyrir. Af hverju kemur hann Alexander ekki til okkar oftar, af hverju var hann að sulla niður í fjöru og mamma af hverju tók Guð hann upp til sín? Aron talar um samverustundir er hann átti með sínum besta vini og frænda honum Alexander, sem hann leit svo upp til.
Meira
Á páskadagsmorgun var hér í Eyjum sól í heiði og vor í lofti, dagur sem gaf fyrirheit um vetrarlok og boðaði komu sumars, hjörtu okkar full gleði yfir góðu veðri og börn úti við, að leik. En skyndilega, svo ógnar skjótt og skyndilega, dró ský fyrir sólu og við tók kaldur og nístandi napur raunveruleikinn.
Meira
Ég sit hér í þeirri undarlegu stöðu að skrifa kveðjuorð til þín, elsku Alexander Örn. Á páskadag átti sér stað sá örlagaríki atburður að litli frændi okkar var kvaddur burt. Ég vil þakka fyrir þær skemmtilegu stundir sem við áttum með þér.
Meira
Elsku Alexander Örn, okkur langar að kveðja þig með örfáum máttvana orðum, þú varst eins og sólargeisli, alltaf svo glaður og kátur, og litlu prakkarastrikin þín, eru ljúfar minningar og yndislegar stundir, sem við viljum þakka fyrir að hafa átt með þér. Ég veit að á páskadag hefur stóri bróðir þinn, hann Agnar Mar, beðið eftir að taka á móti þér til að gæta þín í nýrri og meiri veröld.
Meira
Ég vil með nokkrum fátæklegum orðum kveðja lítinn vin minn, Alexander Örn Jónsson, er lést af slysförum á páskadag, 16. apríl síðastliðinn. Allt frá mínum fyrstu kynnum af Alexander fannst mér ég eiga dálítið í þessum litla, líflega snáða. Alexander var einstaklega ljúfur drengur og svo fullur af fjöri og lífsgleði að stundum var erfitt að hemja galsann og gleðina.
Meira
Sunnudaginn sextánda apríl gerðist sá sorglegi atburður að Alex, eins og við kölluðum hann, var kallaður burt úr lífi okkar. Öll vitum við að jarðvist okkar varir ekki að eilífu. Við minnumst þín með miklum söknuði.
Meira
Við bræðurnir viljum minnast með fáeinum fátæklegum orðum elsku litla frænda okkar, Alexanders Arnars, sem var tekinn svo skyndilega og óvænt frá okkur. Við erum varla búnir að átta okkur á þessu. Við trúum því að þar sem litli frændi okkar hvílir nú hafi elsti bróðir hans tekið á móti honum og saman leiki þeir sér nú þar sem við öll munum að lokum enda okkar göngu.
Meira
Ég veit af blómum bláum í brekku móti sól, sem guð á himni háum þar hefur gefið skjól. (Þýð. Freysteinn Gunnarsson.) Í dag kveðjum við lítinn frænda og vin sem var aðeins fimm ára gamall. Það er sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir.
Meira
AGNAR MÁR OG ALEXANDER ÖRN JÓNSSYNIR Alexander Örn Jónsson fæddist í Vestmannaeyjum, 19. mars 1990. Hann lést af slysförum 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þórdís Erlingsdóttir, f. 6.10. 1962, og Jón Valgeirsson, f. 4.7. 1959. Bræður Alexanders eru: Agnar Mar, f. 11.11. 1982, d. 26.9. 1985, og Hersir Mar, f. 29.12. 1986.
Meira
Elsku Alexander, ég læt hugann reika um liðna tíð. Rifja upp góðar stundir sem átti ég með þér, þær gáfu mér svo mikið. Aldrei mun ég gleyma þér. Guð blessi minningu þína. Guðmundur Bragi.
Meira
Elsku litli frændi minn, Alexander Örn, þú sem varst svo kátur og alltaf svo glaður og grést svo sjaldan, þú veist ég elska þig afar heitt, og myndi gera allt til að fá þig aftur, sjá þig hlaupa og striplast, veltast um af hlátri út um allt. Ég kveð þig, litli vinur, en þú veist að ég sakna þín afar heitt, og elska þig af öllu mínu hjarta. Og seinna mun ég hitta ykkur bræður aftur á ný.
Meira
Nú kveðjum við litla frænda okkar sem alltaf var svo lífsglaður. Elsku Alexander, hvað það var sem heillaði þig við hafið, það fæ ég ekki skilið. Elsku Agnar bróðir minn nú mætumst við hér tveir, á þeim degi, sem var minn tileinkaður mér, elsku hjartans, bróðir minn, nú sál mín fer upp með þér. (Í.V.
Meira
Okkur langar í fáum orðum að kveðja lítinn dreng sem var hjá okkur á leikskólanum Kirkjugerði. Alexander Örn var sólargeisli sem stal hjörtum okkar allra. Hans er sárt saknað bæði af starfsfólki og börnum. Elsku Þórdís, Jón og Hersir, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Meira
Afi og amma voru búin að eiga heima í Garðinum alveg frá því að ég fæddist, en svo fyrir um ári fluttust þau hingað á Selfoss. Þá fyrst fór ég að kynnast afa mínum og ömmu. En nú er afi farinn til forfeðra sinna. Ég minnist þess þegar ég fór með afa og ömmu í bíltúr síðastliðið sumar, þegar ég spurði afa hvert við ættum að fara svaraði hann eins og skot: "Mig langar til þess að sjá sjóinn.
Meira
Okkur langar til að minnast elsku afa, Bjarna Guðmundssonar, með hlýju og þakklæti fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Við vorum ekki gamlar þegar við fórum með rútunni frá Selfossi, til afa og ömmu í Garðinum, og dvöldum helgi og helgi á sumrin. Okkur þótti þetta langt ferðalag þá og vorum við yfirleitt hálfþreyttar þegar komið var á leiðarenda.
Meira
Mig langar til að minnast afa míns, Bjarna Guðmundssonar. Kvöldið áður en ég var skírð, töluðu mamma og afi í síma, og vildi afi vita hvað ég ætti að heita. Fátt var um svör og sagði hann að ef mamma væri óákveðin þá skyldi hún skíra mig Eygló. En það nafn var honum mjög kært, hann hafði átt lítinn bát sem bar það nafn. Eftir þetta símtal var ákveðið að ég skyldi heita Eygló Dögg.
Meira
Okkur systkinin langar með þessum orðum að minnast elskulegs afa okkar sem lést 21. apríl sl. eftir erfið veikindi. Við kjósum að minnast hans, þegar hann hraustur og heilbrigður tók á móti okkur, en við komum í heimsókn í Garðinn til hans og ömmu. Alltaf var jafnmikill spenningur að skreppa suður með sjó, enda ekkert til sparað af hálfu afa og ömmu.
Meira
Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.
Meira
Hinn 20. apríl, sumardaginn fyrsta, fórum ég og Bjöggi frændi minn að heimsækja afa okkar á sjúkrahúsið eftir kóræfingu. Þá sat afi frammi í dagstofu hress og kátur eftir að hafa verið mikið veikur í nokkra daga. Þegar ég kyssti afa minn á kinnina og óskaði honum gleðilegs sumars sagði afi: "Já, þetta er búinn að vera langur og erfiður vetur." Kvöldið eftir kvaddi afi okkur.
Meira
BJARNI GUÐMUNDSSON Bjarni Guðmundsson fæddist að Holti í Kálfshamarsvík á Skaga 17. júní 1919. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 21. apríl sl. Foreldrar Bjarna voru Margrét Benediktsdóttir og Guðmundur Einarsson. Bjarni var annar í röðinni af systkinahópnum og lifa átta systkini hann.
Meira
GUÐLAUGUR BJÖRNSSON Guðlaugur Björnsson, fæddist á Hólmavík 2. ágúst 1925. Hann lést 1. apríl síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Guðlaugur var sonur Guðbjargar Níelsdóttur húsmóður og Björns Björnssonar verslunarmanns á Hólmavík.
Meira
Gulli minn, mikill söknuður er að þú skulir vera farinn, góður guð geymi þig og vona ég að þér líði betur. Ég kom alltaf til ykkar ömmu hvert sumar frá því ég var barn. Sumarið var ekki byrjað fyrr en ég kom til þín og ömmu. Og nú síðustu ár með syni mínum og manni.
Meira
Hversu óvænt kom ekki hin hörmulega helfregn míns kæra vinar og trúfasta félaga. Svo nístandi köld var sú staðreynd að sá væni og vaski drengur, Hilmar Gunnþórsson, væri allur og enn einu sinni dvaldi hugurinn við miskunnarleysi örlaganna, þegar þeim er í burt kippt sem á bezta aldri á svo ótalmargt framundan á ævinnar vegi.
Meira
Í dag vil ég kveðja ástkæran bróður minn, Hilmar Gunnþórsson frá Fáskrúðsfirði. Hilmar hafði legið inni á Borgarspítalanum í tvær vikur og átti hann að fara í aðgerð fljótlega, en sorgin gerir ekki boð á undan sér. Og oft er stutt á milli gráts og hláturs. Daginn áður var fjölskyldan saman komin við fermingu systurdóttur minnar og hafði engan órað fyrir þessum sorgartíðindum.
Meira
HILMAR GUNNÞÓRSSON Hilmar Gunnþórsson fæddist 17. október 1943. Hann lést 24. apríl. sl. Foreldrar hans eru hjónin Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 23.11. 1923, og Gunnþór Guðjónsson, f. 17.2. 1924. Hilmar var elstur níu systkina. Þau eru: Kristín Arnleif, f. 6.8. 1946, Guðmundur Þór, f. 22.9. 1949, Guðjón, f. 22.5. 1951, Eygló, f. 3.6.
Meira
Það kom ekki á óvart andlátið hennar Ingu, frænku minnar. Á föstudaginn langa leit ég til hennar á sjúkrahúsinu í Bolungarvík. Hún var falleg á koddanum, þar sem hún lá í rúminu sínu. Mikil birta var yfir fölu andlitinu, og gráa hárið hennar fór vel. Hún varð ekki vör við komu mína, en þegar ég tók í hönd hennar, opnaði hún aðeins augun og brosti.
Meira
Fyrir örfáum dögum höfðum við orð á því í fjölskyldunni, þar sem við eyddum helginni í ró og næði í fallegum bústað austur í sveit, að senn færi að líða að því að aldamótakynslóðin liði undir lok. Við rifjuðum upp það sem við, kynslóðin milli þrítugs og fertugs, höfðum heyrt af frásögnum þeirra sem í kringum okkur voru á uppvaxtarárunum af þessari kynsloð.
Meira
Þegar ég kveð elsku ömmu mína er margt sem kemur upp í hugann. Allt frá því að ég fæddist í litla herberginu í húsinu þeirra afa á Holtastíg hef ég verið umvafin ást hennar og umhyggju. Ég var fyrsta barnabarn þeirra og þeim tengjast æskuminningar mínar flestar. Amma var alltaf jákvæð og stutt í léttleikann.
Meira
INGIBJÖRG GUÐFINNSDÓTTIR Ingibjörg Guðfinnsdóttir fæddist á Litlabæ í Skötufirði 15. júlí 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 22. apríl 1995. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Jóhannsdóttir, f. 3. júní 1870, d. 3. ágúst 1940, ættuð úr Skagafirði og Húnavatnssýslu, og Guðfinnur Einarsson, f. 22. janúar 1866, d. 4.
Meira
ÆVI Jónu Rebekku Ingibergsdóttur var ekki alltaf dans á rósum. Hún var aðeins sextán ára gömul þegar í ljós kom meinsemd í hrygg, sem hún hlaut eftir fall í stiga þar sem hún var að burðast með barn í fanginu. Þetta kostaði hana fjögurra ára samfellda sjúkrahúsdvöl þar sem hún gekkst undir margar hryggaðgerðir og mestan hluta þessara ára varð hún að liggja í gifsi.
Meira
JÓNA REBEKKA INGIBERGSDÓTTIR Jóna Rebekka Ingibergsdóttir fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1911. Hún lést 24. mars sl. Jóna var næst elst tólf barna þeirra hjóna Málfríðar Jónsdóttur og Ingibergs Jónssonar skósmiðs í Reykjavík. Jóna ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla ævi. Hún var ógift og barnlaus. Hún var jarðsett 31. mars sl.
Meira
Föstudaginn 7. apríl var borin til hvíldar hún elsku amma mín. Ég fékk fréttirnar fimmtudaginn 30. mars út til Englands að hún amma mín hefði dáið eftir löng veikindi. Það er alltaf erfitt að heyra svona fréttir, þó hún sé örugglega fegin að komast í himnaríki sitt. Þú varst amma mín kæra - ég var nafna þín - og við vorum góðar vinkonur.
Meira
MARGRÉT ERLINGSDÓTTIR Margrét Erlingsdóttir fæddist á Geitabergi í Svínadal 12. júní 1906 og lést á Droplaugarstöðum 29. mars síðastliðinn. Hún var jarðsungin frá Fossvogskirkju 7. apríl sl.
Meira
Afi minn, Óskar Einarsson, er nú látinn eftir stutta sjúkralegu. Einhvern veginn fannst manni það ólíklegt að komið væri að hans vitjunartíma þegar hann veiktist fyrir um tveim mánuðum. Afa varð nefnilega sjaldan misdægurt og minnast menn þess t.d. varla að hann hafi misst dag úr í þau fimmtíu ár sem hann vann hjá Tollpótsþjónustunni. Hann var það sem við öllum "fitt", þ.e.a.s.
Meira
ÓSKAR V. EINARSSON Óskar V. Einarsson fæddist á Leirárgörðum í Leirársveit 10. mars 1912. Hann lést í Borgarspítalanum 10. apríl sl. Foreldrar hans voru Einar Gíslason bóndi á Leirárgörðum og Hólmfríður Hannesdóttir. Óskar átti 7 hálfsystkini samfeðra en þau eru: Theodór, Guðfinna, Jóhannes, Guðrún, Hannes, Adolf og Guðríður.
Meira
Óvenju litríkur og sérstæður maður á sjötugsafmæli í dag. Þetta er Steingrímur Stefán Thomas Sigurðsson, myndlistarmaður og rithöfundur. Mig langar að senda honum kveðju í tilefni dagsins. Við erum bekkjarbræður og vorum sessunautar í Menntaskólanum á Akureyri.
Meira
"REYNSLAN sýnir að það tekur iðnað og aðrar samkeppnisgreinar mörg ár að ná sér eftir áföll á borð við þau sem iðnfyrirtæki urðu fyrir á árunum 1986-1988 þegar kostnaður rauk upp úr öllu valdi en gjaldeyrir var á útsöluverði. Þetta kom fram í ræðu Haraldar Sumarliðasonar, formanns Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi í gær.
Meira
MEIRIHLUTI félagsmanna í Samtökum iðnaðarins er þeirrar skoðunar að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu og aðeins 20% telja rétt að útiloka algjörlega aðild. Þetta er niðurstaða könnunar sem Hagvangur gerði fyrir Samtökin og kynnt var á Iðnþingi í gær.
Meira
FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það lífsnauðsyn að hemja sveiflur í sjávarútvegi. Þetta sé ekki aðeins hagsmunamál sjávarútvegsins heldur ekki síður annarra atvinnugreina og ekki síst iðnaðarins. "Ríkisstjórninni er nauðsyn sveiflujöfnunar alveg ljós.
Meira
AFKOMA Samskipa batnaði um 567 m.kr. milli áranna 1993 og 1994. Má hana að mestu leyti rekja til þess að kostnaður við flutta einingu lækkaði verulega milli ára. Telur Ólafur Ólafsson forstjóri að einnig skipti miklu þær viðhorfsbreytingar til félagsins sem urðu með tilkomu nýrra öflugra hluthafa á árinu. Verulegu máli hafi skipt að fjármagnsgjöld lækkuðu um 110 m.kr.
Meira
SAMTÖK iðnaðarins veittu í gær á Iðnþingi fimm viðurkenningar fyrir nýjar íslenskar bækur. Þetta er í þriðja sinn sem samtökin standa fyrir sérstakri viðurkenningu en prentfyrirtæki innan þeirra sendu inn fjölda bóka. Veitt voru verðlaun fyrir bókina Gamlar vísur handa nýjum börnum, Guðrún Hannesdóttir valdi vísurnar og myndskreytti.
Meira
ÓSKAR Þórðarson, framkvæmdastjóri Skagstrendings hf., telur að fyrirtækið eigi að hafa frumkvæði að því nú þegar að ná samstöðu meðal eigenda Hólaness um að sameinast í einu félagi. Þessi félög myndu skapa sem ein heild öflugt útgerðar- og rækjuvinnslufyrirtæki sem hefði mun meiri stöðugleika sameinað en félögin ein sér. Félagið yrði með 1,5 milljarða veltu og a.m.k. 20% eiginfjárhlutfall.
Meira
Norræn nemakeppni íframreiðslu og matreiðslu Bronsverðlaun og fimmta sætið Í NORRÆNU nemakeppninni í framreiðslu og matreiðslu í Drammen í Noregi unnu framreiðslunemar til bronsverðlauna eftir keppni við Dani, sem lentu í öðru sæti og Norðmenn sem lentu í fyrsta sæti.
Meira
TÍMI reiðhjóla er runninn upp og eflaust margir að spá í hjólakaup. Flestir fá sér væntanlega fjallahjól og gera án efa mismiklar kröfur. Einum finnst nóg að komast leiðar sinnar á ódýrum grip í snatti innan bæjarmarkanna, öðrum dugar ekki minna en fullbúið ferðalagahjól á þjóðvegina.
Meira
Í TILEFNI heimsmeistarakeppninnar býður Ísbúðin í Kringlunni upp á sérstakan HM-ís í íslensku fánalitunum. Mókollur, lukkudýr keppninnar og stjörnuljós fylgja hverjum ís til að minna landann á íslenska jarðkraftinn, frostið og funann. Ísinn er í boxi og kostar 149 kr.
Meira
AÐDRAGANDINN að því að Karítas Guðmundsdóttir ákvað að stofna skiltagerð var sá að hún vildi vera heimavinnandi. Karítas og Hólmar Finnbogason, maður hennar, áttu ungan son sem hún vildi annast sjálf. Hún hóf því markvissa leit að hugmynd að fyrirtæki sem hún gæti unnið við heimafyrir. Karítas bjó í Svíþjóð þegar þetta var og vann á skrifstofu Flugleiða.
Meira
FRIGG hefur hafið framleiðslu á Maraþon Extra-þvottaefni, sem sérstaklega hefur verið þróað með íslenskt vatn í huga. Í fréttatilkynningu frá framleiðanda segir að evrópsk þvottaefni séu framleidd fyrir þvott í hörðu vatni, en íslenskt vatn innihaldi mun meiri kísil en vatn annars staðar í Evrópu. "Í Maraþon Extra eru lífhvatar sem vinna fljótt og vel á alls kyns óhreinindum.
Meira
Nú er Board a Match keppninni lokið með sigri sveitar Ragnars Jónssonar, en í sveit með honum voru Murat Serdal, Þórður Björnsson og Erlendur Jónsson. Lokastaðan er: Ragnar Jónsson113Jón Ingi Ragnarsson105Ármann J. Lárusson102Helgi Víborg98 Næsta fimmtudagskvöld hefst þriggja kvölda vortvímenningur félagsins.
Meira
FJÓRTÁN ára frjálsíþróttastúlka í Suður Afríku féll á lyfjaprófi á dögunum. Frjálsíþróttasamband landsins setti hana strax í keppnisbann og hún á yfir höfði sér úrskurð um fjögurra ára keppnisbann frá alþjóða frjálsíþróttasambandinu (IAAF). Stúlkan er yngsti frjálsíþróttamaðurinn til þessa sem stenst ekki lyfjapróf, svo vitað sé.
Meira
ARGENTÍNA varð í gær heimsmeistari unglingalandsliða í knattspyrnu í annað sinn eftir 2:0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik mótsins í Qatar. Framherjinn Leonardo Biagini, sem varð 18 ára fyrir nokkrum dögum, og varamaðurinn Francisco Guerrero gerðu mörk Argentínu. Brasilía vann Argentínu með sama markamun í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í þessum aldursflokki í janúar.
Meira
FRANSKI knattspyrnumaðurinn Eric Cantona verður áfram í herbúðum enska meistaraliðsins Manchester United þrátt fyrir gylliboð frá ítalska félaginu Internazionale frá Mílanó. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við enska félagið í gær og sagði Martin Edwards, stjórnarformaður United, að Cantona hefði hafnað hærra tilboði frá Inter en United hafi getað boðið honum.
Meira
BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, afhenti Handknattleikssambandi Íslands endurbætta Laugardalshöll til afnota fram yfir HM, við formlega athöfn í Höllinni í gær. Ingibjörg Sólrún sagði að erfitt mál hafi nú fengið farsælan endi og nú væri Laugardalshöllin komin í glæsilegan búning og tilbúin að taka við stórmóti eins og HM.
Meira
Hakeem Olajuwon átti góðan leik með meisturum Houston og gerði 45 stig en gat ekki stöðvað John Stockton er hann gerði sigurkörfu Utah Jazz, 102:100, þegar 2,4 sekúndur voru eftir í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fyrrakvöld.
Meira
Við erum komnir á lokasprettinn í undirbúningnum og það hefur verið mikil keyrsla á liðinu undanfarna daga. Leikurinn bar þess merki," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, að loknum naumum sigri, 25:24, gegn Austurríki í Kaplakrika gærkvöldi.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í badminton tapaði fyrir Norðmönnum, 2:3, í landsleik sem fram fór í Kaplakrika í fyrra kvöld. Leiknir voru fimm leikir; Elsa Nielsen sigraði í einliðaleik og Broddi Kristjánsson og Guðmundur Adolfsson í tvíliðaleik. Fyrsti leikur var tvenndarleikur þar sem Guðmundur Adolfsson og Guðrún Júlíusdóttir mættu Camillu Silwer og Trond Waland.
Meira
Sigurður Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður úr Víkingi, er í viðræðum við sitt gamla félag um að gerast næsti þjálfari 1. deildarliðs félagsins. Sigurður þjálfaði lið ÍBV á nýliðnu keppnistímabili og fóru Vestmannaeyingar upp í 1. deild á ný undir hans stjórn.
Meira
INGÓLFUR Hannesson deildarstjóri íþróttadeildar RÚV varpaði fram nokkrum spurningum í Morgunblaðinu á miðvikudaginn varðandi körfuknattleikinn ásamt hugleiðingum um umfjöllun fjölmiðla um DHL-deildina í vetur. Ætla ég að svara spurningum Ingólfs og fjalla um hugleiðingar hans.
Meira
TIL að ná góðum árangri í íþróttum er mikilvægt að temja sér hugarfar vinnandans. Landsliðsmennirnir okkar í handknattleik vita að árangur er ekki kominn undir heppni. Þeir vita að aðeins æfingar, reynsla og tilraunir færir þá að takmarkinu, sem er að sigra. Þeir sem þora að gera mistök tekst oft vel upp. Þeir eru ákveðnir í að gera betur næst.
Meira
Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar Vals verður haldin í Valsheimilinu að Hlíðarenda á morgun, sunnudag, kl. 14. Veitt verða verðlaun fyrir besta leikmann, bestu ástundun og þann sem hefur sýnt mestar framfarir eða efnilegasta leikmann í hverjum flokki auk ýmissa annarra verðlaun. Afmæliskaffi Fram
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, brá á leik í gær, er hún afhenti Ólafi B. Schram, formanni Handknattleikssambands Íslands, Laugardalshöllina formlega til afnota meðan á HM stendur.
Meira
ÞAÐ var greinilegt á leik Íslendinga gegn Austurríki í Kaplakrika í gærkvöldi að liðið var nýkomið til landsins eftir erfiða keppnisferð. Leikur liðsins var ekki upp á það besta gegn slöku liðið Austurríkismanna og er það alveg sama hvort litið er á varnar- eða sóknarleikinn, eða markvörsluna.
Meira
HandknattleikurHöllin:Ísland - Austurríkikl. 16. Glíma Íslandsglíman fer fram í Laugardalshöll í dag og hefst kl. 12.30. Níu bestu glímukappar landsins keppa um Grettisbeltið, sem er elsta og virðulegagsti verðlaunagripur íslenskra íþrótta. Skvass
Meira
STJÓRNARFORMAÐUR Granda hf. segir að sá háttur á töku veiðigjalds, sem hallist helst að, sé að núverandi handhöfum veiðiréttar sem vilja taka við tryggum varanlegum veiðirétti verði gert að greiða gjald í eitt skipti fyrir öll fyrir hlutdeild sína í aflamarki. Nefnir hann sem dæmi að 50 kr. gjald á hvert tonn aflakvóta Granda hf. myndi gera 700 milljónir kr.
Meira
"ÞEGAR nú er litið til baka yfir þetta fyrsta starfsár félagsins í einkaeign, virðist mér að nýr þróttur hafi færzt í félagið. Margar ákvarðanir hafa verið teknar af stjórn og stjórnendum, sem hætt er við að hefðu vafizt fyrir ef bíða hefði þurft pólitísks samþykkis eða jafnvel hrossakaupa. Hagur félagsins stendur í blóma og er unnt að greiða hluthöfum 10% arð.
Meira
FÆÐING lítils, skáeygðs hnokka í Kína hefði sjálfsagt ekki verið í frásögur færandi nema af því hann var 1.200.000.000. íbúinn í þessu fjölmennasta ríkis heims. Fæðing hans vekur einkum athygli vegna þess að kínversk yfirvöld hafa beitt ýmsum ráðum til að takmarka barneignir og höfðu það yfirlýsta markmið að verða ekki 1,2 milljarður fyrr en um næstu aldamót.
Meira
ATVINNA óskast. Strákur sem er að verða sautján ára og hefur próf úr hússtjórnarskóla óskar eftir vinnu... Eitthvað á þessa vegu hljóðaði smáauglýsing nýlega. Ætli það sé algengt að svona ungir strákar séu með hússtjórnarpróf? "Við vorum tveir sem vorum í hússtjórnarnámi á Hallormsstað með sextán stelpum,
Meira
YFIRVÖLD í Búdapest lýstu nýlega áhuga á að setja upp löglegt vændishús, en skiptar skoðanir eru um ágæti hugmyndarinnar. Reuter- fréttastofan hefur eftir lögregluþjóni í borginni að óhjákvæmilega yrði mikill halli á rekstri slíkrar aðstöðu. Ungverskar vændiskonur væru ekki nógu lokkandi svo þær gætuð laðað að viðskiptavini, sem reiðubúnir væru að borga vel fyrir greiðann.
Meira
DROTTNING eðalsteinanna er það sæmdarheiti sem perlunni hefur hlotnast, enda er Afródíte hin gríska gyðja ástar og fegurðar sögð vera holdgerfingur hennar. Um aldir gátu aðeins fyrirmenn eignast góðar perlur en nú orðið hafa menn tileinkað sér þær aðferðir við framleiðslu þeirra sem gerir flestum kleift að eignast slíka gripi.
Meira
ÞAÐ var mikið um Íslendinga á Benidorm á Spáni um páskana. Og flestir hafa sjálfsagt komið við hjá henni Hörpu á SAGA BAR í miðjum bænum upp af Levante-ströndinni. Þarna rekur Harpa Heimisdóttir veitingastað með mat og drykk og þar þykir mörgum gott að geta komið og hitt aðra landa.
Meira
SUMARÁÆTLUNARFLUG SAS hófst 11. apríl síðastliðinn, þegar flogið var til Kaupmannahafnar. Sumaráætlun gildir til september og verður flogið tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum, nema á tímabilinu 3. júní til 19. ágúst, þegar þriðja fluginu verður bætt við á laugardögum. Þjónustunet SAS nær til yfir 100 borga í Evrópu, Bandaríkjanna, suður-Ameríku og Asíu.
Meira
SÍÐASTLIÐIÐ ár flutti fyrirtækið Atlantic trading í Keflavík út 180 kíló af æðardúni sem er um 5% af þeim dúni sem fluttur er út frá Íslandi. Í byrjunvar ætlunin að hafa þetta sem aukabúgrein en nú er manneskja í fullu starfi í Lúxemborg og tvær konur hér heima sem sinna skrifstofunni. Hermann Bragi Reynisson er flugmaður hjá Cargolux í Lúxemborg og formaður Íslendingafélagsins þar.
Meira
AF OG til hljómar á öldum ljósvakans lagið "Stjörnunótt", eftir Þórð G. Halldórsson, sem Sigurður Ólafsson syngur þýðri röddu. Lagið hlaut 3. verðlaun í danslagasamkeppni S.K.T. í Gúttó árið 1950, en annað lag eftir Þórð, "Lindin hvíslar" fékk aukaverðlaun. Síðan þá hefur Þórður lítið fengist við lagasmíðar þar til nú, 73 ára, að hann tók aftur upp þráðinn við tónlistina.
Meira
Yfirlit: Norðaustur af Grænlandi er 1.028 mb hæð og frá henni hæðarhryggur suðaustur um Bretlandseyjar. Austur af Nýfundnalandi er djúp víðáttumikil lægð sem þokast austnorðaustur. Spá: Suðaustanátt, stinningskaldi eða allhvass við suðurströndina, en hægari í öðrum landshlutum.
Meira
UNGT fólk og ferðalög er ágætis tvenna þótt ævintýraþráin komi yfir fólk á öllum aldri. Mörgum reynist erfitt að veita henni útrás þegar maki og börn eru komin til sögunnar og láta kannski flakkið bíða þar til börnin eru uppkomin. Þá hafa draumarnir væntanlega breyst og kröfurnar kannski aukist með rýmri fjárhag.
Meira
Ferðafélag Íslands Kl. 18 í dag verður lagt af stað í helgarferð á Öræfajökul, sem er 2.119 metra hár. Gist verður í svefnpokaplássi að hofi. Ganga á jökulinn fram og til baka tekur um 14 klukkustundir. Nauðsynlegt er að hafa brodda og ísaxir. Fararstjórar verða Anna Lára Friðriksdóttir og Torfi Hjaltason. Á morgun, laugardag, verður farið á Fimmvörðuháls.
Meira
MeistarakokkarnirÓskar og Ingvar Fyrsti grillmatur sumarsins Þessi marinering er mjög einföld og eingöngu löguð úr því hráefni sem flestir eiga í ísskáp og kryddhillum.Marineraður svínahnakki1.
Meira
Í Tónmenntaskólanum í Reykjavík hafa nemendur verið að undirbúa ferðalag u.þ.b. 1200 ár aftur í tímann ásamt Þorkeli Sigurbjörnssyni tónskáldi. Þröstur Helgason heimsótti skólann þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning ferðarinnar.
Meira
1.Snjóboltarnirsem hann kastaði í æskueru bráðnaðir.Steinarnirsem hann faldi inni í þeimskildu eftir ör í andlitumleiksystkina. 2.Leyniskýrslurum námsfélaganavoru fullar af steinum. 3.
Meira
ÞÓTT íslenskir barna- og unglingabókahöfundar séu mest virði í barnabókaútgáfu þjóðarinnar er einnig nauðsynlegt að gefa íslenskum börnum og unglingum hlutdeild í menningu annarra þjóða. Heldur þætti okkur þunnur þrettándi ef engar þýðingar á heimsbókmenntunum kæmu fyrir okkar sjónir.
Meira
KONAN mín var tekin fyrir of hraðan akstur um daginn. Hún hafði verið að fara fram úr bíl, sem ók sennilega á löglegum hraða á vinstri akrein, en jók hann þegar hún kom upp að hlið hans. Það er ekki óvanalegt hér á landi. Sumir virðast halda að það sé áskorun um kappakstur ef farið er framúr á vinstri akrein.
Meira
Hjá Goðmundi á Glæsivöllum gleði er í höll, glymja hlátra sköll, og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið. Áfengt er mungátið, og mjöðurinn er forn, mögnuð drykkjarhorn. En óminnishegri og illra hóta norn undir niðri í stiklunum þruma. Á Grími enum góða af gulli höfuð skín, gamalt ber hann vín.
Meira
Faðmlag hennar var heitt sem glóð, það hélt mér ei nokkurt band. Í æðunum svall af bríma blóð sem brimið við Rauðasand. Girndin varð áfeng, ægisterk, ærði mig viti frá. Ég freistaðist út í voðaverk, varð hana einn að fá. Í hlekkjum fluttur af feðraslóð framandi sé ég land. Þar á að vella mitt banablóð sem brimskafl um rauðan sand.
Meira
SVO hart er deilt um réttmæti þess að hreinsa gömul listaverk að sjónarmið forvarða annars vegar og málara og sagnfræðinga hins vegar virðast oft á tíðum ósamrýmanleg. Þekktasta dæmið um þetta er líklega gríðarlega umfangsmikil hreinsun sem staðið hefur yfir á verkum Michelangelos í Sixtusarkapellunni í Róm.
Meira
Tvö stærstu verk Leifs Breiðfjörðs í opinberum byggum á Íslandi. Að ofan: "Mannsandinn", 1994, glermynd um fortíð, nútíð og framtíð í Þjóðarbókhlöðu. að neðan: "Flugþrá", 1987, glermynd í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Sjá nánar í viðtali við Leif. Ljósið loftin fyllir...
Meira
Daunillur þefur og drullugir veggir dimmt í lofti af regni og skít. Paufast hér guggnir en góðlyndir seggir sem grálitir maðkar í voldugri hít. Fallegar konur með fótleggi bera flögra um strætin með augun sljó, ævitíð þeirra mun áþekkust vera ufsatorfu í gruggugum sjó.
Meira
Í MIKLU félagsheimili Kvennakórs Reykjavíkur í vesturbænum koma þær Hallveig Andrésdóttir gjaldkeri, Ágústa Jóhannsdóttir varaformaður og Margrét Pálmadóttir kórstjóri sér fyrir. Það æfing og mikið líf í húsinu. Kvennakór Reykjavíkur var stofnaður árið 1992 upp úr kórskóla sem Margrét Pálmadóttir var með í Kramhúsinu.
Meira
BIRGITTA Heide dansar aðalhlutverkið í verki eftir Bandaríkjamanninn Charles Czarny, sem flutt verður á sýningu Íslenska dansflokksins í Þjóðleikhúsinu, þann 17. maí, "Heitir dansar". Verk Czarnys, Adagietto er nokkurs konar kveðjudans Birgittu með dansflokkinum en hann mun þó fá að njóta krafta henn áfram. Adagietto er samið við samnefndan þátt 5.
Meira
FRANSKUR kvikmyndaiðnaður er í lægð. Þrátt fyrir að til hans renni háir styrkir frá hinu opinbera á ári hverju og að stjórnmálamenn hafi varið franska menningu með kjafti og klóm gegn erlendum áhrifum, fóru færrri í bíó til að sjá franskar myndir (og fleiri til að sjá bandarískar kvikmyndir) en nokkru sinni áður.
Meira
VIÐ leitum til landslagsins, náttúrunnar til þess að fá svör við spurningum okkar um tilveruna eða að minnsta kosti viðbrögð við okkar eigin þönkum. Landslagið speglar líf okkar, í málverkinu er það orðið táknrænt. Norski málarinn Patrick Huse fræðir mig um verk sín og boðskap þeirra.
Meira
Hamingja manna veltur að miklu leyti á heppni. Sumir fæðast hraustir og heilbrigðir, aðrir fatlaðir og vanskapaðir. Sumir fæðast inni í auðugt samfélag þar sem allt er á uppleið. Aðrir eru dæmdir til að líða skort. Sumir eru heppnir og sumir óheppnir og þetta kemur verðleikum fólks yfirleitt ekkert við. Lán og ólán eru utan við allt réttlæti.
Meira
Ínokkra mánuði hefur Leifur Breiðfjörð getað haft fyrir augnum sýninguna sem í dag er opnuð í Gerðarsafni. Ekki svo að skilja að hann hafi fengið svo ríkulegan tíma til upphengingar í safninu. Ég á ekki heldur við að hann hafi séð sýninguna í anda þótt ugglaust hafi einnig verið svo.
Meira
ÞESSA dagana er Árni Björnsson þjóðháttafræðingur í Berlín. Hann hitti Susönnu Ziegler, yfirmann Tónlistardeildar Þjóðfræðisafnsins í Berlín, að máli, þar sem þau báru saman bækur sínar. En eins og alkunna er fundust hólkar í geymslum í Austur-Berlín eftir sameiningu Þýskalands, sem höfðu m.a. að geyma upptökur Jóns Leifs frá því á þriðja áratugnum af íslenskum þjóðlögum.
Meira
WHITNEY-safnið í New York borg er helgað bandarískri myndlist og þar eru iðulega settar upp athyglisverðar sýningar. Fárra er þó beðið með jafn mikilli eftirvæntingu og Whitney-tvíæringsins, en hann stendur einmitt yfir um þessar mundir.
Meira
FLEIRI þekkja til Salmans Rushdies vegna dauðadóms klerkaveldisins í Íran yfir honum en vegna ritverka hans. Rithöfundurinn Martin Amis er ekki síður þekktur fyrir þjark við útgefendur en bækur sínar. Þeir sem vita hver Kazuo Ishiguro er, þekkja hann hins vegar fyrst og fremst af verkum hans.
Meira
ÞJÓÐFÉLAGIÐ er talsvert annað en það var þegar ég skrifaði Stundarfrið fyrir rúmlega fimmtán árum. Þessi breyting kallaði á mína sýn," segir Guðmundur Steinsson leikskáld en nýtt verk hans Stakkaskipti verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins þann 5. maí næstkomandi.
Meira
ÞAÐ er allt að 20% atvinnuleysi í Finnlandi, þeir lánsömu sem hafa vinnu verða að vinna mikið, kaupmáttur hefur versnað, skattar hækkað og veruleikinn verður mörgum um megn. Að sjálfsögðu setur þetta mark sitt á listir og menningu. Stofnanaleikhúsin og frjálsu leikhóparnir verða að ná athygli áhorfenda því að hart er barist um peninga fólks.
Meira
Þann 7. mai í vor er þess minnst að 50 ár eru síðan lýst var yfir skilyrðislausri uppgjöf Þjóðverja í stríðinu: Friður í Evrópu - það var fyririrsögnin á blöðunum, bæði hér og annarsstaðar. Sá friður var orðinn langþráður og dýrkeyptur; heimsstyrjöldin var búin að standa óslitið frá því í september 1939 að Þjóðverjar réðust inn í Pólland.
Meira
9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. 10.55Hlé 13.55 Enska knattspyrnan Bein útsending frá leik í úrvalsdeildinni. 15.50Íþróttaþátturinn Í þættinum verður meðal annars bein útsending frá landsleik Íslendinga og Austurríkismanna í handknattleik í Laugardalshöll.
Meira
10.15Magdalena 10.45Töfravagninn 11.10Svalur og Valur 11.35Heilbrigð sál í hraustum líkama (12:13) 12.00Sjónvarpsmarkaðurinn 12.25Fiskur án reiðhjóls Endurtekinn þáttur frá síðastliðnu miðvikudagskvöldi. 12.50Þeir sem guðirnir elska...
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.